Húrra! Löggu- og bófaleikur um jólin Haukur V. Alfreðsson skrifar 27. desember 2021 07:00 Við Íslendingar duttum heldur betur í lukkupottinn í desember, við fengum nefnilega alveg óvænt upp í hendurnar mikinn feng. Fulla tösku af jurtum. Við ætlum vissulega að farga öllum jurtunum en þó ekki án þess að eyða fyrst peningum í það að greina jurtirnar. Svo ætlum við að freista þess að fangelsa eigenda jurtanna, eða að minnsta kosti sendilinn, sem er kona á fertugsaldri. Ég reikna fastlega með að við munum öll getað andað léttar og sofið betur eftir að hún verður komin á bak við lás og slá. Hér að ofan er ég að gera grín að þessari frétt, þar sem fjallað er um að kona hafi verið tekin með 15 kíló af maríhúana á Keflavíkurflugvelli, en önnur 15 kíló náðust svo viku síðar (þó án handtöku, árans!). Þá er þess getið að söluvirði jurtanna sé um 90 milljónir króna og þetta magn (30kg) sé langleiðina í það sem yfirvöld ná að haldleggja á heilu ári. En hverju er þetta raunverulega að skila okkur? Í skýrslu Ríkislögreglustjóra frá 2019 er umfang fíkniefnaviðskipta og mannsals á Íslandi metið um 10 milljarðar króna á ári. Framangreind haldlagning er því ekki nema dropi í hafi og hefur engin raunveruleg áhrif á fíkniefnaviðskipta á Íslandi. 90 milljón króna sala (með vsk) úr búð skilar rúmlega 17 milljónum í virðisaukaskatt. Svo með því að hafa sölu á þessu maríhúana ólöleglega missum við af þessum 17 milljónum, sem gæti t.d. dugað fyrir sirka tveim hjúkrunarfræðingum í ár, auk allra annarra tengdra skattgreiðslna. Í staðin fyrir að fá inn pening þá borgum við fyrir fíkniefnalögreglu, harðara landamæraeftirlit og nú fljótlega fæði og húsnæði fyrir unga konu. Það segir sig svo sjálft að skattheimtan sem við erum að missa af og kostnaðurinn sem við erum að borga fyrir allt kerfið, þennan tíu milljarða iðnað, er mun meiri. Hjálpum öðrum að halda sér öruggum og við góða heilsu Öll viljum við halda okkur og öðrum, sér í lagi ungu fólki, öruggu. En strax á þessari örstuttu greiningu sést að þessi haldlagning kostar okkur talsverðan pening en skiptir í raun engu máli fyrir undirheimana á Íslandi. Fyrir rétt um ári skrifaði ég ítarlegri grein þar sem ég fór yfir þann kostnað og þjáningar sem við leggjum á okkur til þess að halda við vonlausu stríði, stríði sem tapaðist í raun á seinustu öld og eiginlega áður en ég fæddist. Það er mikilvægt að við áttum okkur á því að það eru til mun áhrifaríkari leiðir en að berjast með hörðu við vímuefni. Við berjumst við hættulegan ofsaakstur með fræðslu. Við berjumst við reykingar ungmenna með fræðslu. Við berjumst við flest allt hættulegt með fræðslu. Og það virkar. Afhverju ætti það ekki að virka með eiturlyf? Og væri ekki gott að fá fjármuni frá þessum svarta markaði til þess að eiga fyrir fræðslunni, til þess að eiga fyrir úrræðum fyrir þá sem leiðast í eiturlyf, til þess að eiga fyrir öðru sem er ábótavant í okkar samfélagi. Væri ekki gott ef svarti markaðurinn væri nánast þurrkaður út þar sem engin væri varan til að versla með? Væri ekki gott að vera laus við handrukkara og hættulega framleidd efni? Við vitum að markaðurinn er til og að hann er bara að stækka. Vilt þú ekki frekar að efnin geti verið keypt á öruggari máta með leiðbeiningum og gæða vottuðu framleiðsluferli? Eða nær góðmennskan kannski bara til harðra aðgerða en ekki til þeirra sem raunverulega bjarga mannslífum og hjálpa fólki aftur út í samfélagið? Að ónefndu frelsi einstaklingsins til þess að lifa því lífi sem honum hentar, óháð hvað þér þykir um það. Fíkniefni og stjórnmál Núverandi löggu- og bófaleikur snýst ekki um neitt annað en að halda uppi ákveðinni ímynd í stjórnmálum. Ímynd sem á að sýna að viðkomandi tekur hart á málunum, hann tekur