Kæra ríkisstjórn! Sara Dögg Svanhildardóttir skrifar 23. desember 2021 08:30 Í nýjum stjórnarsàttmála ykkar kemur skýrt fram að bæta eigi hag fatlaðs fólks. Talað er um að lögfesta samning Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks og setja á laggirnar sérstaka mannréttindastofnun. Afar gleðilegt en því miður ekki ný loforð því að Alþingi hafði með ályktun sinni 3. júní 2019 mótatkvæðalaust lagt fyrir ykkur að leggja fram frumvarp þannig að samningurinn yrði lögfestur eigi síðar en 13. desember 2020 og skyldan til að stofna sjálfstæða mannréttindastofnun féll á ykkur þegar samningurinn var fullgiltur árið 2016, þ.e. fyrir meira en 5 árum síðan. En við skulum halda í vonina vera bjartsýn og gera allt sem í okkar valdi stendur til þess að hvetja ykkur áfram til dáða vera til taks og liðsinna ykkur þegar á þarf að halda. Í sáttmálanum ykkar er fleira gleðilegt en þar stendur að auka þurfi menntunartækifæri fatlaðs fólks sem og atvinnutækifærin. Eins gleðilegt og mikilvægt það er að þessum málum sé fundinn staður í stjórnarsáttmála ríkisstjórnar er jafn dapurlegt að finna ekkert um fjármögnun menntunartækifæranna í fjárlögum. Menntun er eitt mikilvægasta tækið fyrir einstakling til þess að styrkja stöðu sína og möguleika á atvinnu við hæfi. Málið er alvarlegt og það er brýnt. Í dag útskrifast á bilinu 60-90 fötluð ungmenni af starfsbrautum framhaldsskólanna. Ungmenni sem eins og við öll eiga sínar vonir og drauma um frekari tækifæri til þess að efla færni sína og gera sig enn meira gildandi á vinnumarkaði. Því eins og við vitum öll þá er menntun lykill að þátttöku í samfélagi þar sem breytingar eru hraðar. Störf breytast og umbyltast, úreltast og ný verða til. Það sem hins vegar bíður þessa hóps á komandi hausti eru 12 pláss við Háskóla Íslands við starfstengt diplómanám og einhver örnámskeið hingað og þangað en þó aðallega hjá Fjölmennt, símenntunar og þekkingarmiðstöð fyrir fatlað fólk sem býr við svo þröngan kost að ekki næst að halda uppi heildstæðum atvinnutengdum námsbrsutum því fjármagnið skortir. Aðrar leiðir innan okkar góða menntakerfis eru ekki færar. Fyrir utan einstaka ungmenni sem er leitt áfram inn á almennar brautir framhaldsskólans sem er þó allt undir þeim sem fara fyrir námi á hverjum stað komið að ákveða hvort sé gerlegt. Þessi staða er því miður ekki boðleg og hreint út sagt algjörlega til skammar. Því vil ég hvetja ykkur kæra ríkisstjórn sem allt getið að kippa þessu í liðinn og skapa raunveruleg tækifæri fyrir öll ungmenni til þess að byggja upp sína framtíð á sínum forsendum. Það skiptir okkur sem samfélag máli og það skiptir ungt fatlað fólk gríðarlega miklu máli að geta horft til framtíðar full sjálfstraust með þau skilaboð frá ykkur að þau séu einhvers virði og verðugir samfélagsþegnar sem ætlast er til að taki virkan þátt í samfélaginu okkar. Höfundur er verkefnastjóri samhæfingar námsframboðs og atvinnutækifæra hjá Þroskahjálp. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sara Dögg Svanhildardóttir Málefni fatlaðs fólks Mest lesið Börnin okkar Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Valdimar Birgisson Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Það besta sem þú gerir fyrir loftslagið Halldór Björnsson Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Kæru ungu foreldrar Jóna Þórey Pétursdóttir Skoðun Nýtt húsnæðislánakerfi Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Þú mátt vera afi (og ég má vera amma) Heiða Ingimarsdóttir Skoðun Ný og fersk örmyndskýrsla um hvalveiðar Rán Flygenring Skoðun Stuldur um hábjartan dag Herdís Dröfn Fjeldsted Skoðun Skoðun Skoðun Börnin okkar Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Valdimar Birgisson skrifar Skoðun Á að kjósa það sama og síðast? