Starfsmenn Save the Children týndir eftir fjöldamorð í Mjanmar Samúel Karl Ólason skrifar 26. desember 2021 09:34 Her Mjanmar er sagður hafa myrt á fjórða tug manna á aðfangadag. Tveir starfsmenn hjálparsamtakanna Save the Children eru týndir í kjölfar ódæðisins. AP/KNDF Hjálparsamtökin Save the Children eru hætt starfsemi í Mjanmar eftir að tveir starfsmenn samtakanna týndust um helgina. Það er í kjölfar meints fjöldamorðs þar sem hermenn eru sagðir hafa skotið rúmlega þrjátíu þorpsbúa til bana og brennt lík þeirra. Konur og börn voru meðal þorpsbúanna sem sögðu eru hafa verið myrt. AP fréttaveitan segir myndir af hinu meinta ódæði vera í drefingu á samfélagsmiðlum í Mjanmar en ekki hafi tekist enn að sannreyna að þær sýni í raun ódæðið. Þær eiga að hafa verið teknar í Mo So þorpi í Mjanmar í gær, jóladag, en voru framin á aðfangadag. Fólk sem hafði flúið undan átaka milli hersins, sem tók völd Mjanmar á árinu og uppreisnarmanna hafði komið saman í Mo So og voru á leið í flóttamannabúðir. Vitni sem ræddi við AP sagði fólkið hafa verið handsamað af hernum og þau myrt. Forsvarsmenn Save the Children segja tvo hjálparstarfsmenn samtakanna hafa verið viðstadda og að þeir séu enn týndir. Þá hafi verið staðfest að bíll þeirra hafi verið brenndur. Samtökin segja minnst 38 hafa verið myrta. Vitni sem Reuters ræddi við sagðist hafa séð 32 lík. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem fregnir af sambærilegum ódæðum hermanna berast frá Mjanmar, sem gengur einnig undir nafninu Búrma. Sjá einnig: Brenndu þorpsbúa lifandi í Búrma Sjálfstæðir fjölmiðlar í Mjanmar segja að hermenn hafa handtekið minnst þorpsbúa á föstudaginn. Þá hafi fjórir menn sem reyndu að fá þau leyst úr haldi verið handteknir og skotnir til bana. Dagblað í eigur herstjórnarinnar segir bardagar hafi byrjað á því að uppreisnarmenn skutu á hermenn og þeir hafi svarað með því að skjóta á grunsamlega bíla. Ríkið með tvö nöfn Mjanmar gengur í raun undir tveimur nöfnum. Það hét lengi, og er víða enn kallað, Búrma. Árið 1989, eftir að þáverandi herstjórn landsins barði niður hreyfingu mótmælenda sem vildu lýðræðisumbætur, með miklu ofbeldi, breytti herstjórnin nafni landsins í skyndi. Herinn sagði þá að Búrma væri nafn sem tengdist nýlendutíma ríkisins og skildi aðra þjóðflokka landsins útundan. Nafnið Búrma er sama nafn og stærsti þjóðflokkur landsins ber. Heiti ríkisins var ekki breytt í landinu sjálfu. Á burmnesku heitir Mjanmar enn formlega Búrma, samkvæmt samantekt PBS. Á heimsvísu var ákveðin tregða til að notast við Mjanmar en það hafði breyst á undanförnum árum, með aukinni hreyfingu í átt að lýðræði í landinu og minni áhrifum hersins. Mjanmar Hernaður Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Ekki stoltur af því að hafa verið partur af eitraðri menningu“ Innlent „Hvers konar hrokasvar er þetta?“ Innlent „Þetta er ofboðslega vond tilfinning - mjög vond“ Innlent Vinur læknisins líka með stöðu sakbornings Innlent „Eins og við séum gleymd, bara einhver skóli úti á landi“ Innlent Leita einstaklinga sem hafa lifað óvenjulengi eftir greiningu Erlent Breyting á búvörulögum hefur ekkert gildi Innlent Fjölskylda komst lífs af fyrir ótrúlega tilviljun Innlent „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ Innlent Fleiri fréttir Segist ætla að siga hernum á farand- og flóttafólk Segir Biden „hella olíu á eldinn“ Verða fyrst í heimi til að skattleggja losun frá búfénaði Stefnir í slag við samfélagsmiðla og sjónvarpsstöðvar Ferskvatnsforði jarðar ekki náð sér á strik eftir þráláta þurrka Grímuklæddir menn keyrðu niður hlið við Windsor Scholz ver símtal sitt við Pútín Leita einstaklinga sem hafa lifað óvenjulengi eftir greiningu Úkraínumönnum heimilt að beita langdrægum eldflaugum Felldu talsmann Hezbollah í miðborg Beirút Stefna lögreglu og leyniþjónustu vegna morðsins á Malcolm X Norsku skipagöngin á leið í útboðsferli Einar umfangsmestu loftárásir Rússa á orkuvinnviði Úkraínu Viss um að stríðinu muni ljúka fyrr en ella vegna kjörs Trump Tíu ungbörn létust og sextán særðust í eldsvoða á nýburadeild Rússar segja til hver annars líkt og á tímum Stalíns Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Næstu mánuðir skipta sköpum Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Þrýst á Scholz að víkja fyrir vinsælasta stjórnmálamanni landsins Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Fangelsaðar fyrir að gagnrýna forsetann og klæðaburð Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu The Onion kaupir InfoWars Vill sýna þinginu hver ræður Sprengdi sig upp fyrir utan hæstarétt Brasilíu Sjá meira
