Mikill áhugi verktaka á að bjóða í fyrstu skipagöngin Kristján Már Unnarsson skrifar 29. desember 2021 23:00 Skipagöngin að innanverðu, eins og menn sjá fyrir sér að þau muni líta út fullbúin árið 2026. Kystverket/Snøhetta, Plomp Mikill áhugi er meðal alþjóðlegra verktaka að grafa fyrstu skipagöng heims í Noregi. Stefnt er að því að gerð ganganna verði boðin út á fyrri hluta nýs árs. Í fréttum Stöðvar 2 kom fram að undirbúningur skipaganganna hafi staðið yfir í hartnær áratug. Myndir voru sýndar af því þegar skipstjórar voru látnir prófa þau í sérstökum siglingahermi. Skipstjórar æfa siglingu um göngin í siglingahermi.Kystverket Göngin hafa einnig kostað áralangar pólitískar þrætur en gagnrýnendur hafa sagt þau fjárhagslegt glapræði. Endanlegt samþykki norska Stórþingins fyrir gerð ganganna fékkst þó síðastliðið vor en nýjustu áætlanir gera ráð fyrir að þau muni kosta í kringum fimmtíu milljarða íslenskra króna. Skipagöngin verða 1,7 kílómetrar að lengd, 36 metrar á breidd og 50 metrar á hæð en þar af verður þriðjungurinn undir sjávarmáli. Megintilgangur þeirra er sagður sá að auka öryggi sjófarenda með því að sneiða framhjá einhverri hættulegustu siglingaleið heims, veðravítinu og röstinni úti fyrir Stað milli Álasunds og Bergen. Stuðningsmenn skipaganganna segja þau jafnframt verða mikið aðdráttarafl fyrir ferðamenn sem einstakt mannvirki á heimsvísu. Við hönnun skipaganganna er gert ráð fyrir aðstöðu fyrir ferðamenn til að fylgjast með skipum sigla inn og úr göngunum.Stad skipstunnel Áformað er að útboðið hefjist á fyrri hluta næsta árs og að samningar við verktaka verði undirritaðir öðru hvoru megin við þarnæstu áramót. Áætlað er að framkvæmdir hefjist sumarið 2023 og að göngin verði opnuð skipaumferð árið 2026. Verkefnisstjóri ganganna segist upplifa mikinn áhuga alþjóðlegra verktaka. Í viðtali við norska fréttamiðilinn Teknisk Ukeblad bendir hann á að 170 aðilar hafi nýlega sótt rafræna undirbúningsráðstefnu á netinu sem norska hafnamálastofnunin Kystverket hélt fyrir áhugasama bjóðendur. Gert er ráð fyrir að bílvegur liggi yfir gangamunnann.Stad skipstunnel „Áhuginn er mikill úr öllum heimshornum. Það er eins og þetta sé verkefni sem stórir verktakar vilji hafa á ferilskrá sinni,“ segir verkefnisstjórinn Terje Skjeppestad. Hann bendir að verkefnið kunni að vera of stórt til að norskir verktakar ráði einir við það. Um leið geti verið erfitt fyrir alþjóðleg fyrirtæki að treysta alfarið á innfluttan mannskap sem þekki lítt til staðhátta. Það megi því búast við að samstarfshópar myndist um tilboðsgerð. Á þátttökulista ráðstefnunnar voru allir helstu verktakar Noregs í jarðgangagerð, eins og Veidekke, Hæhre, Implenia, Kruse Smith og Skanska. Meðal alþjóðlegra verktaka eru nefndir Marti og Basler & Hofmann frá Sviss, Acciona, Obrascón og Aldesa frá Spáni, Astaldi og Impresa frá Ítalíu, Boskalis frá Svíþjóð og China Railway International Group frá Kína. Sem dæmi um stærð þessara fyrirtækja er nefnt að hið spænska Acciona er með 38 þúsund starfsmenn í 40 löndum. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Noregur Samgöngur Skipaflutningar Tengdar fréttir Skipagöngum þvingað í gegnum Stórþingið Framkvæmdir við fyrstu skipagöng heims hefjast við Stað í Noregi á næsta ári. Þetta varð ljóst eftir að Framfaraflokkurinn og stjórnandstaðan knúðu málið í gegnum Stórþingið þegar norska ríkisstjórnin hugðist setja skipagöngin í salt. 22. desember 2020 23:24 Tvísýnt um skipagöngin sem þykja dýr fyrir norska ríkið Bakslag er komið í áform Norðmanna um að grafa fyrstu skipagöng heims. Pólitísk hrossakaup til að viðhalda lífi norsku ríkisstjórnarinnar veittu göngunum þó gálgafrest og komu í veg fyrir að þau yrðu slegin af. 17. desember 2018 11:00 Mest lesið Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Atvinnulíf Gæðin að batna og nóg af klementínum eftir helgi Neytendur Vilja þvinga Google til að selja Chrome Viðskipti erlent Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Viðskipti innlent Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Opna verslanir í Kringlunni á ný Viðskipti innlent Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Viðskipti innlent Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Í fréttum Stöðvar 2 kom fram að undirbúningur skipaganganna hafi staðið yfir í hartnær áratug. Myndir