Einangraði sig inni á klósetti eftir jákvætt heimapróf í miðju flugi til Íslands Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 30. desember 2021 08:50 Bandaríski kennarinn dvaldi fimm tíma inn á klósetti Icelandair á leið til Íslands. Skjáskot Hún var afar sérstök, flugferð bandaríska kennarans Marisa Fotieo til Íslands skömmu fyrir jól. Í miðju flugi tók hún Covid-19 heimapróf sem reyndist jákvætt og ákvað hún því að einangra sig inn á klósetti flugvélarinnar til þess að freista þess að vernda aðra farþega. Fotieo sýndi frá einangruninni og dvöl sinni á Íslandi á samfélagsmiðlinum TikTok og hafa fjölmargir bandarískir fjölmiðlar fjallað um Íslandsför hennar. @marisaefotieo Shout out to @Icelandair for my VIP quarantine quarters.. ##luxuryliving ##imsolucky ##covid ##vaccinated ##fyp ##viralvideotiktok ##quarantine I'm So Lucky Lucky - Grandzz Þann 20. desember ferðaðist hún með Icelandair frá Chicago til Íslands. Í viðtali við Today í Bandaríkjunum sagðist hún hafa fundið fyrir eymslum í hálsi í miðju flugi. Hún var með nokkur heimapróf í farteskinu, sér til halds og trausts á ferðalaginu. „Ég fór með heimaprófið inn á klósett og innan tíðar voru tvær rauðar línur,“ segir Fotieo en það gefur til kynna að prófið hafi verið jákvætt vegna Covid-19. Afréð hún þá að einangra sig inn á klósetti það sem eftir lifði flugferðar, sem hún áætlar að hafi verið um fimm tímar. „Það voru 150 farþegar um borð í vélinu og ég óttaðist það mest að smita þá,“ segir hún. Fotieo er einstaklega þakklát í garð flugfreyju Icelandair, Ragnhildar Eiríksdóttur, sem hún segir að hafi gert flugferðina á klósettinu eins þægilega og hægt var miðað við kringumstæður. @marisaefotieo Quarantine: Iceland Edition ##fyp ##quarantine ##omicron ##viralvideo ##imsolucky ##fypage ##winterbreak ##icelandadventure ##nap Suns - Official Sound Studio „Hún gekk úr skugga um að ég fengi allt sem ég þurfti, mat og drykk, og hún var stöðugt að athuga með mig og fullvissa mig um að allt yrði í lagi,“ segir hún. Við komuna til Íslands þurfti Fotieo að dvelja á farsóttarhúsi og segir hún að þar hafi Ragnhildur áfram gengið úr skugga um að dvöl hennar á Íslandi væri ánægjuleg, miðað við aðstæður. „Hún kom með blóm og lítið jólatré með ljósum,“ segir Fotieo. „Það var svo hjartnæmt og hún er bara algjör engill.“ @marisaefotieo UPDATE: We LOVE Rocky from @icelandair.is she makes the world a happier place ##christmas ##sunnyday ##vaccinated ##covid ##quarantine ##fyp ##viralvideo Sunny Day - Ramol Icelandair Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Fréttir af flugi Ferðamennska á Íslandi Samfélagsmiðlar TikTok Mest lesið Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Erlent Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Innlent „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Erlent Þrír fundust látnir í Noregi Erlent Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Innlent Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Innlent Fordæma árás á sjúkraliða Erlent Fleiri fréttir Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Eina fjallamennskunámið leggst að óbreyttu af Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Ólögmæt gjaldtaka gæti kostað ríkið milljarða Bílar á víð og dreif hindruðu aðgengi slökkviliðsbíla Þungt yfir Bangkok og lögsókn vegna olíugjalda Endurreisn VG og njósnir á Íslandi Reyndi að stinga lögreglu af á torfæruhjóli Björguðu á þriðja tug af Eyjafjallajökli Ungir skátar sæmdir forsetamerkinu Ný gæðavottun stuðli ekki að mismunun Mikið líf og fjör á Íslandsleikunum á Selfossi Íslendingur á Grænlandi: „Það heyrist ekki múkk í neinum“ Hestar á vappi um Kórana Tilkynnt um ungmenni sem framdi rán og líkamsárás Spenna á Grænlandi og íslenskumiði í glugga leigubíla Bæjarstjórnin gagnrýnir skýrslu um hvernig eigi að byggja upp bæinn Roðsnakk frá 19 ára frumkvöðli slær í gegn Tímaspursmál hvenær Bandaríkin snúi sér að Íslandi Sjá meira