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Setjum söguna í samhengi við nútímann Kristín Vala Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Frelsi 2024 Baldur Karl Magnússon skrifar Skoðun Samgöngur eru heilbrigðismál Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Vegferð í þágu barna skilar árangri Ásmundur Einar Daðason skrifar Skoðun Þjóðarátak í sölu á klósettpappír Bjarki Hjörleifsson skrifar Skoðun Skínandi skær í skammdeginu Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Rasismi Einar Helgason skrifar Skoðun Kæru ungu foreldrar Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Það besta sem þú gerir fyrir loftslagið Halldór Björnsson skrifar Skoðun Þú mátt vera afi (og ég má vera amma) Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Orðfimi ungra menningarsinna Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun Áhætta með tekjur af skemmtiferðaskipum Lúðvík Geirsson,Gunnar Tryggvason,Pétur Ólafsson skrifar Skoðun Frambjóðendur, gerið betur Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Greiðar samgöngur í Norðvesturkjördæmi Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Ný og fersk örmyndskýrsla um hvalveiðar Rán Flygenring skrifar Skoðun Stuldur um hábjartan dag Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun 7.500 íbúðir á Reykjavíkurflugvelli? Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Að kreista mjólkurkúna Björg Ágústsdóttir skrifar Skoðun Efnahagsmál eru loftslagsmál Steinunn Kristín Guðnadóttir skrifar Skoðun Nýtt húsnæðislánakerfi Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Flug til framtíðar Arnheiður Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn boðar jafnvægi, forgangsröðun og ábyrgð Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þurfum aftur alvöru náttúruvernd í umhverfisráðuneytið Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson skrifar Sjá meira
Í nýjum stjórnarsàttmála ykkar kemur skýrt fram að bæta eigi hag fatlaðs fólks. Talað er um að lögfesta samning Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks og setja á laggirnar sérstaka mannréttindastofnun. Afar gleðilegt en því miður ekki ný loforð því að Alþingi hafði með ályktun sinni 3. júní 2019 mótatkvæðalaust lagt fyrir ykkur að leggja fram frumvarp þannig að samningurinn yrði lögfestur eigi síðar en 13. desember 2020 og skyldan til að stofna sjálfstæða mannréttindastofnun féll á ykkur þegar samningurinn var fullgiltur árið 2016, þ.e. fyrir meira en 5 árum síðan. En við skulum halda í vonina vera bjartsýn og gera allt sem í okkar valdi stendur til þess að hvetja ykkur áfram til dáða vera til taks og liðsinna ykkur þegar á þarf að halda. Í sáttmálanum ykkar er fleira gleðilegt en þar stendur að auka þurfi menntunartækifæri fatlaðs fólks sem og atvinnutækifærin. Eins gleðilegt og mikilvægt það er að þessum málum sé fundinn staður í stjórnarsáttmála ríkisstjórnar er jafn dapurlegt að finna ekkert um fjármögnun menntunartækifæranna í fjárlögum. Menntun er eitt mikilvægasta tækið fyrir einstakling til þess að styrkja stöðu sína og möguleika á atvinnu við hæfi. Málið er alvarlegt og það er brýnt. Í dag útskrifast á bilinu 60-90 fötluð ungmenni af starfsbrautum framhaldsskólanna. Ungmenni sem eins og við öll eiga sínar vonir og drauma um frekari tækifæri til þess að efla færni sína og gera sig enn meira gildandi á vinnumarkaði. Því eins og við vitum öll þá er menntun lykill að þátttöku í samfélagi þar sem breytingar eru hraðar. Störf breytast og umbyltast, úreltast og ný verða til. Það sem hins vegar bíður þessa hóps á komandi hausti eru 12 pláss við Háskóla Íslands við starfstengt diplómanám og einhver örnámskeið hingað og þangað en þó aðallega hjá Fjölmennt, símenntunar og þekkingarmiðstöð fyrir fatlað fólk sem býr við svo þröngan kost að ekki næst að halda uppi heildstæðum atvinnutengdum námsbrsutum því fjármagnið skortir. Aðrar leiðir innan okkar góða menntakerfis eru ekki færar. Fyrir utan einstaka ungmenni sem er leitt áfram inn á almennar brautir framhaldsskólans sem er þó allt undir þeim sem fara fyrir námi á hverjum stað komið að ákveða hvort sé gerlegt. Þessi staða er því miður ekki boðleg og hreint út sagt algjörlega til skammar. Því vil ég hvetja ykkur kæra ríkisstjórn sem allt getið að kippa þessu í liðinn og skapa raunveruleg tækifæri fyrir öll ungmenni til þess að byggja upp sína framtíð á sínum forsendum. Það skiptir okkur sem samfélag máli og það skiptir ungt fatlað fólk gríðarlega miklu máli að geta horft til framtíðar full sjálfstraust með þau skilaboð frá ykkur að þau séu einhvers virði og verðugir samfélagsþegnar sem ætlast er til að taki virkan þátt í samfélaginu okkar. Höfundur er verkefnastjóri samhæfingar námsframboðs og atvinnutækifæra hjá Þroskahjálp.
Skoðun Áhætta með tekjur af skemmtiferðaskipum Lúðvík Geirsson,Gunnar Tryggvason,Pétur Ólafsson skrifar
Skoðun Þurfum aftur alvöru náttúruvernd í umhverfisráðuneytið Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt skrifar