fíkniefnaógnina alvarlega og heldur unga fólkinu öruggu. Það sjá þó allir sem það vilja að þetta er farsi. Þetta er eingöngu tilraun til þess að krækja í atkvæði, enda sýna öll gögn að þessi aðferð hefur engu skilað nema að fangelsa fólk, skapa svartan markað sem kostað hefur hundruði þúsunda manna um allan heim lífið í blóðugum átökum, og neyta þjóðum um skattpeninga og þar með raunveruleg úrræði sem hjálpa. Er ekki kominn tími til þess að þora að horfast í augu við raunveruleikann og fara að hjálpa fólki og okkur sjálfum? Höfundur er viðskiptafræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Haukur V. Alfreðsson Mest lesið Norska leiðin hefur gefist vel – í Póllandi Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson Skoðun Af hverju hræðist fólk kynjafræði? Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Opið hús fyrir útvalda Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Auðbeldi SFS Örn Bárður Jónsson Skoðun Af hverju er Framsóknarfólk hamingjusamast? Árelía Eydís Guðmundsdóttir Skoðun Skjárinn og börnin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun Hvers vegna er ungbarnadauði lægstur á Íslandi? Þórður Þórkelsson Skoðun Hópnauðganir/svartheimar! Davíð Bergmann Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson Skoðun Skoðun Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson skrifar Skoðun Lausnin liggur fyrir – Landspítali þarf að stíga skrefið Sandra B. Franks skrifar Skoðun Auðbeldi SFS Örn Bárður Jónsson skrifar Skoðun Skjárinn og börnin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun „Er stjúpmamma þín vond eins og í Öskubusku?“ Hafdís Bára Ólafsdóttir skrifar Skoðun Af hverju er Framsóknarfólk hamingjusamast? Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Norska leiðin hefur gefist vel – í Póllandi Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Opið hús fyrir útvalda Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Af hverju hræðist fólk kynjafræði? Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Hópnauðganir/svartheimar! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Valdið og samvinnuhugsjónin Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun NPA breytti lífinu mínu Sveinbjörn Eggertsson skrifar Skoðun Hefur þú tilkynnt um ofbeldi gegn barni? Alfa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Gildi kærleika og mannúðar Toshiki Toma skrifar Skoðun Hvernig tryggjum við samkeppnishæfni þjóðar? Jón Skafti Gestsson skrifar Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Flottu kjötauglýsingarnar í blöðunum... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Grafarvogsgremjan Þorlákur Axel Jónsson skrifar Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Fjármögnuðu stríðsvél Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugleiðingar á páskum Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Móttaka skemmtiferðaskipa - hlustað á íbúa Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Sjá meira
Við Íslendingar duttum heldur betur í lukkupottinn í desember, við fengum nefnilega alveg óvænt upp í hendurnar mikinn feng. Fulla tösku af jurtum. Við ætlum vissulega að farga öllum jurtunum en þó ekki án þess að eyða fyrst peningum í það að greina jurtirnar. Svo ætlum við að freista þess að fangelsa eigenda jurtanna, eða að minnsta kosti sendilinn, sem er kona á fertugsaldri. Ég reikna fastlega með að við munum öll getað andað léttar og sofið betur eftir að hún verður komin á bak við lás og slá. Hér að ofan er ég að gera grín að þessari frétt, þar sem fjallað er um að kona hafi verið tekin með 15 kíló af maríhúana á Keflavíkurflugvelli, en önnur 15 kíló náðust svo viku síðar (þó án handtöku, árans!). Þá er þess getið að söluvirði jurtanna sé um 90 milljónir króna og þetta magn (30kg) sé langleiðina í það sem yfirvöld ná að haldleggja á heilu ári. En hverju er þetta raunverulega að skila okkur? Í skýrslu Ríkislögreglustjóra frá 2019 er umfang fíkniefnaviðskipta og mannsals á Íslandi metið um 10 milljarðar króna á ári. Framangreind haldlagning er því ekki nema dropi í hafi og hefur engin raunveruleg áhrif á fíkniefnaviðskipta á Íslandi. 