Innlent

Áslaug Arna bætist í hóp smitaðra ráðherra

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Tveir ráðherrar hafa nú greint frá því að þeir hafi greinst smitaðir af kórónuveirunni í gær. 
Tveir ráðherrar hafa nú greint frá því að þeir hafi greinst smitaðir af kórónuveirunni í gær.  Vísir/Vilhelm

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, vísinda-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, hefur greinst smituð af kórónuveirunni. Hún segist vonast til að á nýju ári verði hægt að horfa til eðlilegri tíma. 

Áslaug greinir frá þessu á Facebook-síðu sinni og segist í gær hafa farið einkennalaus í PCR-próf vegna ríkisstjórnarfundar. Úr því hafi komið jákvæð niðurstaða og Áslaug nú komin í tíu daga einangrun. 

Greint var frá því í gær að Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, hafi greinst smitaður af veirunni eftir að hafa farið í PCR-próf í varúðarskyni, einmitt vegna ríkisstjórnarfundar. 

„Ljóst er að smitin eru mörg en veikindin sem betur fer fátíðari,“ skrifar Áslaug í tilkynningu sinni en 836 greindust smitaðir af kórónuveirunni innanlands í dag. 

„Ég vona að sá hópur sem ekki finni fyrir þessum smitum fari stækkandi og á nýju ári getum við farið að horfa til eðlilegri tíma.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×