Telur Kári Stefánsson ráðherra undirskriftarhandbendi embættismanna? Ole Anton Bieltvedt skrifar 27. desember 2021 19:00 Það, sem frá Kára Stefánssyni kemur inn í umræðu deigluna, er margt nokkuð gott; sæmilega eða vel skynsamlegt, enda maðurinn auðvitað óvitlaus. Inn á milli koma svo upphlaup, sem eru með öllu óskiljanleg fyrir undirrituðum, hálfgerð skammhlaup í góðum manni; virðist þar nánast annar Kári vaða fram. Í Fréttablaðinu í dag skammar Kári nýjan heilbrigðisráðherra, Willum Þór, fyrir að hafa gert mistök með því, að heimila ákveðnar undanþágur frá nýjum fjöldatakmörkunum í einn dag, 23. desember. Þetta var einfaldlega framlenging á gömlu reglunum um einn einasta dag. Bezt hefði reyndar verið, ef hún hefði náð til allra. Þessar undanþágur komu auðvitað ekki bara veitingamönnum og tónlistarhöldurum, heldur öllum almennimgi, sem vildi gjarnan fá að njóta sinna Þorrláksmessuhefða, til góða. Jók hátíðargleði margs góðs mannsins. Kári stendur engu að síður á sinni skoðun, að Willum hafi gert mikil mistök með þessari eins dags framlengingu á þeim fjöldatakmörkunum, sem höfðu verið í gildi, og, ekki nóg með það, heldur heimtar Kári, að Willum viðurkenni mistökin. Orðstír ríkisstjórnarinnar sé undir. (Hvaða orðstír mætti nú spyrja?). Önnur eins þvæla! Við úttekt eða mat á gjörningi eða málefni, verður auðvitað að meta jákvætt á móti neikvæðu og álykta skv. því. Mitt mat er, að nýr ráðherra hafi einmitt gert það, og, það með málefnalegum og sanngjörnum hætti; með meðalhóf að leiðarljósi. (Hvort Kári kann skil á því orði og merkingu þess er önnur saga). Annað mál er, að hugmyndir Kára um það, að ráðherrar séu, eða eigi að vera, handbendi embættismanna, beri að þóknast þeim í einu og öllu, bukta sig og beygja og skrifa undir ef embættismenn veifa fingri, er fyrir undirrituðum fásinna. Ráðherrar eiga auðvitað að ráðfæra sig við sína sérfræðinga og embættismenn, en svo að taka sjálfstæðar ákvarðanir, út frá beztri eigin greiningu og mati, sem þeir verða svo að bera ábyrgð á. Ekkert liggur fyrir um það, að ákvörðun Willums hafi leitt til fleiri smita eða meiri veikinda, og, jafnvel þó að svo væri, hversu margra, og, hvaða vægi hefðu þau saman borið við „frjálst og gleðilegt Þorláksmessuhald“ þúsunda manna!? Í Þýzkalandi var svipuð staða með Ómikron og kvíða um alvarleg veikindi og innlagnir fyrir jól. Þar var hins vegar ákveðið, að herðing takmarkana yrði látin bíða til 28. desember. Stefnt var, sem sagt, á, að undirbúningur jóla og svo umhverfi jóla - fyrir fjölskyldur og fyrirtæki, fólkið í landinu - gætu verið sem mest í anda gamalla og góðra siða og hefða. Ýmis gildi mannlífsins þyrfti að taka með í reikninginn. Ekki bara COVID. Annað mál er það, að fyrir undirrituðum er þetta endalausa smitstagl að verða eins og þula fáránleikans. Sandkassaleikur. Það hefur auðvitað ekkert gildi í sjálfu sér, hversu mörg smit eru í gangi, heldur einvörðungu, hversu margir veikjast. Það eru aðeins veikir menn, sem þurfa á innlögn að halda og valda álagi á spítölum. Kári þykist vita, að 0.7% þeirra, sem smitast af Ómikron, þurfi á spítalavist að halda. Hvernig getur hann vitað það!? Það veit það enginn enn. Hann segir samt, „ef það er rétt“, svona til að firra sig ábyrgð sem vísindamaður, en talar svo og hagar sér, eins og þetta sé meitlað í stein. Það er einum of mikið salt í þessum hafragraut. Höfundur er alþjóðlegur kaupsýslumaður og stjórnamálarýnir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ole Anton Bieltvedt Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Hlíðarendi – hverfið mitt Freyr Snorrason Skoðun Lukka Sjálfstæðisflokksins Inga María Hlíðar Thorsteinson Skoðun Jens er rétti maðurinn í brúna! Anton Berg Sævarsson Skoðun Stuðningur fyrir börn í vanda getur verið lífsbjörg Stefán Guðbrandsson Skoðun Má skera börn? Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Hver er betri sem formaður Sjálfstæðisflokksins? Þórir Garðarsson Skoðun Alþjóðaflugvöllurinn á Akureyri: Hvar er Icelandair? Birgir Orri Ásgrímsson Skoðun Strandveiðar – nýliðun hægri vinstri Steindór Ingi Kjellberg Skoðun Framtíð löggæslu fínpússuð í tilraunastofunni Gaza Kristján Þór Sigurðsson Skoðun Reykurinn sást löngu fyrir brunann! Davíð Bergmann Skoðun Skoðun Skoðun Herleysið er okkar vörn Dr. Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir skrifar Skoðun Raddir, kyn og kassar Linda Björk Markúsardóttir skrifar Skoðun Færni á vinnumarkaði – ný námsleið fyrir fólk með þroskahömlun Helga Gísladóttir skrifar Skoðun Framtíðarfyrirkomulag biðlauna formanns VR Ólafur Reimar Gunnarsson skrifar Skoðun Sannanir í dómsmáli? Rithandarrannsóknir, fyrri grein Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Rödd friðar á móti sterkum her Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson skrifar Skoðun Alþjóðaflugvöllurinn á Akureyri: Hvar er Icelandair? Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Tollflokkun rifins osts: Rangfærslur og staðreyndir Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Framtíð löggæslu fínpússuð í tilraunastofunni Gaza Kristján Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Wybory/Election/Kosningar Mateusz Gabríel K. Róbertsson skrifar Skoðun Hver er betri sem formaður Sjálfstæðisflokksins? Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Hlíðarendi – hverfið mitt Freyr Snorrason skrifar Skoðun Rétturinn til að hafa réttindi Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Chamberlain eða Churchill leiðin? Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Magnús Karl sem næsta rektor Háskóla Íslands Sólveig Ásta Sigurðardóttir,Stefanía Benónísdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisyfirvöld með í samtali um hugvíkkandi meðferðir Sara María Júlíudóttir skrifar Skoðun Flug er almenningsssamgöngur Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Barátta fyrir mannréttindum aldrei verið mikilvægari Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Löggjafinn brýtur á skólabörnum (grein 1) Valdís Ingibjörg Jónsdóttir skrifar Skoðun Strandveiðar – nýliðun hægri vinstri Steindór Ingi Kjellberg skrifar Skoðun Reykurinn sást löngu fyrir brunann! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Angist og krabbamein Auður E. Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Jens er rétti maðurinn í brúna! Anton Berg Sævarsson skrifar Skoðun Stuðningur fyrir börn í vanda getur verið lífsbjörg Stefán Guðbrandsson skrifar Skoðun Lukka Sjálfstæðisflokksins Inga María Hlíðar Thorsteinson skrifar Skoðun Silja Bára, öruggur og faglegur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Margrét Gíslínudóttir skrifar Skoðun Má skera börn? Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Aðför að menntakerfinu Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Er íslenska þjóðin að eldast? Þorsteinn Þorsteinsson skrifar Sjá meira
