„Mér sýnist að jafnvel fleiri hafi greinst í gær“ Atli Ísleifsson skrifar 27. desember 2021 08:18 Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir tvöföldunarhraða ómíkronafbrigðisins vera um tveir dagar, sem er mun hraðari útbreiðsla en sést hefur til þessa. Vísir/Vilhelm Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir enn hafi greinst fjöldi fólks með kórónuveiruna innanlands í gær, á öðrum degi jóla. Síðustu daga hafi tæplega fimm hunduð manns greinst með veiruna á dag. „Mér sýnist að jafnvel fleiri hafi greinst í gær, svona fljótt á litið,“ segir Þórólfur. Þetta sagði Þórólfur í viðtali í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Hann segir að mikill fjöldi fólks hafi farið í sýnatöku síðustu daga og að einungis um þrjátíu prósent þeirra sem hafi greinst hafi verið í sóttkví. Má því ljóst vera að veiran sé komin mjög víða í samfélaginu. Aðspurður um hvort að ómíkronafbrigðið sé komið og að „valta yfir þjóðina á sviðpstundu“ segir Þórólfur að svo virðist vera. „Það er bara þannig enda hefur það sýnt sig í útreikningum hjá okkur og Íslenskri erfðagreiningu á greiningu smita að tvöföldunarhraðinn er bara um tveir dagar. Það er miklu hraðari útbreiðsla en við sáum með delta.“ Hlusta má á viðtalið í heild sinni í spilaranum að neðan. Hvað segir þú um hugmyndir um að ómíkronafgbrigðið geti leitt til þessa margumtalaða hjarðónæmis sem við höfum alltaf verið að horfa til og vonast eftir að komi upp hér? „Jújú, við höfum alltaf verið að tala um það, og ég hef talað um það frá byrjun, að það séu bara þrjár leiðir til að fá þetta hjarðónæmi. Við losnum ekki við veiruna nema með hjarðónæmi. Það gerist annað hvort með náttúrulegri sýkingu. Það getur gerst með bólusetningu, en núverandi bóluefni sem við erum með virðist ekki alveg duga í það. Svo getur það gerst með sambland af þessu tvennu. Ef flestir eru bólusettir til að koma í veg fyrir alvarlegar afleiðingar af veikinni, þá getum við miklu frekar látið veikina, pestina, ganga yfir án þess að fá alvarlegar afleiðingar. Það er það sem málið snýst um, að fá ekki of marga alvarlega veika á sama tíma að heilbrigðiskerfið okkar ráði ekki við það,“ segir sóttvarnalæknir. Þyrfti að endurskipuleggja spítalakerfið Þórólfur segir að svo virðist sem að færri verði alvarlega veikir og þurfi á sjúkrahúsinnlögn að halda vegna ómíkronafbrigðisins, samanborið fyrir fyrri afbrigði. Það eigi þó eftir að koma almennileg reynsla á það hjá okkur Íslendingum. Sé litið til Danmerkur og annarra Norðurlanda virðist sem tæplega eitt prósent þeirra sem sýkjast þurfi að leggjast inn. „Nú getið þið reiknað: Hvað er eitt prósent af sex hundruð tilfellum? Það eru sex manns, tæplega, kannski fjögur, fimm, sex manns á dag. Ef það gerist í lengri tíma þarf aldeilis að endurskipuleggja spítalakerfið myndi ég halda,“ segir Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bítið Tengdar fréttir Rúmlega hundrað þúsund nýsmitaðir í fyrsta sinn Yfirvöld í Frakklandi tilkynntu í dag að rúmlega hundrað þúsund Frakkar hefðu greinst smitaðir af Covid-19 þar í landi í gær. Er það í fyrsta sinn sem faraldur kórónuveirunnar nær þessum hæðum í Frakkland. 26. desember 2021 17:07 Ómíkron sett þúsundir flugferða í uppnám um jólin Flugfélög víða um heim hafa aflýst flugferðum um jólin, með tilheyrandi uppnámi fyrir ferðamenn yfir hátíðarnar. Yfir 1.500 flugferðum milli landa hefur verið aflýst í dag. 26. desember 2021 11:37 Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Innlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Erlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Fleiri fréttir „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar Sjá meira