Fotieo sýndi frá einangruninni og dvöl sinni á Íslandi á samfélagsmiðlinum TikTok og hafa fjölmargir bandarískir fjölmiðlar fjallað um Íslandsför hennar. @marisaefotieo Shout out to @Icelandair for my VIP quarantine quarters.. ##luxuryliving ##imsolucky ##covid ##vaccinated ##fyp ##viralvideotiktok ##quarantine I'm So Lucky Lucky - Grandzz Þann 20. desember ferðaðist hún með Icelandair frá Chicago til Íslands. Í viðtali við Today í Bandaríkjunum sagðist hún hafa fundið fyrir eymslum í hálsi í miðju flugi. Hún var með nokkur heimapróf í farteskinu, sér til halds og trausts á ferðalaginu. „Ég fór með heimaprófið inn á klósett og innan tíðar voru tvær rauðar línur,“ segir Fotieo en það gefur til kynna að prófið hafi verið jákvætt vegna Covid-19. Afréð hún þá að einangra sig inn á klósetti það sem eftir lifði flugferðar, sem hún áætlar að hafi verið um fimm tímar. „Það voru 150 farþegar um borð í vélinu og ég óttaðist það mest að smita þá,“ segir hún. Fotieo er einstaklega þakklát í garð flugfreyju Icelandair, Ragnhildar Eiríksdóttur, sem hún segir að hafi gert flugferðina á klósettinu eins þægilega og hægt var miðað við kringumstæður. @marisaefotieo Quarantine: Iceland Edition ##fyp ##quarantine ##omicron ##viralvideo ##imsolucky ##fypage ##winterbreak ##icelandadventure ##nap Suns - Official Sound Studio „Hún gekk úr skugga um að ég fengi allt sem ég þurfti, mat og drykk, og hún var stöðugt að athuga með mig og fullvissa mig um að allt yrði í lagi,“ segir hún. Við komuna til Íslands þurfti Fotieo að dvelja á farsóttarhúsi og segir hún að þar hafi Ragnhildur áfram gengið úr skugga um að dvöl hennar á Íslandi væri ánægjuleg, miðað við aðstæður. „Hún kom með blóm og lítið jólatré með ljósum,“ segir Fotieo. „Það var svo hjartnæmt og hún er bara algjör engill.“ @marisaefotieo UPDATE: We LOVE Rocky from @icelandair.is she makes the world a happier place ##christmas ##sunnyday ##vaccinated ##covid ##quarantine ##fyp ##viralvideo Sunny Day - Ramol
Icelandair Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Fréttir af flugi Ferðamennska á Íslandi Samfélagsmiðlar TikTok Mest lesið Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Erlent Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Innlent „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Erlent Þrír fundust látnir í Noregi Erlent Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Innlent Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Innlent Fordæma árás á sjúkraliða Erlent Fleiri fréttir Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Eina fjallamennskunámið leggst að óbreyttu af Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Ólögmæt gjaldtaka gæti kostað ríkið milljarða Bílar á víð og dreif hindruðu aðgengi slökkviliðsbíla Þungt yfir Bangkok og lögsókn vegna olíugjalda Endurreisn VG og njósnir á Íslandi Reyndi að stinga lögreglu af á torfæruhjóli Björguðu á þriðja tug af Eyjafjallajökli Ungir skátar sæmdir forsetamerkinu Ný gæðavottun stuðli ekki að mismunun Mikið líf og fjör á Íslandsleikunum á Selfossi Íslendingur á Grænlandi: „Það heyrist ekki múkk í neinum“ Hestar á vappi um Kórana Tilkynnt um ungmenni sem framdi rán og líkamsárás Spenna á Grænlandi og íslenskumiði í glugga leigubíla Bæjarstjórnin gagnrýnir skýrslu um hvernig eigi að byggja upp bæinn Roðsnakk frá 19 ára frumkvöðli slær í gegn Tímaspursmál hvenær Bandaríkin snúi sér að Íslandi Sjá meira