90 milljón króna sala (með vsk) úr búð skilar rúmlega 17 milljónum í virðisaukaskatt. Svo með því að hafa sölu á þessu maríhúana ólöleglega missum við af þessum 17 milljónum, sem gæti t.d. dugað fyrir sirka tveim hjúkrunarfræðingum í ár, auk allra annarra tengdra skattgreiðslna. Í staðin fyrir að fá inn pening þá borgum við fyrir fíkniefnalögreglu, harðara landamæraeftirlit og nú fljótlega fæði og húsnæði fyrir unga konu. Það segir sig svo sjálft að skattheimtan sem við erum að missa af og kostnaðurinn sem við erum að borga fyrir allt kerfið, þennan tíu milljarða iðnað, er mun meiri. Hjálpum öðrum að halda sér öruggum og við góða heilsu Öll viljum við halda okkur og öðrum, sér í lagi ungu fólki, öruggu. En strax á þessari örstuttu greiningu sést að þessi haldlagning kostar okkur talsverðan pening en skiptir í raun engu máli fyrir undirheimana á Íslandi. Fyrir rétt um ári skrifaði ég ítarlegri grein þar sem ég fór yfir þann kostnað og þjáningar sem við leggjum á okkur til þess að halda við vonlausu stríði, stríði sem tapaðist í raun á seinustu öld og eiginlega áður en ég fæddist. Það er mikilvægt að við áttum okkur á því að það eru til mun áhrifaríkari leiðir en að berjast með hörðu við vímuefni. Við berjumst við hættulegan ofsaakstur með fræðslu. Við berjumst við reykingar ungmenna með fræðslu. Við berjumst við flest allt hættulegt með fræðslu. Og það virkar. Afhverju ætti það ekki að virka með eiturlyf? Og væri ekki gott að fá fjármuni frá þessum svarta markaði til þess að eiga fyrir fræðslunni, til þess að eiga fyrir úrræðum fyrir þá sem leiðast í eiturlyf, til þess að eiga fyrir öðru sem er ábótavant í okkar samfélagi. Væri ekki gott ef svarti markaðurinn væri nánast þurrkaður út þar sem engin væri varan til að versla með? Væri ekki gott að vera laus við handrukkara og hættulega framleidd efni? Við vitum að markaðurinn er til og að hann er bara að stækka. Vilt þú ekki frekar að efnin geti verið keypt á öruggari máta með leiðbeiningum og gæða vottuðu framleiðsluferli? Eða nær góðmennskan kannski bara til harðra aðgerða en ekki til þeirra sem raunverulega bjarga mannslífum og hjálpa fólki aftur út í samfélagið? Að ónefndu frelsi einstaklingsins til þess að lifa því lífi sem honum hentar, óháð hvað þér þykir um það. Fíkniefni og stjórnmál Núverandi löggu- og bófaleikur snýst ekki um neitt annað en að halda uppi ákveðinni ímynd í stjórnmálum. Ímynd sem á að sýna að viðkomandi tekur hart á málunum, hann tekur fíkniefnaógnina alvarlega og heldur unga fólkinu öruggu. Það sjá þó allir sem það vilja að þetta er farsi. Þetta er eingöngu tilraun til þess að krækja í atkvæði, enda sýna öll gögn að þessi aðferð hefur engu skilað nema að fangelsa fólk, skapa svartan markað sem kostað hefur hundruði þúsunda manna um allan heim lífið í blóðugum átökum, og neyta þjóðum um skattpeninga og þar með raunveruleg úrræði sem hjálpa. Er ekki kominn tími til þess að þora að horfast í augu við raunveruleikann og fara að hjálpa fólki og okkur sjálfum? Höfundur er viðskiptafræðingur.
Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson Skoðun
Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar
Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar
Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar
Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson Skoðun