Það, sem frá Kára Stefánssyni kemur inn í umræðu deigluna, er margt nokkuð gott; sæmilega eða vel skynsamlegt, enda maðurinn auðvitað óvitlaus. Inn á milli koma svo upphlaup, sem eru með öllu óskiljanleg fyrir undirrituðum, hálfgerð skammhlaup í góðum manni; virðist þar nánast annar Kári vaða fram. Í Fréttablaðinu í dag skammar Kári nýjan heilbrigðisráðherra, Willum Þór, fyrir að hafa gert mistök með því, að heimila ákveðnar undanþágur frá nýjum fjöldatakmörkunum í einn dag, 23. desember. Þetta var einfaldlega framlenging á gömlu reglunum um einn einasta dag. Bezt hefði reyndar verið, ef hún hefði náð til allra. Þessar undanþágur komu auðvitað ekki bara veitingamönnum og tónlistarhöldurum, heldur öllum almennimgi, sem vildi gjarnan fá að njóta sinna Þorrláksmessuhefða, til góða. Jók hátíðargleði margs góðs mannsins. Kári stendur engu að síður á sinni skoðun, að Willum hafi gert mikil mistök með þessari eins dags framlengingu á þeim fjöldatakmörkunum, sem höfðu verið í gildi, og, ekki nóg með það, heldur heimtar Kári, að Willum viðurkenni mistökin. Orðstír ríkisstjórnarinnar sé undir. (Hvaða orðstír mætti nú spyrja?). Önnur eins þvæla! Við úttekt eða mat á gjörningi eða málefni, verður auðvitað að meta jákvætt á móti neikvæðu og álykta skv. því. Mitt mat er, að nýr ráðherra hafi einmitt gert það, og, það með málefnalegum og sanngjörnum hætti; með meðalhóf að leiðarljósi. (Hvort Kári kann skil á því orði og merkingu þess er önnur saga). Annað mál er, að hugmyndir Kára um það, að ráðherrar séu, eða eigi að vera, handbendi embættismanna, beri að þóknast þeim í einu og öllu, bukta sig og beygja og skrifa undir ef embættismenn veifa fingri, er fyrir undirrituðum fásinna. Ráðherrar eiga auðvitað að ráðfæra sig við sína sérfræðinga og embættismenn, en svo að taka sjálfstæðar ákvarðanir, út frá beztri eigin greiningu og mati, sem þeir verða svo að bera ábyrgð á. Ekkert liggur fyrir um það, að ákvörðun Willums hafi leitt til fleiri smita eða meiri veikinda, og, jafnvel þó að svo væri, hversu margra, og, hvaða vægi hefðu þau saman borið við „frjálst og gleðilegt Þorláksmessuhald“ þúsunda manna!? Í Þýzkalandi var svipuð staða með Ómikron og kvíða um alvarleg veikindi og innlagnir fyrir jól. Þar var hins vegar ákveðið, að herðing takmarkana yrði látin bíða til 28. desember. Stefnt var, sem sagt, á, að undirbúningur jóla og svo umhverfi jóla - fyrir fjölskyldur og fyrirtæki, fólkið í landinu - gætu verið sem mest í anda gamalla og góðra siða og hefða. Ýmis gildi mannlífsins þyrfti að taka með í reikninginn. Ekki bara COVID. Annað mál er það, að fyrir undirrituðum er þetta endalausa smitstagl að verða eins og þula fáránleikans. Sandkassaleikur. Það hefur auðvitað ekkert gildi í sjálfu sér, hversu mörg smit eru í gangi, heldur einvörðungu, hversu margir veikjast. Það eru aðeins veikir menn, sem þurfa á innlögn að halda og valda álagi á spítölum. Kári þykist vita, að 0.7% þeirra, sem smitast af Ómikron, þurfi á spítalavist að halda. Hvernig getur hann vitað það!? Það veit það enginn enn. Hann segir samt, „ef það er rétt“, svona til að firra sig ábyrgð sem vísindamaður, en talar svo og hagar sér, eins og þetta sé meitlað í stein. Það er einum of mikið salt í þessum hafragraut. Höfundur er alþjóðlegur kaupsýslumaður og stjórnamálarýnir.
Skoðun Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson skrifar
Skoðun Magnús Karl sem næsta rektor Háskóla Íslands Sólveig Ásta Sigurðardóttir,Stefanía Benónísdóttir skrifar
Skoðun Heilbrigðisyfirvöld með í samtali um hugvíkkandi meðferðir Sara María Júlíudóttir skrifar
Skoðun Barátta fyrir mannréttindum aldrei verið mikilvægari Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Silja Bára, öruggur og faglegur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Margrét Gíslínudóttir skrifar