Rauð jól á Grænlandi Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 25. desember 2021 20:29 Þóra Arnórsdóttir og Svavar Halldórsson ákváðu að eyða hátíðinni á Grænlandi þar sem hefur verið einmunablíða. Vísir Íslensk fjölskylda sem ákvað að verja jólunum á Grænlandi segir hafa komið verulega á óvart að upplifa rauð jól þar. Tilhlökkun er fyrir gamlárskvöldi því Grænlendingar fagna áramótunum þrisvar. Þóra Arnórsdóttir fjölmiðlakona og fjölskylda ákváðu að fara til Nuuk á Grænlandi yfir jólin eftir að vinir þeirra auglýstu að þeir vildu skipta á íbúðum. „Þetta kveikti strax í okkur og við vorum fljót til og buðum þeim okkar íbúð í stað þeirra á Nuuk yfir hátíðirnar. Það var eins gott að við sáum ekki hvað flugið kostar fyrr en við vorum búin að taka þessa ákvörðun,“ segir Þóra og hlær. Óhefðbundið veður á hefðbundnum aðfangadegi Þóra segir að aðfangadagur hafi verið nokkuð hefðbundinn. „Við komum með fulla ferðatösku af jólapökkum. Það var ekki í boði að koma hingað með þrjú börn og vera ekki með jólagjafir. Þá tókum við með okkur íslenskan jólamat,“ segir hún. Þau versluðu þó líka fyrir jólin í Nuuk og segir Þóra aðspurð að verðið sé hærra en á Íslandi. Veðrið sé hins vegar búið að vera afar óhefðbundið. „Grænlendingar hafa ekki upplifað annað eins. Það var svona átta stiga hiti þegar við komum rétt fyrir jól og og því rauð jól sem er afar sjaldgæft hér. Það er þó frost í dag en engin snjókoma,“ segir Þóra. Þóra segir að svo virðist vera að omíkron- afbrigði kórónuveirunnar sé ekki komið til Grænlands. „Við vorum að fá fregnir að vinum okkar sem fengu greiningu klukkan fimm á aðfangadag og þurftu að fara beint í einangrun. Okkur finnst eiginlega eins og við höfum sloppið,“ segir hún. Sprengjuglaðir Grænlendingar Þóra segir tilhlökkun fyrir gamlárskvöldi því Grænlendingar séu jafnvel sprengjuglaðari en Íslendingar. „Hér er mikil flugeldagleði og flugeldum skotið upp klukkan 20 á gamlársdag því þá er miðnætti í Danmörku og því er að sjálfsögðu fagnað, svo aftur klukkan níu því þá er miðnætti í Færeyjum það er svona meira gert til að sýna samstöðu og svo á miðnætti hér,“ segir Þóra að lokum. Grænland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Jól Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent „Ég ætla ekki að vera föst á þessum Klausturbar“ Innlent Sigmundi vísað úr VMA eftir að hann krotaði á varning annarra flokka Innlent Fleiri fréttir Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Sjá meira
Þóra Arnórsdóttir fjölmiðlakona og fjölskylda ákváðu að fara til Nuuk á Grænlandi yfir jólin eftir að vinir þeirra auglýstu að þeir vildu skipta á íbúðum. „Þetta kveikti strax í okkur og við vorum fljót til og buðum þeim okkar íbúð í stað þeirra á Nuuk yfir hátíðirnar. Það var eins gott að við sáum ekki hvað flugið kostar fyrr en við vorum búin að taka þessa ákvörðun,“ segir Þóra og hlær. Óhefðbundið veður á hefðbundnum aðfangadegi Þóra segir að aðfangadagur hafi verið nokkuð hefðbundinn. „Við komum með fulla ferðatösku af jólapökkum. Það var ekki í boði að koma hingað með þrjú börn og vera ekki með jólagjafir. Þá tókum við með okkur íslenskan jólamat,“ segir hún. Þau versluðu þó líka fyrir jólin í Nuuk og segir Þóra aðspurð að verðið sé hærra en á Íslandi. Veðrið sé hins vegar búið að vera afar óhefðbundið. „Grænlendingar hafa ekki upplifað annað eins. Það var svona átta stiga hiti þegar við komum rétt fyrir jól og og því rauð jól sem er afar sjaldgæft hér. Það er þó frost í dag en engin snjókoma,“ segir Þóra. Þóra segir að svo virðist vera að omíkron- afbrigði kórónuveirunnar sé ekki komið til Grænlands. „Við vorum að fá fregnir að vinum okkar sem fengu greiningu klukkan fimm á aðfangadag og þurftu að fara beint í einangrun. Okkur finnst eiginlega eins og við höfum sloppið,“ segir hún. Sprengjuglaðir Grænlendingar Þóra segir tilhlökkun fyrir gamlárskvöldi því Grænlendingar séu jafnvel sprengjuglaðari en Íslendingar. „Hér er mikil flugeldagleði og flugeldum skotið upp klukkan 20 á gamlársdag því þá er miðnætti í Danmörku og því er að sjálfsögðu fagnað, svo aftur klukkan níu því þá er miðnætti í Færeyjum það er svona meira gert til að sýna samstöðu og svo á miðnætti hér,“ segir Þóra að lokum.
Grænland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Jól Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent „Ég ætla ekki að vera föst á þessum Klausturbar“ Innlent Sigmundi vísað úr VMA eftir að hann krotaði á varning annarra flokka Innlent Fleiri fréttir Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Sjá meira