Konur og börn voru meðal þorpsbúanna sem sögðu eru hafa verið myrt. AP fréttaveitan segir myndir af hinu meinta ódæði vera í drefingu á samfélagsmiðlum í Mjanmar en ekki hafi tekist enn að sannreyna að þær sýni í raun ódæðið. Þær eiga að hafa verið teknar í Mo So þorpi í Mjanmar í gær, jóladag, en voru framin á aðfangadag. Fólk sem hafði flúið undan átaka milli hersins, sem tók völd Mjanmar á árinu og uppreisnarmanna hafði komið saman í Mo So og voru á leið í flóttamannabúðir. Vitni sem ræddi við AP sagði fólkið hafa verið handsamað af hernum og þau myrt. Forsvarsmenn Save the Children segja tvo hjálparstarfsmenn samtakanna hafa verið viðstadda og að þeir séu enn týndir. Þá hafi verið staðfest að bíll þeirra hafi verið brenndur. Samtökin segja minnst 38 hafa verið myrta. Vitni sem Reuters ræddi við sagðist hafa séð 32 lík. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem fregnir af sambærilegum ódæðum hermanna berast frá Mjanmar, sem gengur einnig undir nafninu Búrma. Sjá einnig: Brenndu þorpsbúa lifandi í Búrma Sjálfstæðir fjölmiðlar í Mjanmar segja að hermenn hafa handtekið minnst þorpsbúa á föstudaginn. Þá hafi fjórir menn sem reyndu að fá þau leyst úr haldi verið handteknir og skotnir til bana. Dagblað í eigur herstjórnarinnar segir bardagar hafi byrjað á því að uppreisnarmenn skutu á hermenn og þeir hafi svarað með því að skjóta á grunsamlega bíla. Ríkið með tvö nöfn Mjanmar gengur í raun undir tveimur nöfnum. Það hét lengi, og er víða enn kallað, Búrma. Árið 1989, eftir að þáverandi herstjórn landsins barði niður hreyfingu mótmælenda sem vildu lýðræðisumbætur, með miklu ofbeldi, breytti herstjórnin nafni landsins í skyndi. Herinn sagði þá að Búrma væri nafn sem tengdist nýlendutíma ríkisins og skildi aðra þjóðflokka landsins útundan. Nafnið Búrma er sama nafn og stærsti þjóðflokkur landsins ber. Heiti ríkisins var ekki breytt í landinu sjálfu. Á burmnesku heitir Mjanmar enn formlega Búrma, samkvæmt samantekt PBS. Á heimsvísu var ákveðin tregða til að notast við Mjanmar en það hafði breyst á undanförnum árum, með aukinni hreyfingu í átt að lýðræði í landinu og minni áhrifum hersins.
Mjanmar Hernaður Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Ekki stoltur af því að hafa verið partur af eitraðri menningu“ Innlent „Hvers konar hrokasvar er þetta?“ Innlent „Þetta er ofboðslega vond tilfinning - mjög vond“ Innlent Vinur læknisins líka með stöðu sakbornings Innlent „Eins og við séum gleymd, bara einhver skóli úti á landi“ Innlent Leita einstaklinga sem hafa lifað óvenjulengi eftir greiningu Erlent Breyting á búvörulögum hefur ekkert gildi Innlent Fjölskylda komst lífs af fyrir ótrúlega tilviljun Innlent „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ Innlent Fleiri fréttir Segist ætla að siga hernum á farand- og flóttafólk Segir Biden „hella olíu á eldinn“ Verða fyrst í heimi til að skattleggja losun frá búfénaði Stefnir í slag við samfélagsmiðla og sjónvarpsstöðvar Ferskvatnsforði jarðar ekki náð sér á strik eftir þráláta þurrka Grímuklæddir menn keyrðu niður hlið við Windsor Scholz ver símtal sitt við Pútín Leita einstaklinga sem hafa lifað óvenjulengi eftir greiningu Úkraínumönnum heimilt að beita langdrægum eldflaugum Felldu talsmann Hezbollah í miðborg Beirút Stefna lögreglu og leyniþjónustu vegna morðsins á Malcolm X Norsku skipagöngin á leið í útboðsferli Einar umfangsmestu loftárásir Rússa á orkuvinnviði Úkraínu Viss um að stríðinu muni ljúka fyrr en ella vegna kjörs Trump Tíu ungbörn létust og sextán særðust í eldsvoða á nýburadeild Rússar segja til hver annars líkt og á tímum Stalíns Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Næstu mánuðir skipta sköpum Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Þrýst á Scholz að víkja fyrir vinsælasta stjórnmálamanni landsins Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Fangelsaðar fyrir að gagnrýna forsetann og klæðaburð Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu The Onion kaupir InfoWars Vill sýna þinginu hver ræður Sprengdi sig upp fyrir utan hæstarétt Brasilíu Sjá meira