Erlent

Kvarta eftir að hafa þurft að færa geim­stöðina vegna gervi­hnatta Musk

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Kínverjar eru ekki sáttir við Elon Musk.
Kínverjar eru ekki sáttir við Elon Musk. Britta Pedersen-Pool/Getty Images

Yfirvöld í Kína hafa kvartað til Sameinuðu þjóðanna eftir að gervihnettir á vegum SpaceX, geimfyrirtækis auðkýfingsins Elon Musk, voru nærri því að að klessa á kínversku geimstöðina á árinu.

Í kvörtuninni kemur fram að í tvígang hafi þurft að beita sérstökum árekstrarvara til þess að færa geimstöðina úr stað til að koma í veg fyrir að Starlink-gervihnettir SpaceX og geimstöðin rækust saman í geimnum.

Tilkynningin um kvörtunina var send til nefndar Sameinuðu þjóðanna um friðsamlega nýtingu geimsins, sem heldur utan um samning þess efnis.

Kína óskar eftir því að aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna komi þessari tilkynningu til allra aðildarþjóða geimsamningsins, segir í kvörtun Kínverja.

SpaceX hefur skotið á loft um 1.600 gervihnöttum vegna Starlink-verkefnisins og hefur fengið leyfi yfirvalda í Bandaríkjunum til að skjóta upp tólf þúsund í viðbót. Markmiðið er að dreifa nettengingu um allan heiminn.


Tengdar fréttir

Ruslahaugur á sporbraut: Hættan á stórslysi eykst sífellt

Spútnik, fyrsta gervihnetti jarðarbúa, var skotið á loft frá Sovétríkjunum árið 1957. Síðan þá hefur þúsundum gervihnatta og annarra muna verið skotið á braut um jörðu. Mikil óreiða ríkir á sporbraut og gífurlegt magn svokallaðs geimrusls hefur myndast þar.

Urmull örgervihnatta gæti hindrað leit að lífi í alheiminum

Forsvarsmenn stærsta útvarpssjónauka í heimi sem nú er í smíðum á suðurhveli jarðar óttast að þúsundir smárra fjarskiptagervitungla sem stendur til að skjóta á loft á næstu árum eigi eftir að hafa mikil áhrif á athuganir hans.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×