Lífið

Betty White um lykilinn að lang­lífi: „Forðast að borða það sem er grænt“

Viktor Örn Ásgeirsson skrifar
Leikkonan lék meðal annars í þáttunum The Golden Girls.
Leikkonan lék meðal annars í þáttunum The Golden Girls. Getty Images

Leikkonan Betty White fagnar hundrað ára afmæli í janúar næstkomandi. Hún segir að leyndarmálið að langlífinu sé einfaldlega að forðast það að borða allt sem er grænt.

White ræddi nýlega við tímaritið People segist þakklát fyrir góða heilsu. Hún bætir við að jákvæðni gegni lykilhlutverki og hún hafi ávallt reynt að finna það jákvæða í lífinu. Þann eiginleika hafi hún erft frá móður sinni. 

„Ég er heppin að vera við svona góða heilsu og líða svona vel á þessum aldri. Það er alveg magnað,“ segir leikkonan og bætir við: „Ég reyni að forðast að borða það sem er grænt og ég held að það sé að virka.“

Leikkonan nýtur nú lífsins í Los Angeles og kveðst hafa gaman að því að leysa krossgátur og spila borðspil. Hún segist einnig hafa gaman að því að horfa á dýralífsmyndir en hún hefur lengi verið dýravelferðarsinni og lagt hinum ýmsu dýraverndunarsamtökum lið í gegnum tíðina.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.