Franska forsetafrúin ætlar í mál vegna kenningar um að hún sé trans Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 22. desember 2021 15:35 Samsæriskenningasmiðir vilja nú meina að Brigitte Macron, forsetafrú Frakklands, sé trans. EPA-EFE/LUDOVIC MARIN Brigitte Macron, forsetafrú Frakklands, ætlar að leita réttar síns vegna samsæriskenningar, sem gengið hefur um á netinu, um að hún sé trans. Kenningin birtist fyrst í september á vefsíðu sem rekin er af öfgahægrimönnum í Frakklandi og hefur síðan verið dreift um og haldið fram af samsæriskenningarmönnum. Samkvæmt kenningunni fæddist Brigitte með karlkyns kynfæri og var skírð Jean-Michel Trogneux. Nafnið hefur „trendað“ á samfélagsmiðlum undanfarið og meira en 10 þúsund minnst á nafnið í samfélagsmiðlaumræðu. Lögmaður Brigitte, Jean Ennochi, hefur staðfest í samtali við fréttastofu AFP að hún leiti nú allra leiða til að binda endi á þessar falssögur. Samkvæmt frétt breska ríkisútvarpsins eru það einna helst andstæðingar eiginmanns hennar, Emmanuels Macron Frakklandsforseta, sem deilt hafa kenningunni. Þar á meðal séu öfgahægri samfélgasmiðlarásir, andstæðingar bólusetninga og meira að segja þeir sem trúa QAnon samsæriskenningunni. Franskir fjölmiðlar hafa rakið kenninguna til greinar sem skrifuð var af Natachu Rey og birt var á öfgahægri síðu. Kenningin fór í enn meiri dreifingu þegar hún var til umræðu á vinsælli YouTube rás og hefur því myndbandi síðan verð deilt af andstæðingum bólusetninga, þeim sem ekki trúa á kórónuveirufaraldurinn og öfgahægri-aðgerðasinna samkvæmt umfjöllun dagblaðsins Libération. Franskir fjölmiðlar telja tímasetninguna sem kenningin kemur út enga tilviljun. Forsetakosningar í Frakklandi fara fram í vor og þó Macron hafi ekki formlega tilkynnt framboð þá eru taldar yfirgnæfandi líkur á að hann gefi kost á sér. Tveir hafa tilkynnt framboð: Valérie Pécresse, frambjóðandi Repúblikanaflokksins, og Eric Zemmour, fjölmiðlamaður og rithöfundur, sem vonast eftir því að verða fulltrúi þeirra sem aðhyllast stjórnmálum lengst á hægrivængnum. Þar fyrir utan er þetta ekki fyrst skiptið sem Brigitte er gerð að skotmarki andstæðinga eiginmanns hennar. Í kosningunum 2017 var það til að mynda mál málanna að Brigitte væri næstum 25 árum eldri en Emmanuel, en hún er 68 ára gömul. Frakkland Hinsegin Kosningar í Frakklandi Mest lesið Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Innlent Halldór Blöndal er látinn Innlent Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Erlent Fleiri fréttir Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Segir „evrópsk svín“ vilja hagnast á falli Rússlands Auðgaðist ævintýralega á svikum og prettum Eldur í Tívolí Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Sjá meira
Kenningin birtist fyrst í september á vefsíðu sem rekin er af öfgahægrimönnum í Frakklandi og hefur síðan verið dreift um og haldið fram af samsæriskenningarmönnum. Samkvæmt kenningunni fæddist Brigitte með karlkyns kynfæri og var skírð Jean-Michel Trogneux. Nafnið hefur „trendað“ á samfélagsmiðlum undanfarið og meira en 10 þúsund minnst á nafnið í samfélagsmiðlaumræðu. Lögmaður Brigitte, Jean Ennochi, hefur staðfest í samtali við fréttastofu AFP að hún leiti nú allra leiða til að binda endi á þessar falssögur. Samkvæmt frétt breska ríkisútvarpsins eru það einna helst andstæðingar eiginmanns hennar, Emmanuels Macron Frakklandsforseta, sem deilt hafa kenningunni. Þar á meðal séu öfgahægri samfélgasmiðlarásir, andstæðingar bólusetninga og meira að segja þeir sem trúa QAnon samsæriskenningunni. Franskir fjölmiðlar hafa rakið kenninguna til greinar sem skrifuð var af Natachu Rey og birt var á öfgahægri síðu. Kenningin fór í enn meiri dreifingu þegar hún var til umræðu á vinsælli YouTube rás og hefur því myndbandi síðan verð deilt af andstæðingum bólusetninga, þeim sem ekki trúa á kórónuveirufaraldurinn og öfgahægri-aðgerðasinna samkvæmt umfjöllun dagblaðsins Libération. Franskir fjölmiðlar telja tímasetninguna sem kenningin kemur út enga tilviljun. Forsetakosningar í Frakklandi fara fram í vor og þó Macron hafi ekki formlega tilkynnt framboð þá eru taldar yfirgnæfandi líkur á að hann gefi kost á sér. Tveir hafa tilkynnt framboð: Valérie Pécresse, frambjóðandi Repúblikanaflokksins, og Eric Zemmour, fjölmiðlamaður og rithöfundur, sem vonast eftir því að verða fulltrúi þeirra sem aðhyllast stjórnmálum lengst á hægrivængnum. Þar fyrir utan er þetta ekki fyrst skiptið sem Brigitte er gerð að skotmarki andstæðinga eiginmanns hennar. Í kosningunum 2017 var það til að mynda mál málanna að Brigitte væri næstum 25 árum eldri en Emmanuel, en hún er 68 ára gömul.
Frakkland Hinsegin Kosningar í Frakklandi Mest lesið Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Innlent Halldór Blöndal er látinn Innlent Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Erlent Fleiri fréttir Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Segir „evrópsk svín“ vilja hagnast á falli Rússlands Auðgaðist ævintýralega á svikum og prettum Eldur í Tívolí Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Sjá meira