voru sýndar af því þegar skipstjórar voru látnir prófa þau í sérstökum siglingahermi. Skipstjórar æfa siglingu um göngin í siglingahermi.Kystverket Göngin hafa einnig kostað áralangar pólitískar þrætur en gagnrýnendur hafa sagt þau fjárhagslegt glapræði. Endanlegt samþykki norska Stórþingins fyrir gerð ganganna fékkst þó síðastliðið vor en nýjustu áætlanir gera ráð fyrir að þau muni kosta í kringum fimmtíu milljarða íslenskra króna. Skipagöngin verða 1,7 kílómetrar að lengd, 36 metrar á breidd og 50 metrar á hæð en þar af verður þriðjungurinn undir sjávarmáli. Megintilgangur þeirra er sagður sá að auka öryggi sjófarenda með því að sneiða framhjá einhverri hættulegustu siglingaleið heims, veðravítinu og röstinni úti fyrir Stað milli Álasunds og Bergen. Stuðningsmenn skipaganganna segja þau jafnframt verða mikið aðdráttarafl fyrir ferðamenn sem einstakt mannvirki á heimsvísu. Við hönnun skipaganganna er gert ráð fyrir aðstöðu fyrir ferðamenn til að fylgjast með skipum sigla inn og úr göngunum.Stad skipstunnel Áformað er að útboðið hefjist á fyrri hluta næsta árs og að samningar við verktaka verði undirritaðir öðru hvoru megin við þarnæstu áramót. Áætlað er að framkvæmdir hefjist sumarið 2023 og að göngin verði opnuð skipaumferð árið 2026. Verkefnisstjóri ganganna segist upplifa mikinn áhuga alþjóðlegra verktaka. Í viðtali við norska fréttamiðilinn Teknisk Ukeblad bendir hann á að 170 aðilar hafi nýlega sótt rafræna undirbúningsráðstefnu á netinu sem norska hafnamálastofnunin Kystverket hélt fyrir áhugasama bjóðendur. Gert er ráð fyrir að bílvegur liggi yfir gangamunnann.Stad skipstunnel „Áhuginn er mikill úr öllum heimshornum. Það er eins og þetta sé verkefni sem stórir verktakar vilji hafa á ferilskrá sinni,“ segir verkefnisstjórinn Terje Skjeppestad. Hann bendir að verkefnið kunni að vera of stórt til að norskir verktakar ráði einir við það. Um leið geti verið erfitt fyrir alþjóðleg fyrirtæki að treysta alfarið á innfluttan mannskap sem þekki lítt til staðhátta. Það megi því búast við að samstarfshópar myndist um tilboðsgerð. Á þátttökulista ráðstefnunnar voru allir helstu verktakar Noregs í jarðgangagerð, eins og Veidekke, Hæhre, Implenia, Kruse Smith og Skanska. Meðal alþjóðlegra verktaka eru nefndir Marti og Basler & Hofmann frá Sviss, Acciona, Obrascón og Aldesa frá Spáni, Astaldi og Impresa frá Ítalíu, Boskalis frá Svíþjóð og China Railway International Group frá Kína. Sem dæmi um stærð þessara fyrirtækja er nefnt að hið spænska Acciona er með 38 þúsund starfsmenn í 40 löndum. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Noregur Samgöngur Skipaflutningar Tengdar fréttir Skipagöngum þvingað í gegnum Stórþingið Framkvæmdir við fyrstu skipagöng heims hefjast við Stað í Noregi á næsta ári. Þetta varð ljóst eftir að Framfaraflokkurinn og stjórnandstaðan knúðu málið í gegnum Stórþingið þegar norska ríkisstjórnin hugðist setja skipagöngin í salt. 22. desember 2020 23:24 Tvísýnt um skipagöngin sem þykja dýr fyrir norska ríkið Bakslag er komið í áform Norðmanna um að grafa fyrstu skipagöng heims. Pólitísk hrossakaup til að viðhalda lífi norsku ríkisstjórnarinnar veittu göngunum þó gálgafrest og komu í veg fyrir að þau yrðu slegin af. 17. desember 2018 11:00 Mest lesið Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Atvinnulíf Gæðin að batna og nóg af klementínum eftir helgi Neytendur Vilja þvinga Google til að selja Chrome Viðskipti erlent Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Viðskipti innlent Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Opna verslanir í Kringlunni á ný Viðskipti innlent Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Viðskipti innlent Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Skipagöngum þvingað í gegnum Stórþingið Framkvæmdir við fyrstu skipagöng heims hefjast við Stað í Noregi á næsta ári. Þetta varð ljóst eftir að Framfaraflokkurinn og stjórnandstaðan knúðu málið í gegnum Stórþingið þegar norska ríkisstjórnin hugðist setja skipagöngin í salt. 22. desember 2020 23:24
Tvísýnt um skipagöngin sem þykja dýr fyrir norska ríkið Bakslag er komið í áform Norðmanna um að grafa fyrstu skipagöng heims. Pólitísk hrossakaup til að viðhalda lífi norsku ríkisstjórnarinnar veittu göngunum þó gálgafrest og komu í veg fyrir að þau yrðu slegin af. 17. desember 2018 11:00