TikTok vinsælasta vefsíða ársins Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 25. desember 2021 14:27 Samfélagsmiðillinn TikTok var vinsælasta vefsíða ársins. Getty Images Samfélagsmiðillinn og myndbandaveitan TikTok tók nýverið fram úr leitarvélinni Google og er orðin vinsælasta vefsíða ársins. Miðillinn hefur náð gríðarlegum vinsældum á stuttum tíma. TikTok var í sjöunda eða áttunda sæti á listanum á síðasta ári og hefur því klifið hratt. Í byrjun árs lenti samfélagsmiðillinn í fyrsta skipti í toppsæti listans en fékk aðeins að hvíla þar í einn dag. Það var ekki fyrr en í ágúst á þessu ári sem TikTok festi sig rækilega í sessi á listanum og hefur verið þar nánast alla daga síðan. Fólk heimsótti samfélagsmiðilinn meira að segja frekar en Google á stórum verslunardögum eins og Svörtum föstudegi á árinu. Google er önnur mest heimsótta vefsíða ársins og þar á eftir er samfélagsmiðillinn Facebook. Þá er fyrirtækið Microsoft í fjórða sæti og vefsíða raftækja- og hugbúnaðarframleiðandans Apple í því fimtta. Í sjötta sæti er vefverslunin Amazon og því sjöunda streymisveitan Netflix. YouTube og Twitter raða sér í áttunda og níunda sæti og samskiptaforritið WhatsApp vermir tíunda og síðasta sæti topplistans þetta árið. Listinn hefur lítið breyst frá því í fyrra að frátöldu TikTok sem er ótvíræður hástökkvari ársins, segir í frétt NBC. Hægt er að skoða nánari gögn og upplýsingar á síðunni Cloudflare. Nokkrir Íslendingar eru orðnir heimsfrægir á TikTok en Arnar Gauti, eða Lil Curly eins og hann kallar sig, skemmtir fjölmörgum úti um heim allan á samfélagsmiðlinum. Þá höfðu rúmlega 27 milljónir manna horft á myndbönd Emblu Wigum á TikTok í október. Af öðrum frægum Íslendingum á TikTok má nefna Ásmund Einar Daðason, mennta- og barnamálaráðherra, en hann stofnaði aðgang á miðlinum í kosningabaráttunni í haust. TikTok Samfélagsmiðlar Tengdar fréttir Álit eldri kynslóðarinnar á TikTok: „Að mörgu leyti finnst mér unga fólkið skemmtilegra en það eldra“ Fulltrúum eldri kynslóðarinnar sem fréttastofa ræddi við líst vel á samfélagsmiðilinn TikTok. Þeir segja unga fólkið í dag skemmtilegra en það eldra og ein gæti vel hugsað sér að stofna sinn eigin TikTok reikning. 27. júlí 2021 21:00 Íslensku risarnir á umdeildasta samfélagsmiðlinum Hinn umdeildi samfélagsmiðill TikTok nýtur nú gríðarlegra vinsælda um allan heim. Embla Wigum og Arnar Gauti Arnarsson lýsa reynslu sinni af miðlinum. 9. júlí 2020 08:30 Mest lesið Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Erlent Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Innlent Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Innlent Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Innlent Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Innlent Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Innlent Appelsínugular viðvaranir og vegir víða lokaðir Veður Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Fleiri fréttir Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sjá meira
TikTok var í sjöunda eða áttunda sæti á listanum á síðasta ári og hefur því klifið hratt. Í byrjun árs lenti samfélagsmiðillinn í fyrsta skipti í toppsæti listans en fékk aðeins að hvíla þar í einn dag. Það var ekki fyrr en í ágúst á þessu ári sem TikTok festi sig rækilega í sessi á listanum og hefur verið þar nánast alla daga síðan. Fólk heimsótti samfélagsmiðilinn meira að segja frekar en Google á stórum verslunardögum eins og Svörtum föstudegi á árinu. Google er önnur mest heimsótta vefsíða ársins og þar á eftir er samfélagsmiðillinn Facebook. Þá er fyrirtækið Microsoft í fjórða sæti og vefsíða raftækja- og hugbúnaðarframleiðandans Apple í því fimtta. Í sjötta sæti er vefverslunin Amazon og því sjöunda streymisveitan Netflix. YouTube og Twitter raða sér í áttunda og níunda sæti og samskiptaforritið WhatsApp vermir tíunda og síðasta sæti topplistans þetta árið. Listinn hefur lítið breyst frá því í fyrra að frátöldu TikTok sem er ótvíræður hástökkvari ársins, segir í frétt NBC. Hægt er að skoða nánari gögn og upplýsingar á síðunni Cloudflare. Nokkrir Íslendingar eru orðnir heimsfrægir á TikTok en Arnar Gauti, eða Lil Curly eins og hann kallar sig, skemmtir fjölmörgum úti um heim allan á samfélagsmiðlinum. Þá höfðu rúmlega 27 milljónir manna horft á myndbönd Emblu Wigum á TikTok í október. Af öðrum frægum Íslendingum á TikTok má nefna Ásmund Einar Daðason, mennta- og barnamálaráðherra, en hann stofnaði aðgang á miðlinum í kosningabaráttunni í haust.
TikTok Samfélagsmiðlar Tengdar fréttir Álit eldri kynslóðarinnar á TikTok: „Að mörgu leyti finnst mér unga fólkið skemmtilegra en það eldra“ Fulltrúum eldri kynslóðarinnar sem fréttastofa ræddi við líst vel á samfélagsmiðilinn TikTok. Þeir segja unga fólkið í dag skemmtilegra en það eldra og ein gæti vel hugsað sér að stofna sinn eigin TikTok reikning. 27. júlí 2021 21:00 Íslensku risarnir á umdeildasta samfélagsmiðlinum Hinn umdeildi samfélagsmiðill TikTok nýtur nú gríðarlegra vinsælda um allan heim. Embla Wigum og Arnar Gauti Arnarsson lýsa reynslu sinni af miðlinum. 9. júlí 2020 08:30 Mest lesið Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Erlent Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Innlent Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Innlent Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Innlent Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Innlent Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Innlent Appelsínugular viðvaranir og vegir víða lokaðir Veður Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Fleiri fréttir Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sjá meira
Álit eldri kynslóðarinnar á TikTok: „Að mörgu leyti finnst mér unga fólkið skemmtilegra en það eldra“ Fulltrúum eldri kynslóðarinnar sem fréttastofa ræddi við líst vel á samfélagsmiðilinn TikTok. Þeir segja unga fólkið í dag skemmtilegra en það eldra og ein gæti vel hugsað sér að stofna sinn eigin TikTok reikning. 27. júlí 2021 21:00
Íslensku risarnir á umdeildasta samfélagsmiðlinum Hinn umdeildi samfélagsmiðill TikTok nýtur nú gríðarlegra vinsælda um allan heim. Embla Wigum og Arnar Gauti Arnarsson lýsa reynslu sinni af miðlinum. 9. júlí 2020 08:30