Segja má að HM í pílu og Subway-deild karla í körfubolta eigi hug okkar allan í dag.
Stöð 2 Sport
Klukkan 18.05 er nágrannaslagur Stjörnunnar og Breiðabliks í Subway-deild karla á dagskrá. Klukkan 20.00 er komið að leik ÍR og Vestra í Breiðholtinu.
Klukkan 22.00 er svo komið að Körfuboltakvöldi.
Stöð 2 Sport 3
Klukkan 12.30 hefst fyrri útsending dagsins frá HM í pílu sem fram fer í Lundúnum í Englandi. Klukkan 19.00 hefst síðari útsending dagsins.
Stöð 2 E-Sport
Klukkan 21.00 er Queens á dagskrá.