Lögregluþjónar skutu fjórtán ára stúlku til bana fyrir mistök Samúel Karl Ólason skrifar 26. desember 2021 12:50 Stúlkan var að máta kjól fyrir fimmtán ára afmæli sitt á næsta ári þegar hún varð fyrir skoti úr byssu lögregluþjóns. AP/Richard Vogel Lögregluþjónar í Los Angeles í Bandaríkjunum skutu fjórtán ára stúlku til bana fyrir mistök í síðustu viku. Stúlkan var í mátunarklefa verslunar og varð fyrir skoti sem hæfði ekki þann sem lögreglan var að skjóta á. Tilkynning hafði borist um líkamsárás í verslun í borginni á fimmtudaginn og þegar lögregluþjóna bar að garði skutu þeir 24 ára mann til bana. Fljótt kom þó í ljós að eitt skotanna sem lögregluþjónarnir skutu hafði farið í gegnum vegg og banað hinni fjórtán ára gömlu Valentinu Orellana-Peralta. Hún hafði verið í mátunarklefa verslunarinnar að leita að kjól fyrir fimmtán ára afmæli sitt en fengið byssukúluna sem fór í gegnum vegginn í brjóstið. Hún lést á staðnum. Barði konu með keðju og lás Samkvæmt frétt Washington Post hefur einn lögregluþjónn verið settur í leyfi á meðan rannsókn fer fram. til stendur að birta upptökur úr vestismyndavélum lögregluþjóna og öryggismyndavélum í dag eða á morgun. Lögregluþjónninn mun þurfa að gangast sálfræðimat og rannsókn áður en hann getur snúið aftur að störfum. Þegar tilkynningin um líkamsárásina barst var talið að sá grunaði væri vopnaður en svo reyndist ekki. Hann hafði þó verið með hengilás á keðju þegar hann réðst á konu í versluninni. Lásinn og keðjuna hafði hann víst notað til að brjóta rúðu og berja konuna. Lögreglan gagnrýnd Í frétt LA Times segir að lögreglan í Los Angeles hafi verið harðlega gagnrýnd í kjölfar atviksins og það minni mjög á það þegar lögregluþjónar skutu Melydu Corado, 27 ára, til bana fyrir mistök árið 2018. Þá var hún við vinnu í verslun og varð fyrir skoti úr byssu lögregluþjóns sem var í skotbardaga við annan mann. „Að hugsa sér, að rúm þrjú ár séu liðin frá því Mely dó, og það hafi ekkert breyst varðandi það hvernig lögreglan hegðar sér í svona atvikum. Það sýnir að enginn vilji til breytinga sé innan lögreglunnar,“ sagði Albert Corado, bróðir Melydu við LA Times. Nýjasta atvikið hefur einnig leitt til reiði í borginni varðandi það að lögreglan geri of lítið til að draga úr spennu og hefji skothríð of snemma. Eric Garcetti, borgarstjóri Los Angeles, hét því á aðfangadag að rannsókn á dauða Valentinu Orellana-Peralta verði gagnsæ. Almenningur muni fá að vita hvað kom fyrir. Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Hótaði heimilismönnum með skærum Innlent Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Erlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Fleiri fréttir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Stofnandi World Wrestling Entertainment verður menntamálaráðherra Úkraínuforseti hvetur Vesturlönd til einbeittari stuðnings Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Þúsund dagar af grimmd og eyðileggingu Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Hjálpargögnum stolið af tæplega hundrað flutningabifreiðum Sjá meira
Tilkynning hafði borist um líkamsárás í verslun í borginni á fimmtudaginn og þegar lögregluþjóna bar að garði skutu þeir 24 ára mann til bana. Fljótt kom þó í ljós að eitt skotanna sem lögregluþjónarnir skutu hafði farið í gegnum vegg og banað hinni fjórtán ára gömlu Valentinu Orellana-Peralta. Hún hafði verið í mátunarklefa verslunarinnar að leita að kjól fyrir fimmtán ára afmæli sitt en fengið byssukúluna sem fór í gegnum vegginn í brjóstið. Hún lést á staðnum. Barði konu með keðju og lás Samkvæmt frétt Washington Post hefur einn lögregluþjónn verið settur í leyfi á meðan rannsókn fer fram. til stendur að birta upptökur úr vestismyndavélum lögregluþjóna og öryggismyndavélum í dag eða á morgun. Lögregluþjónninn mun þurfa að gangast sálfræðimat og rannsókn áður en hann getur snúið aftur að störfum. Þegar tilkynningin um líkamsárásina barst var talið að sá grunaði væri vopnaður en svo reyndist ekki. Hann hafði þó verið með hengilás á keðju þegar hann réðst á konu í versluninni. Lásinn og keðjuna hafði hann víst notað til að brjóta rúðu og berja konuna. Lögreglan gagnrýnd Í frétt LA Times segir að lögreglan í Los Angeles hafi verið harðlega gagnrýnd í kjölfar atviksins og það minni mjög á það þegar lögregluþjónar skutu Melydu Corado, 27 ára, til bana fyrir mistök árið 2018. Þá var hún við vinnu í verslun og varð fyrir skoti úr byssu lögregluþjóns sem var í skotbardaga við annan mann. „Að hugsa sér, að rúm þrjú ár séu liðin frá því Mely dó, og það hafi ekkert breyst varðandi það hvernig lögreglan hegðar sér í svona atvikum. Það sýnir að enginn vilji til breytinga sé innan lögreglunnar,“ sagði Albert Corado, bróðir Melydu við LA Times. Nýjasta atvikið hefur einnig leitt til reiði í borginni varðandi það að lögreglan geri of lítið til að draga úr spennu og hefji skothríð of snemma. Eric Garcetti, borgarstjóri Los Angeles, hét því á aðfangadag að rannsókn á dauða Valentinu Orellana-Peralta verði gagnsæ. Almenningur muni fá að vita hvað kom fyrir.
Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Hótaði heimilismönnum með skærum Innlent Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Erlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Fleiri fréttir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Stofnandi World Wrestling Entertainment verður menntamálaráðherra Úkraínuforseti hvetur Vesturlönd til einbeittari stuðnings Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Þúsund dagar af grimmd og eyðileggingu Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Hjálpargögnum stolið af tæplega hundrað flutningabifreiðum Sjá meira