Viðskipti innlent

Björn tekur við af Jóni Davíð hjá Húrra Reykja­vík

Atli Ísleifsson skrifar
Björn Þorláksson og Jón Davíð Davíðsson.
Björn Þorláksson og Jón Davíð Davíðsson. Húrra

Björn Þorláksson hefur tekið við starfi framkvæmdastjóra Húrra eftir að Jón Davíð Davíðsson lét af störfum í byrjun desember eftir sjö ára starf. Björn hefur starfað hjá Húrra frá árinu 2015.

Í tilkynningu frá Húrra Reykjavík kemur fram að Jón Davíð hafi stofnað Húrra Reykjavík árið 2014 ásamt Sindra Jenssyni.

„Ásamt öðrum hafa þeir Jón Davíð og Sindri stofnað veitingastaðina Flatey, Yuzu og nú nýlega næturklúbbinn Auto. Næsta skref hjá Jóni er að vinna að enn frekari uppbyggingu Yuzu & Auto sem framkvæmdastjóri.

Björn kemur beinustu leið úr unglingastarfi Húrra en frá árinu 2015 hefur hann verið í fullu starfi, bæði í þjónustu og síðar á skrifstofu í störfum tengdum fjármálum. Meðfram störfum sínum í Húrra hefur Björn lokið tveimur háskólagráðum í viðskipta- og tölvunarfræði frá Háskólanum í Reykjavík ásamt því að leika knattspyrnu með Knattspyrnufélagi Vesturbæjar,“ segir í tilkynningunni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×