Hvetur landsmenn til að styðja við bakið á björgunarsveitum eftir annasamt ár Fanndís Birna Logadóttir skrifar 28. desember 2021 14:31 Framkvæmdastjóri Landsbjargar á von á að flugeldasalan í ár verði svipuð og í fyrra. Vísir/Egill Flugeldasala björgunarsveitanna hófst í dag og stendur yfir fram á gamlársdag. Framkvæmdastjóri Landsbjargar segir alla flugelda hafa skilað sér til landsins fyrir jól og gera björgunarsveitirnar ráð fyrir mikilli sölu í ár. Árleg flugeldasala björgunarsveitanna hófst klukkan tíu í morgun og verður opin til 22 næstu þrjá daga, en til 16 á gamlársdag. Líkt og í fyrra er gert ráð fyrir mikilli sölu í ár. Kristján Þór Harðarson, framkvæmdastjóri slysavarnarfélagsins Landsbjargar, segir björgunarsveitirnar spenntar fyrir næstu dögum. „Þetta lítur bara mjög vel út hjá okkur, allir flugeldar skiluðu sér til landsins fyrir jól og búið að dreifa þeim öllum á sölustaði um allt land, þannig við erum bara bjartsýnir,“ segir Kristján en vegna framleiðslu- og flutningsvanda erlendis var tvísýnt hvort það tækist að fá flugeldana senda í tæka tíð. Flugeldasalan er einn stærsti fjáröflunarliður Landsbjargar og segir Kristján mikið undir. „Þetta er búið að vera mjög annasamt ár hjá okkur,“ segir Kristján. „Það kostar að reka þann búnað sem við rekum og því fleiri útköll því hærri kostnaður þannig að flugeldasalan skiptir okkur gríðarlega miklu máli.“ „Við hvetjum alla landsmenn til að styðja við bakið á okkar sjálfboðaliðum og versla við félagið,“ segir Kristján. Kristján ítrekar að öllum sóttvörnum verði fylgt á sölustöðunum auk þess sem hægt verður að versla í gegnum vefverslun. „Við biðjum bara fólk um að fara varlega, það eru náttúrulega fjöldatakmarkanir og því verður framfylgt hjá okkur,“ segir Kristján. Að sögn Kristjáns ætti að vera nóg til fyrir alla. Þannig allir geta sprengt árið 2021 í loft upp? Já, og ekki vanþörf á held ég. Fagna vonandi betra ári,“ segir Kristján og hlær en tekur þó fram að það sé mikilvægt að fólk fari varlega. „Ég vil bara hvetja landsmenn til að fara varlega og muna eftir öryggisgleraugunum, og að áfengi og flugeldar fara ekki saman,“ segir Kristján. Áramót Björgunarsveitir Flugeldar Tengdar fréttir Greinanleg aukning í sölu á flugeldum Greinanleg aukning er í sölu á flugeldum í kringum nýliðin áramót að sögn formanns Slysavarnafélagsins Landsbjargar. 2. janúar 2021 15:35 Mest lesið Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Innlent Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Innlent Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Erlent RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Innlent Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík Innlent Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Innlent „Það er skítkalt hérna“ Erlent Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Innlent Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Innlent Karlar eiga mjög erfitt með að viðurkenna risvandamál Innlent Fleiri fréttir Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Karlar eiga mjög erfitt með að viðurkenna risvandamál Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Eldur í gömlu sundhöllinni í Keflavík Mannskæður jarðskjálfti og vasaþjófar í dulargervi Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Eins leitað eftir slagsmál Greiða atkvæði um verkfall á Grundartanga Kæra skógrækt við Húsavík vegna rasks á varplendi fugla Lokaæfing fyrir almyrkva Vilja að bæjarstjóri lækki laun sín jafn mikið og bæjarfulltrúar Döpur vegna „hetjunnar“ Ástu og „ómaklegrar aðfarar“ RÚV Saka lögregluna um að rægja Kínverja Verður aflífaður eftir allt saman Harðir skjálftar í Asíu og Play til Möltu Lögreglustjóri mun stýra Mannréttindastofnun Vara við þjófum sem dulbúa sig sem ferðamenn Stuðningur við símabann í grunnskólum eykst og mælist 62 prósent Skoða hvort hægt sé að flýta uppbyggingu í Úlfarsárdal Bein útsending: Borgarstjóri ræðir húsnæðisuppbyggingu í Reykjavík Erlendir vasaþjófar herja á Þingvelli og fleiri ferðamannastaði Fimm handteknir vegna líkamsárásar og haldið upp á „alþjóðlega Viagra daginn“ Sólmyrkvi á laugardaginn Harmsögur af stríði, fjöldagrafir og tíðar árásir taka á líkama og sál Skatturinn snýr sér að íþróttafélögum og samfélagið titrar Skipulagðir glæpahópar njósni fyrir erlend ríki Sjá meira
