Líklega þriðji hver smitaður í sögulegri röð Snorri Másson skrifar 26. desember 2021 19:04 Alveg frá því í morgun hefur verið að minnsta kosti klukkustundarbið eftir sýnatöku á Suðurlandsbraut. Það er ekki hlaupið að því að opna nýjan sýnatökustað að sögn Víðis Reynissonar. Vísir Of snemmt er að draga ályktanir um að omíkron-afbrigðið muni ekki valda sjúkrahúskerfinu þungum búsifjum að sögn yfirlögregluþjóns. Veikt fólk beið úti tímum saman eftir sýnatöku á Suðurlandsbraut í dag. Enn hefur ekki komið til þeirrar holskeflu innlagna vegna Covid-19 sem almannavarnayfirvöld hafa óttast. Í Danmörku, sem almannavarnir á Íslandi líta nú til í samanburðarskyni, er innlögnum þó talsvert að fjölga. Fréttastofa leit við á Suðurlandsbraut í dag og gekk meðal annars meðfram röðinni frá upphafi til enda. Gangan tók átta mínútur: „Eins og við höfum sagt frá því að þetta fór af stað, tekur þetta tíu daga eða svo þar til við förum að sjá hvaða áhrif þetta hefur á spítalann,“ segir Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn í samtali við fréttastofu. Og háu omíkrontölurnar fóru fyrst að gera vart við sig fyrir tæpri viku, þannig að ástandið ætti að skýrast á allra næstu dögum. Tíu liggja á sjúkrahúsi, fimm á gjörgæslu - ýmist er fólkið bólusett eða ekki og með undirliggjandi sjúkdóma og ekki. „Það veit enginn hver það er sem leggst næstur inn. Þess vegna erum við í sjálfu sér að þessu,“ segir Víðir. Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn og Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.Vísir/Vilhelm „Ef þetta væri einhvern veginn þannig að við þyrftum ekki að hafa áhyggjur, værum við ekkert í þessum aðgerðum. En þær eru nauðsynlegar vegna þessa litla hluta sem veikist illa. Og við erum bara þannig samfélag að við ætlum ekki að láta einhvern vera minna virði en einhvern annan. Þannig höfum við alltaf verið, það eru allir okkar samfélagsþegnar jafn mikils virði.“ 30% sýna jákvæð Röðin í sýnatöku á Suðurlandsbraut í dag náði langt niður Ármúla þegar fréttastofa leit við á vettvangi. Fólk var misvelbúið undir langa bið í frostinu. Í þessari röð mætti ímynda sér að þriðji hver maður sé smitaður af Covid-19, enda um þriðjungur sem greinist jákvæður í PCR-prófum þessa dagana að sögn Víðis. Tæpir 500 hafa verið að greinast daglega undanfarið og talið er að þeim fjölgi enn á næstu virku dögum. Fréttastofa ræddi við fólk fremst í röðinni sem hafði beðið mun lengur en í klukkustund í kuldanum. Víðir segir verra að fólk, í sumum tilvikum veikt , sé að bíða löngum stundum úti í kuldanum. „Þetta er eitt af því sem við ætlum að skoða á morgun, hvort það sé hægt að opna fleiri stöðvar eða eitthvað slíkt. Það er snúið að vera með þetta á mörgum stöðum. Það er ekki alveg einfalt, ef það væri það værum við búin að gera það,“ segir Víðir. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Landspítalinn Tengdar fréttir Rúmlega hundrað þúsund nýsmitaðir í fyrsta sinn Yfirvöld í Frakklandi tilkynntu í dag að rúmlega hundrað þúsund Frakkar hefðu greinst smitaðir af Covid-19 þar í landi í gær. Er það í fyrsta sinn sem faraldur kórónuveirunnar nær þessum hæðum í Frakkland. 26. desember 2021 17:07 „Við getum ekki bólusett okkur út úr vandanum“ Læknirinn Jón Ívar Einarsson telur þörf á „nýrri hugsun“ í nálgun stjórnvalda á baráttuna við kórónuveiruna, og telur að samfélagið geti ekki „bólusett sig út úr vandanum.“ 26. desember 2021 14:00 Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Hótaði heimilismönnum með skærum Innlent Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Erlent Fleiri fréttir Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Sjá meira
