Þeir sem losna úr sóttkví á jóladag fá strikamerki sent frá rakningateyminu kvöldið áður.
Á annan í jólum verður opið á Suðurlandsbraut milli klukkan 11 og 15 og á gamlársdag á milli klukkan 8 til 12. Lokað verður á nýársdag en opið milli klukkan 11 og 15 hinn 2. janúar.
Aðra virka daga verður hefðbundin opnun.
Ekki verður bólusett í dag, á morgun né á gamlársdag. Á milli jóla og nýárs verður bólusett virka daga frá 10 til 12. Óbólusettir, hálfbólusettir og þeir sem eru komnir á tíma með örvunarskammt eru velkomnir. Í boði verða bóluefnin frá Pfizer, Moderna og Janssen.
Læknavaktin verður lokuð milli klukkan 18 og 21 á aðfangadags- og gamlárskvöld en svo opin frá 21 til 23. Helgidaga og almenna frídaga opnar klukkan 9 og lokar klukkan 23.30 en á virkum dögum er opið milli 17 og 23.30.
Hægt er að ná í hjúkrunarfræðing allan sólahringinn í síma 1700.
Allar nánari upplýsingar er að finna á vef Heilsugæslunnar á höfuðborgarsvæðinu.
Í fyrri útgáfu fréttarinnar sagði að Læknavaktin opnaði um helgidaga og almenna frídaga klukkan 6 en það hefur nú verið leiðrétt.