Árleg flugeldasala björgunarsveitanna hófst klukkan tíu í morgun og verður opin til 22 næstu þrjá daga, en til 16 á gamlársdag. Líkt og í fyrra er gert ráð fyrir mikilli sölu í ár. Kristján Þór Harðarson, framkvæmdastjóri slysavarnarfélagsins Landsbjargar, segir björgunarsveitirnar spenntar fyrir næstu dögum. „Þetta lítur bara mjög vel út hjá okkur, allir flugeldar skiluðu sér til landsins fyrir jól og búið að dreifa þeim öllum á sölustaði um allt land, þannig við erum bara bjartsýnir,“ segir Kristján en vegna framleiðslu- og flutningsvanda erlendis var tvísýnt hvort það tækist að fá flugeldana senda í tæka tíð. Flugeldasalan er einn stærsti fjáröflunarliður Landsbjargar og segir Kristján mikið undir. „Þetta er búið að vera mjög annasamt ár hjá okkur,“ segir Kristján. „Það kostar að reka þann búnað sem við rekum og því fleiri útköll því hærri kostnaður þannig að flugeldasalan skiptir okkur gríðarlega miklu máli.“ „Við hvetjum alla landsmenn til að styðja við bakið á okkar sjálfboðaliðum og versla við félagið,“ segir Kristján. Kristján ítrekar að öllum sóttvörnum verði fylgt á sölustöðunum auk þess sem hægt verður að versla í gegnum vefverslun. „Við biðjum bara fólk um að fara varlega, það eru náttúrulega fjöldatakmarkanir og því verður framfylgt hjá okkur,“ segir Kristján. Að sögn Kristjáns ætti að vera nóg til fyrir alla. Þannig allir geta sprengt árið 2021 í loft upp? Já, og ekki vanþörf á held ég. Fagna vonandi betra ári,“ segir Kristján og hlær en tekur þó fram að það sé mikilvægt að fólk fari varlega. „Ég vil bara hvetja landsmenn til að fara varlega og muna eftir öryggisgleraugunum, og að áfengi og flugeldar fara ekki saman,“ segir Kristján.
Áramót Björgunarsveitir Flugeldar Tengdar fréttir Greinanleg aukning í sölu á flugeldum Greinanleg aukning er í sölu á flugeldum í kringum nýliðin áramót að sögn formanns Slysavarnafélagsins Landsbjargar. 2. janúar 2021 15:35 Mest lesið Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Innlent Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Innlent Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Erlent RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Innlent Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík Innlent Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Innlent „Það er skítkalt hérna“ Erlent Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Innlent Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Innlent Karlar eiga mjög erfitt með að viðurkenna risvandamál Innlent Fleiri fréttir Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Karlar eiga mjög erfitt með að viðurkenna risvandamál Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Eldur í gömlu sundhöllinni í Keflavík Mannskæður jarðskjálfti og vasaþjófar í dulargervi Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Eins leitað eftir slagsmál Greiða atkvæði um verkfall á Grundartanga Kæra skógrækt við Húsavík vegna rasks á varplendi fugla Lokaæfing fyrir almyrkva Vilja að bæjarstjóri lækki laun sín jafn mikið og bæjarfulltrúar Döpur vegna „hetjunnar“ Ástu og „ómaklegrar aðfarar“ RÚV Saka lögregluna um að rægja Kínverja Verður aflífaður eftir allt saman Harðir skjálftar í Asíu og Play til Möltu Lögreglustjóri mun stýra Mannréttindastofnun Vara við þjófum sem dulbúa sig sem ferðamenn Stuðningur við símabann í grunnskólum eykst og mælist 62 prósent Skoða hvort hægt sé að flýta uppbyggingu í Úlfarsárdal Bein útsending: Borgarstjóri ræðir húsnæðisuppbyggingu í Reykjavík Erlendir vasaþjófar herja á Þingvelli og fleiri ferðamannastaði Fimm handteknir vegna líkamsárásar og haldið upp á „alþjóðlega Viagra daginn“ Sólmyrkvi á laugardaginn Harmsögur af stríði, fjöldagrafir og tíðar árásir taka á líkama og sál Skatturinn snýr sér að íþróttafélögum og samfélagið titrar Skipulagðir glæpahópar njósni fyrir erlend ríki Sjá meira
Greinanleg aukning í sölu á flugeldum Greinanleg aukning er í sölu á flugeldum í kringum nýliðin áramót að sögn formanns Slysavarnafélagsins Landsbjargar. 2. janúar 2021 15:35