Maxwell sakfelld fyrir mansal og gæti átt yfir höfði sér 65 ára fangelsi Eiður Þór Árnason skrifar 29. desember 2021 23:03 Réttarhöldin yfir Ghislaine Maxwell fóru fram í New York en hún fór huldu höfði áður en lögreglu tókst að hafa uppi á henni. Ap/Elizabeth Williams Ghislaine Maxwell var í dag sakfelld í New York fyrir mansal á börnum og að hafa útvegað Jeffrey Epstein ungar stúlkur sem hann misnotaði kynferðislega. Brotin áttu sér stað á árunum 1994 til 2004. Maxwell var sakfelld í fimm af sex ákæruliðum, en hún neitaði sök í öllum þeirra. Vegna mansalsliðsins gæti hún átt yfir höfði sér allt að 40 ára fangelsisdóm. Samanlögð hámarksrefsing fyrir hina ákæruliðina er 25 ára fangelsisvist. Gæti hin sextuga Maxwell því mögulega þurft að verja restinni af ævi sinni bak við lás og slá. Maxwell var einnig sakfelld fyrir að hafa hvatt stúlkurnar og hjálpað þeim að ferðast til Epsteins, vitandi að hann ætlaði sér að brjóta gegn þeim kynferðislega. Til grundvallar liggur meðal annars vitnisburður flugstjóra sem starfaði fyrir Epstein og farþegaskrár. Var fjórtán ára þegar fyrst var brotið á henni Mansalsákæran byggist einkum á framburði Carolyn sem sagði fyrir dómi að henni hafi verið greitt fyrir kynlíf þegar hún heimsótti heimili Epstein í Flórída á árunum 2001 til 2004. Carolyn lýsti hundruð slíkra tilfella sem áttu sér stað þegar hún var fjórtán til átján ára. Framburður fyrrverandi kærasta hennar studdi við vitnisburð Carolyn. Í yfirlýsingu frá saksóknaranum Damian Williams segir að einróma kviðdómur hafi komist að þeirri niðurstöðu að Ghislaine Maxwell hafi gerst sek um einn versta glæp sem hægt væri að ímynda sér; að auðvelda og taka þátt í kynferðislegri misnotkun á börnum. Glæpina hafi hún framið ásamt samverkamanni sínum Jeffrey Epstein. Williams fagnaði niðurstöðunni og hampaði hugrekki kvennanna sem deildu sögum sínum í réttarsalnum. Epstein svipti sig lífi í fangelsi þann 10. ágúst 2019, þá 66 ára gamall. Það var eftir að hann var ákærður fyrir mansal og önnur brot. Fréttin hefur verið uppfærð. Jeffrey Epstein Bandaríkin Kynferðisofbeldi Ofbeldi gegn börnum Tengdar fréttir Enn engin niðurstaða í máli Maxwell Kviðdómendur í máli Ghislaine Maxwell, aðstoðarkona barnaníðingsins og auðjöfursins heitna, Jeffreys Epstein, hafa ekki komist að niðurstöðu eftir þriggja daga umræðu en sá fjórði hefst í dag. 28. desember 2021 13:55 Maxwell neitaði að bera vitni Ghislaine Maxwell, aðstoðarkona barnaníðingsins og auðjöfursins heitna, Jeffreys Epstein, vildi ekki bera vitni í dómsal í dag. Verjendur hennar luku vörnum sínum í dag en undanfarna daga hefur hann að mestu snúist um að grafa undan vitnisburði þeirra fjögurra kvenna sem hafa borið vitni gegn Maxwell. 17. desember 2021 23:36 Mest lesið Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent Sindri grunaður um fjárdrátt Innlent Ærandi þögn og klukkan tifar Innlent Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Innlent Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Erlent Biskup og prestar lýsa yfir stuðningi við Budde og boðskap hennar Innlent Leyfið heyrir sögunni til Innlent Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Innlent „Þau eru bara fyrir“ Innlent Foreldrar stefna Kennarasambandinu vegna verkfallsaðgerða Innlent Fleiri fréttir Vara við hvirfilbyljum á Bretlandseyjum Ætla að senda tíu þúsund hermenn að landamærunum Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Sólarorka atkvæðameiri en kolabrennsla árið 2024 Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Enn einn gróðureldurinn ógnar Los Angeles Á bak við hvert vandamál er barn sem líður illa Trump náðar eiturlyfjabarón huldunetsins Ný lög sögð leyfa giftingar allt að níu ára stúlkna Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Söguleg snjókoma í suðurhluta Bandaríkjanna Verður forsætisráðherra Írlands á ný Túaregar björguðu spænskum manni úr klóm Íslamska ríkisins 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka „Við erum Grænlendingar, við erum ekki Bandaríkjamenn eða Danir“ Tilnefning Hegseths samþykkt úr nefnd Náðaði fólk sem beitti lögregluþjóna ofbeldi Yfir níu kílómetrum á sekúndu á vindasömustu plánetunni Gera umfangsmikið áhlaupa á Vesturbakkanum Dularfullar kúlur innihalda ösku, mettaðar fitusýrur og saurgerla Segir Hitler-samanburð þreyttan Gera ráð fyrir að þúsundir líka sé að finna í húsarústunum 66 látnir í bruna á tyrknesku skíðahóteli Fjöldi fólks í óvissu og óöryggi eftir fyrsta dag Trump í embætti Sjá meira