Enn hefur ekki komið til þeirrar holskeflu innlagna vegna Covid-19 sem almannavarnayfirvöld hafa óttast. Í Danmörku, sem almannavarnir á Íslandi líta nú til í samanburðarskyni, er innlögnum þó talsvert að fjölga. Fréttastofa leit við á Suðurlandsbraut í dag og gekk meðal annars meðfram röðinni frá upphafi til enda. Gangan tók átta mínútur: „Eins og við höfum sagt frá því að þetta fór af stað, tekur þetta tíu daga eða svo þar til við förum að sjá hvaða áhrif þetta hefur á spítalann,“ segir Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn í samtali við fréttastofu. Og háu omíkrontölurnar fóru fyrst að gera vart við sig fyrir tæpri viku, þannig að ástandið ætti að skýrast á allra næstu dögum. Tíu liggja á sjúkrahúsi, fimm á gjörgæslu - ýmist er fólkið bólusett eða ekki og með undirliggjandi sjúkdóma og ekki. „Það veit enginn hver það er sem leggst næstur inn. Þess vegna erum við í sjálfu sér að þessu,“ segir Víðir. Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn og Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.Vísir/Vilhelm „Ef þetta væri einhvern veginn þannig að við þyrftum ekki að hafa áhyggjur, værum við ekkert í þessum aðgerðum. En þær eru nauðsynlegar vegna þessa litla hluta sem veikist illa. Og við erum bara þannig samfélag að við ætlum ekki að láta einhvern vera minna virði en einhvern annan. Þannig höfum við alltaf verið, það eru allir okkar samfélagsþegnar jafn mikils virði.“ 30% sýna jákvæð Röðin í sýnatöku á Suðurlandsbraut í dag náði langt niður Ármúla þegar fréttastofa leit við á vettvangi. Fólk var misvelbúið undir langa bið í frostinu. Í þessari röð mætti ímynda sér að þriðji hver maður sé smitaður af Covid-19, enda um þriðjungur sem greinist jákvæður í PCR-prófum þessa dagana að sögn Víðis. Tæpir 500 hafa verið að greinast daglega undanfarið og talið er að þeim fjölgi enn á næstu virku dögum. Fréttastofa ræddi við fólk fremst í röðinni sem hafði beðið mun lengur en í klukkustund í kuldanum. Víðir segir verra að fólk, í sumum tilvikum veikt , sé að bíða löngum stundum úti í kuldanum. „Þetta er eitt af því sem við ætlum að skoða á morgun, hvort það sé hægt að opna fleiri stöðvar eða eitthvað slíkt. Það er snúið að vera með þetta á mörgum stöðum. Það er ekki alveg einfalt, ef það væri það værum við búin að gera það,“ segir Víðir.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Landspítalinn Tengdar fréttir Rúmlega hundrað þúsund nýsmitaðir í fyrsta sinn Yfirvöld í Frakklandi tilkynntu í dag að rúmlega hundrað þúsund Frakkar hefðu greinst smitaðir af Covid-19 þar í landi í gær. Er það í fyrsta sinn sem faraldur kórónuveirunnar nær þessum hæðum í Frakkland. 26. desember 2021 17:07 „Við getum ekki bólusett okkur út úr vandanum“ Læknirinn Jón Ívar Einarsson telur þörf á „nýrri hugsun“ í nálgun stjórnvalda á baráttuna við kórónuveiruna, og telur að samfélagið geti ekki „bólusett sig út úr vandanum.“ 26. desember 2021 14:00 Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Hótaði heimilismönnum með skærum Innlent Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Erlent Fleiri fréttir Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Sjá meira
Rúmlega hundrað þúsund nýsmitaðir í fyrsta sinn Yfirvöld í Frakklandi tilkynntu í dag að rúmlega hundrað þúsund Frakkar hefðu greinst smitaðir af Covid-19 þar í landi í gær. Er það í fyrsta sinn sem faraldur kórónuveirunnar nær þessum hæðum í Frakkland. 26. desember 2021 17:07
„Við getum ekki bólusett okkur út úr vandanum“ Læknirinn Jón Ívar Einarsson telur þörf á „nýrri hugsun“ í nálgun stjórnvalda á baráttuna við kórónuveiruna, og telur að samfélagið geti ekki „bólusett sig út úr vandanum.“ 26. desember 2021 14:00