Skoða hvort fleirum verði leyft að vinna í sóttkví Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 29. desember 2021 22:27 Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn ríkislögreglustjóra. Vísir/Vilhelm Mikill fjöldi landsmanna er nú í einangrun og sóttkví sem hefur eðli málsins samkvæmt áhrif á vinnustaði víðsvegar um landið. Viðræður hafa staðið yfir, meðal annars við Samtök atvinnulífsins, um hvort koma megi á sérstakri vinnusóttkví. Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn ríkislögreglustjóra, segir að stjórnvöld leiti leiða til að koma til móts í fyrirtæki en hröð útbreiðsla kórónuveirunnar hefur valdið manneklu á fjölmörgum stofnunum og í fyrirtækjum. Mönnunarvandi hefur meðal annars haft mikil áhrif á starfsemi Landspítala en spítalinn var settur á neyðarstig í gær vegna ástandsins. Víðir segir í viðtali við fréttastofu að ástandið gangi ekki til lengdar. Mörg fyrirtæki lendi í vandræðum og með auknum fjölda smita og hraðrar útbreiðslu veirunnar þurfi að grípa til aðgerða til að koma til móts við þarfir atvinnulífsins. „Við höfum verið í samskiptum við eins og Samtök atvinnulífsins í dag sem hafa áhyggjur af ástandinu og við erum að skoða leiðir hvort að við getum einhvern veginn komið til móts við þau fyrirtæki með svokallaðri vinnusóttkví, sem muni kannski auðvelda fyrirtækjunum að halda áfram og halda úti starfsemi sinni,“ segir Víðir. Vinnusóttkví áður fyrir ferðalanga Frá því í fyrra hefur verið unnt að sækja um sérstaka vinnusóttkví ef brýn þörf er á að tryggja áframhaldandi starfsemi eða vinna verkefni sem ekki er hægt að fresta eins og segir á vef landlæknis. Vinnusóttkvíin er nokkuð þröng undanþága frá hinni hefðbundnu sóttkví en ráðstöfunin fæst til að mynda ekki fyrir einstaklinga sem eru í sóttkví vegna návígis við Covid-smitaðan einstakling. Ekki er ljóst hvernig stjórnvöld hyggjast útfæra vinnusóttkví upp á nýtt en núgildandi leiðbeiningar landlæknis taka aðeins til starfsmanna sem hafa komið erlendis frá. Þá þurfi einnig að liggja fyrir neikvæð niðurstaða skimunar sem tekin er á landamærunum og skýrt er tekið fram á vef embættisins að vinnusóttkví sé ekki opin heimild frá sóttkví heldur aðeins heimild til að sinna nánar tilgreindum starfa. Eftirfarandi eru núgildandi skilyrði fyrir vinnusóttkví. 1. Brýn þörf er á vinnuframlagi viðkomandi starfsmanns að mati yfirmanna til að tryggja áframhaldandi starfsemi sem aðrir starfsmenn geta ekki sinnt. 2. Að neikvæð niðurstaða skimunar sem tekin er á landamærum liggi fyrir áður en starfsmaður mætir á vinnustað. 3. Að tryggt sé að almennum reglum um sóttvarnir í sóttkví sé fylgt sem og sérsniðnum relgum sem hæfa aðstæðum eftir verkefnum. Allar aðstæður innan vinnusóttkvíar þurfa að vera skipulagðar með ítrustu sóttvarnir fyrir augum. 4. Upplýsingaskylda er til allra sem málið varðar. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Vinnumarkaður Tengdar fréttir Bíður með að leggja til styttingu sóttkvíar og einangrunar einkennalausra Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir telur skynsamlegt að bíða með að fara að fordæmi Sóttvarnarstofnunar Bandaríkjanna um að stytta einangrun og sóttkví einkennalausra. 29. desember 2021 11:19 Skoða að kalla starfsfólk í sóttkví aftur til starfa Framkvæmdastjóri meðferðarsviðs Landspítala segir stöðuna á spítalanum grafalvarlega. Spítalinn geti aðeins sinnt brýnustu verkefnum. 28. desember 2021 16:39 Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Erlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Erlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Fleiri fréttir Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Sjá meira
Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn ríkislögreglustjóra, segir að stjórnvöld leiti leiða til að koma til móts í fyrirtæki en hröð útbreiðsla kórónuveirunnar hefur valdið manneklu á fjölmörgum stofnunum og í fyrirtækjum. Mönnunarvandi hefur meðal annars haft mikil áhrif á starfsemi Landspítala en spítalinn var settur á neyðarstig í gær vegna ástandsins. Víðir segir í viðtali við fréttastofu að ástandið gangi ekki til lengdar. Mörg fyrirtæki lendi í vandræðum og með auknum fjölda smita og hraðrar útbreiðslu veirunnar þurfi að grípa til aðgerða til að koma til móts við þarfir atvinnulífsins. „Við höfum verið í samskiptum við eins og Samtök atvinnulífsins í dag sem hafa áhyggjur af ástandinu og við erum að skoða leiðir hvort að við getum einhvern veginn komið til móts við þau fyrirtæki með svokallaðri vinnusóttkví, sem muni kannski auðvelda fyrirtækjunum að halda áfram og halda úti starfsemi sinni,“ segir Víðir. Vinnusóttkví áður fyrir ferðalanga Frá því í fyrra hefur verið unnt að sækja um sérstaka vinnusóttkví ef brýn þörf er á að tryggja áframhaldandi starfsemi eða vinna verkefni sem ekki er hægt að fresta eins og segir á vef landlæknis. Vinnusóttkvíin er nokkuð þröng undanþága frá hinni hefðbundnu sóttkví en ráðstöfunin fæst til að mynda ekki fyrir einstaklinga sem eru í sóttkví vegna návígis við Covid-smitaðan einstakling. Ekki er ljóst hvernig stjórnvöld hyggjast útfæra vinnusóttkví upp á nýtt en núgildandi leiðbeiningar landlæknis taka aðeins til starfsmanna sem hafa komið erlendis frá. Þá þurfi einnig að liggja fyrir neikvæð niðurstaða skimunar sem tekin er á landamærunum og skýrt er tekið fram á vef embættisins að vinnusóttkví sé ekki opin heimild frá sóttkví heldur aðeins heimild til að sinna nánar tilgreindum starfa. Eftirfarandi eru núgildandi skilyrði fyrir vinnusóttkví. 1. Brýn þörf er á vinnuframlagi viðkomandi starfsmanns að mati yfirmanna til að tryggja áframhaldandi starfsemi sem aðrir starfsmenn geta ekki sinnt. 2. Að neikvæð niðurstaða skimunar sem tekin er á landamærum liggi fyrir áður en starfsmaður mætir á vinnustað. 3. Að tryggt sé að almennum reglum um sóttvarnir í sóttkví sé fylgt sem og sérsniðnum relgum sem hæfa aðstæðum eftir verkefnum. Allar aðstæður innan vinnusóttkvíar þurfa að vera skipulagðar með ítrustu sóttvarnir fyrir augum. 4. Upplýsingaskylda er til allra sem málið varðar.
1. Brýn þörf er á vinnuframlagi viðkomandi starfsmanns að mati yfirmanna til að tryggja áframhaldandi starfsemi sem aðrir starfsmenn geta ekki sinnt. 2. Að neikvæð niðurstaða skimunar sem tekin er á landamærum liggi fyrir áður en starfsmaður mætir á vinnustað. 3. Að tryggt sé að almennum reglum um sóttvarnir í sóttkví sé fylgt sem og sérsniðnum relgum sem hæfa aðstæðum eftir verkefnum. Allar aðstæður innan vinnusóttkvíar þurfa að vera skipulagðar með ítrustu sóttvarnir fyrir augum. 4. Upplýsingaskylda er til allra sem málið varðar.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Vinnumarkaður Tengdar fréttir Bíður með að leggja til styttingu sóttkvíar og einangrunar einkennalausra Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir telur skynsamlegt að bíða með að fara að fordæmi Sóttvarnarstofnunar Bandaríkjanna um að stytta einangrun og sóttkví einkennalausra. 29. desember 2021 11:19 Skoða að kalla starfsfólk í sóttkví aftur til starfa Framkvæmdastjóri meðferðarsviðs Landspítala segir stöðuna á spítalanum grafalvarlega. Spítalinn geti aðeins sinnt brýnustu verkefnum. 28. desember 2021 16:39 Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Erlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Erlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Fleiri fréttir Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Sjá meira
Bíður með að leggja til styttingu sóttkvíar og einangrunar einkennalausra Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir telur skynsamlegt að bíða með að fara að fordæmi Sóttvarnarstofnunar Bandaríkjanna um að stytta einangrun og sóttkví einkennalausra. 29. desember 2021 11:19
Skoða að kalla starfsfólk í sóttkví aftur til starfa Framkvæmdastjóri meðferðarsviðs Landspítala segir stöðuna á spítalanum grafalvarlega. Spítalinn geti aðeins sinnt brýnustu verkefnum. 28. desember 2021 16:39