Leiðrétta misskilning um hágæslurými Landspítalans Vésteinn Örn Pétursson skrifar 29. desember 2021 17:21 Landspítalinn segir miskilnings gæta um hágæslurýmin. Þau séu ekki í stöðugri notkun, heldur ráðist nýting þeirra af þjónustuþörf sjúklinga hverju sinni. Vísir/Vilhelm Nýlega voru opnuð tvö hágæslurými á Landspítalanum á Hringbraut og til stendur að opna tvö til viðbótar í Fossvogi við fyrsta tækifæri. Landspítalinn hefur sent frá sér stutta tilkynningu um rýmin en þar segir að „ákveðins misskilnings“ hafi gætt um þau. Í samtali við fréttastofu í fyrradag sagði Tómas Guðbjartsson, skurðlæknir á Landspítalanum, að skrif Þórdísar Kolbrúnar Gylfadóttur Reykfjörð utanríkisráðherra, um að ekki sé forsvaranlegt að takmarka mannréttindi fólks vegna álags á heilbrigðiskerfinu stæðust ekki. Sagði hann spítalann ekki í þannig stöðu að hægt væri að aflétta takmörkunum og benti á að umrædd hágæslurými stæðu nú tóm þar sem ekki væri hægt að manna þau. Í tilkynningu spítalans segir að „ákveðins misskilnings“ hafi gætt um hágæslurýmin og því rétt að árétta að ekki sé um að ræða föst stæði, heldur flytjist rýmin um eftir þörfum. Staðsetning þeirra ráðist því af fjölda og tegund sjúklinga á deildinni, til að mynda eftir því hvort sjúklingar þurfi að fara í einangrun eða ekki. „Þar sem hágæslurýmin eru ætluð minna veikum en hefðbundum gjörgæslusjúklingum er háð atvikum hverju sinni hvernig nýtingin er á þeim. Að undanförnu hafa gjörgæslusjúklingar verið í forgrunni í starfsemi gjörgæsludeildanna, eins þurfa Covid sjúklingar tvöfalda mönnun og fjöldi stæða á gjörgæsludeildinni því aðeins breytilegur eftir álagi. Hágæslurýmin þarf svo að manna við hæfi en eins og þekkt er hefur mannekla verið mikil áskorun innan spítalans,“ segir á vef Landspítala. Þá segir að hugmyndafræðin að baki rýmunum sé ákveðin nýlunda á Landspítalanum og því muni taka tím að innleiða hana að fullu, samhliða endurbótum á húsnæði. Hágæslurýmin muni að lokum leiða til hagkvæmni í rekstri og auka öryggi sjúklinga sem ekki þurfi fulla gjörgæslumeðferð, en þurfi hins vegar náið eftirlit þar til ástand þeirra telst nógu stöðugt til að flytja megi þá á almenna legudeild. Landspítalinn Tengdar fréttir Hópsmit hafi verið tímaspursmál Tómas Guðbjartsson, skurðlæknir á Landspítalanum, hefur áhyggjur af stöðu mála á spítalanum í ljósi fjölda þeirra sem nú greinast smitaðir af kórónuveirunni. Í dag greindust sjö inniliggjandi sjúklingar á hjartadeild smitaðir, Tómas segir það hafa verið tímaspursmál hvenær veiran kæmist inn á spítalann. 28. desember 2021 00:06 Mest lesið Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Ók á ljósastaur við Grensásveg Innlent Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Innlent Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Erlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Innlent Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Innlent Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Innlent Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Innlent Fleiri fréttir Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Sjá meira
Í samtali við fréttastofu í fyrradag sagði Tómas Guðbjartsson, skurðlæknir á Landspítalanum, að skrif Þórdísar Kolbrúnar Gylfadóttur Reykfjörð utanríkisráðherra, um að ekki sé forsvaranlegt að takmarka mannréttindi fólks vegna álags á heilbrigðiskerfinu stæðust ekki. Sagði hann spítalann ekki í þannig stöðu að hægt væri að aflétta takmörkunum og benti á að umrædd hágæslurými stæðu nú tóm þar sem ekki væri hægt að manna þau. Í tilkynningu spítalans segir að „ákveðins misskilnings“ hafi gætt um hágæslurýmin og því rétt að árétta að ekki sé um að ræða föst stæði, heldur flytjist rýmin um eftir þörfum. Staðsetning þeirra ráðist því af fjölda og tegund sjúklinga á deildinni, til að mynda eftir því hvort sjúklingar þurfi að fara í einangrun eða ekki. „Þar sem hágæslurýmin eru ætluð minna veikum en hefðbundum gjörgæslusjúklingum er háð atvikum hverju sinni hvernig nýtingin er á þeim. Að undanförnu hafa gjörgæslusjúklingar verið í forgrunni í starfsemi gjörgæsludeildanna, eins þurfa Covid sjúklingar tvöfalda mönnun og fjöldi stæða á gjörgæsludeildinni því aðeins breytilegur eftir álagi. Hágæslurýmin þarf svo að manna við hæfi en eins og þekkt er hefur mannekla verið mikil áskorun innan spítalans,“ segir á vef Landspítala. Þá segir að hugmyndafræðin að baki rýmunum sé ákveðin nýlunda á Landspítalanum og því muni taka tím að innleiða hana að fullu, samhliða endurbótum á húsnæði. Hágæslurýmin muni að lokum leiða til hagkvæmni í rekstri og auka öryggi sjúklinga sem ekki þurfi fulla gjörgæslumeðferð, en þurfi hins vegar náið eftirlit þar til ástand þeirra telst nógu stöðugt til að flytja megi þá á almenna legudeild.
Landspítalinn Tengdar fréttir Hópsmit hafi verið tímaspursmál Tómas Guðbjartsson, skurðlæknir á Landspítalanum, hefur áhyggjur af stöðu mála á spítalanum í ljósi fjölda þeirra sem nú greinast smitaðir af kórónuveirunni. Í dag greindust sjö inniliggjandi sjúklingar á hjartadeild smitaðir, Tómas segir það hafa verið tímaspursmál hvenær veiran kæmist inn á spítalann. 28. desember 2021 00:06 Mest lesið Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Ók á ljósastaur við Grensásveg Innlent Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Innlent Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Erlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Innlent Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Innlent Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Innlent Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Innlent Fleiri fréttir Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Sjá meira
Hópsmit hafi verið tímaspursmál Tómas Guðbjartsson, skurðlæknir á Landspítalanum, hefur áhyggjur af stöðu mála á spítalanum í ljósi fjölda þeirra sem nú greinast smitaðir af kórónuveirunni. Í dag greindust sjö inniliggjandi sjúklingar á hjartadeild smitaðir, Tómas segir það hafa verið tímaspursmál hvenær veiran kæmist inn á spítalann. 28. desember 2021 00:06