Þetta sagði Þórólfur í viðtali í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Hann segir að mikill fjöldi fólks hafi farið í sýnatöku síðustu daga og að einungis um þrjátíu prósent þeirra sem hafi greinst hafi verið í sóttkví. Má því ljóst vera að veiran sé komin mjög víða í samfélaginu. Aðspurður um hvort að ómíkronafbrigðið sé komið og að „valta yfir þjóðina á sviðpstundu“ segir Þórólfur að svo virðist vera. „Það er bara þannig enda hefur það sýnt sig í útreikningum hjá okkur og Íslenskri erfðagreiningu á greiningu smita að tvöföldunarhraðinn er bara um tveir dagar. Það er miklu hraðari útbreiðsla en við sáum með delta.“ Hlusta má á viðtalið í heild sinni í spilaranum að neðan. Hvað segir þú um hugmyndir um að ómíkronafgbrigðið geti leitt til þessa margumtalaða hjarðónæmis sem við höfum alltaf verið að horfa til og vonast eftir að komi upp hér? „Jújú, við höfum alltaf verið að tala um það, og ég hef talað um það frá byrjun, að það séu bara þrjár leiðir til að fá þetta hjarðónæmi. Við losnum ekki við veiruna nema með hjarðónæmi. Það gerist annað hvort með náttúrulegri sýkingu. Það getur gerst með bólusetningu, en núverandi bóluefni sem við erum með virðist ekki alveg duga í það. Svo getur það gerst með sambland af þessu tvennu. Ef flestir eru bólusettir til að koma í veg fyrir alvarlegar afleiðingar af veikinni, þá getum við miklu frekar látið veikina, pestina, ganga yfir án þess að fá alvarlegar afleiðingar. Það er það sem málið snýst um, að fá ekki of marga alvarlega veika á sama tíma að heilbrigðiskerfið okkar ráði ekki við það,“ segir sóttvarnalæknir. Þyrfti að endurskipuleggja spítalakerfið Þórólfur segir að svo virðist sem að færri verði alvarlega veikir og þurfi á sjúkrahúsinnlögn að halda vegna ómíkronafbrigðisins, samanborið fyrir fyrri afbrigði. Það eigi þó eftir að koma almennileg reynsla á það hjá okkur Íslendingum. Sé litið til Danmerkur og annarra Norðurlanda virðist sem tæplega eitt prósent þeirra sem sýkjast þurfi að leggjast inn. „Nú getið þið reiknað: Hvað er eitt prósent af sex hundruð tilfellum? Það eru sex manns, tæplega, kannski fjögur, fimm, sex manns á dag. Ef það gerist í lengri tíma þarf aldeilis að endurskipuleggja spítalakerfið myndi ég halda,“ segir Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bítið Tengdar fréttir Rúmlega hundrað þúsund nýsmitaðir í fyrsta sinn Yfirvöld í Frakklandi tilkynntu í dag að rúmlega hundrað þúsund Frakkar hefðu greinst smitaðir af Covid-19 þar í landi í gær. Er það í fyrsta sinn sem faraldur kórónuveirunnar nær þessum hæðum í Frakkland. 26. desember 2021 17:07 Ómíkron sett þúsundir flugferða í uppnám um jólin Flugfélög víða um heim hafa aflýst flugferðum um jólin, með tilheyrandi uppnámi fyrir ferðamenn yfir hátíðarnar. Yfir 1.500 flugferðum milli landa hefur verið aflýst í dag. 26. desember 2021 11:37 Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Innlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Erlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Fleiri fréttir „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar Sjá meira
Rúmlega hundrað þúsund nýsmitaðir í fyrsta sinn Yfirvöld í Frakklandi tilkynntu í dag að rúmlega hundrað þúsund Frakkar hefðu greinst smitaðir af Covid-19 þar í landi í gær. Er það í fyrsta sinn sem faraldur kórónuveirunnar nær þessum hæðum í Frakkland. 26. desember 2021 17:07
Ómíkron sett þúsundir flugferða í uppnám um jólin Flugfélög víða um heim hafa aflýst flugferðum um jólin, með tilheyrandi uppnámi fyrir ferðamenn yfir hátíðarnar. Yfir 1.500 flugferðum milli landa hefur verið aflýst í dag. 26. desember 2021 11:37