Brotin áttu sér stað á árunum 1994 til 2004. Maxwell var sakfelld í fimm af sex ákæruliðum, en hún neitaði sök í öllum þeirra. Vegna mansalsliðsins gæti hún átt yfir höfði sér allt að 40 ára fangelsisdóm. Samanlögð hámarksrefsing fyrir hina ákæruliðina er 25 ára fangelsisvist. Gæti hin sextuga Maxwell því mögulega þurft að verja restinni af ævi sinni bak við lás og slá. Maxwell var einnig sakfelld fyrir að hafa hvatt stúlkurnar og hjálpað þeim að ferðast til Epsteins, vitandi að hann ætlaði sér að brjóta gegn þeim kynferðislega. Til grundvallar liggur meðal annars vitnisburður flugstjóra sem starfaði fyrir Epstein og farþegaskrár. Var fjórtán ára þegar fyrst var brotið á henni Mansalsákæran byggist einkum á framburði Carolyn sem sagði fyrir dómi að henni hafi verið greitt fyrir kynlíf þegar hún heimsótti heimili Epstein í Flórída á árunum 2001 til 2004. Carolyn lýsti hundruð slíkra tilfella sem áttu sér stað þegar hún var fjórtán til átján ára. Framburður fyrrverandi kærasta hennar studdi við vitnisburð Carolyn. Í yfirlýsingu frá saksóknaranum Damian Williams segir að einróma kviðdómur hafi komist að þeirri niðurstöðu að Ghislaine Maxwell hafi gerst sek um einn versta glæp sem hægt væri að ímynda sér; að auðvelda og taka þátt í kynferðislegri misnotkun á börnum. Glæpina hafi hún framið ásamt samverkamanni sínum Jeffrey Epstein. Williams fagnaði niðurstöðunni og hampaði hugrekki kvennanna sem deildu sögum sínum í réttarsalnum. Epstein svipti sig lífi í fangelsi þann 10. ágúst 2019, þá 66 ára gamall. Það var eftir að hann var ákærður fyrir mansal og önnur brot. Fréttin hefur verið uppfærð.
Jeffrey Epstein Bandaríkin Kynferðisofbeldi Ofbeldi gegn börnum Tengdar fréttir Enn engin niðurstaða í máli Maxwell Kviðdómendur í máli Ghislaine Maxwell, aðstoðarkona barnaníðingsins og auðjöfursins heitna, Jeffreys Epstein, hafa ekki komist að niðurstöðu eftir þriggja daga umræðu en sá fjórði hefst í dag. 28. desember 2021 13:55 Maxwell neitaði að bera vitni Ghislaine Maxwell, aðstoðarkona barnaníðingsins og auðjöfursins heitna, Jeffreys Epstein, vildi ekki bera vitni í dómsal í dag. Verjendur hennar luku vörnum sínum í dag en undanfarna daga hefur hann að mestu snúist um að grafa undan vitnisburði þeirra fjögurra kvenna sem hafa borið vitni gegn Maxwell. 17. desember 2021 23:36 Mest lesið Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent Sindri grunaður um fjárdrátt Innlent Ærandi þögn og klukkan tifar Innlent Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Innlent Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Erlent Biskup og prestar lýsa yfir stuðningi við Budde og boðskap hennar Innlent Leyfið heyrir sögunni til Innlent Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Innlent „Þau eru bara fyrir“ Innlent Foreldrar stefna Kennarasambandinu vegna verkfallsaðgerða Innlent Fleiri fréttir Vara við hvirfilbyljum á Bretlandseyjum Ætla að senda tíu þúsund hermenn að landamærunum Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Sólarorka atkvæðameiri en kolabrennsla árið 2024 Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Enn einn gróðureldurinn ógnar Los Angeles Á bak við hvert vandamál er barn sem líður illa Trump náðar eiturlyfjabarón huldunetsins Ný lög sögð leyfa giftingar allt að níu ára stúlkna Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Söguleg snjókoma í suðurhluta Bandaríkjanna Verður forsætisráðherra Írlands á ný Túaregar björguðu spænskum manni úr klóm Íslamska ríkisins 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka „Við erum Grænlendingar, við erum ekki Bandaríkjamenn eða Danir“ Tilnefning Hegseths samþykkt úr nefnd Náðaði fólk sem beitti lögregluþjóna ofbeldi Yfir níu kílómetrum á sekúndu á vindasömustu plánetunni Gera umfangsmikið áhlaupa á Vesturbakkanum Dularfullar kúlur innihalda ösku, mettaðar fitusýrur og saurgerla Segir Hitler-samanburð þreyttan Gera ráð fyrir að þúsundir líka sé að finna í húsarústunum 66 látnir í bruna á tyrknesku skíðahóteli Fjöldi fólks í óvissu og óöryggi eftir fyrsta dag Trump í embætti Sjá meira
Enn engin niðurstaða í máli Maxwell Kviðdómendur í máli Ghislaine Maxwell, aðstoðarkona barnaníðingsins og auðjöfursins heitna, Jeffreys Epstein, hafa ekki komist að niðurstöðu eftir þriggja daga umræðu en sá fjórði hefst í dag. 28. desember 2021 13:55
Maxwell neitaði að bera vitni Ghislaine Maxwell, aðstoðarkona barnaníðingsins og auðjöfursins heitna, Jeffreys Epstein, vildi ekki bera vitni í dómsal í dag. Verjendur hennar luku vörnum sínum í dag en undanfarna daga hefur hann að mestu snúist um að grafa undan vitnisburði þeirra fjögurra kvenna sem hafa borið vitni gegn Maxwell. 17. desember 2021 23:36