Innlent

Allt að tólf stiga frost í dag

Vésteinn Örn Pétursson skrifar
Búast má við frosti víðast hvar á landinu í dag en mesti kuldinn verður á Norðausturlandi, ef marka má veðurspána.
Búast má við frosti víðast hvar á landinu í dag en mesti kuldinn verður á Norðausturlandi, ef marka má veðurspána. Vísir/Vilhelm

Í dag verður norðaustanátt á landinu, á bilinu átta til þrettán metrar á sekúndu, en hægari vindur á Norðausturlandi. Víða má búast við éljum, einkum fyrir norðan.

Þetta kemur fram á vef Veðurstofu Íslands en þar segir að búast megi við hitatölum frá frostmarki niður í tólf stiga frost á landinu í dag, þó frostlaust verði með suðurströndinni. Kaldast verður í innsveitum Norðausturlands.

„Næstu dagar verða keimlíkir, norðlægar áttir og él en bjartviðri syðra og kalt í veðri.“

Veðurhorfur á landinu næstu daga:

Á mánudag:

Norðaustan 5-13 m/s, hvassast norðvestan- og suðaustantil. Dálítil él um landi norðan- og austanvert en annars bjart með köflum. Frost 0 til 10 stig, kaldast inn til landsins.

Á þriðjudag:

Norðlæg átt, 8-15 m/s og él, en lengst af léttskýjað sunnan heiða. Frost 0 til 12 stig, kaldast í innsveitum.

Á miðvikudag:

Norðlæg átt og dálítil él, en að mestu bjart sunnanlands. Frost 2 til 14 stig, kaldast inn til landsins.

Á fimmtudag:

Norðanátt með snjókomu eða él á norðanverðu landinu, en bjartviðri syðra. Hiti breytist lítið.

Á föstudag (gamlársdagur):

Líklega norðaustlæg átt og él, en bjart sunnantil. Kalt í veðri.

Á laugardag (nýársdagur):

Útlit fyrir austlæga átt með snjókomu eða slyddu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×