Ragnheiður Ósk valin maður ársins 2021 Kolbeinn Tumi Daðason og Vésteinn Örn Pétursson skrifa 31. desember 2021 14:50 Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir er maður ársins 2021 að mati fréttastofu Stöðar 2, Vísis og Bylgjunnar. Vísir/Vilhelm Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar hjá Heilsugæslunni á höfuðborgarsvæðinu, er maður ársins að mati fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar. Margir voru um hituna á viðburðaríku ári en tilkynnt var um valið í þættinum Kryddsíld í dag, þar sem árið 2021 er gert upp. Ragnheiður Ósk leiddi starfsfólk heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins við að bólusetja nær alla þjóðina – þrisvar sinnum – og tókst á við sögulega aðgerð þar sem bar til tíðinda að Íslendingar fengust til að standa í röð. Áskoranirnar voru fjölmargar en öllum mætt með óbilandi jákvæðni og elju. Yfirvegun og bjart viðmót lituðu andrúmsloftið við bólusetninguna sem ýtti undir sameiningarkraft þjóðarinnar á víðsjárverðum tímum. Tileinkað öllu starfsfólkinu „Ég held ég verði að fá að tileinka þetta öllu því fjölmarga starfsfólki sem hefur komið með okkur í þetta verkefni. Það eru svo margir á bak við tjöldin sem eiga svo mikið skilið. Þetta er til þeirra,“ sagði Ragnheiður af þessu tilefni í Kryddsíldinni á Stöð 2 rétt í þessu. Hún segir að í upphafi, febrúar 2021, hafi fyrstu bólusetningarnar verið boðnar 90 ára fólki og eldri. Hún segir þann hóp hafa gefið tóninn fyrir þá gleði sem einkenndi bólusetningarnar. Fólk hafi mætt glatt í bragði og prúðbúið í bólusetningu, sem varð að einskonar gleðidegi. Aðspurð hvað hefði verið skemmtilegast við verkefnið og hvað hefði verið leiðinlegast var Ragnheiður fljót að segja til um hvað hefði verið skemmtilegast. „Það er kannski bara að hafa fengið að taka þátt í þessu stóra verkefni. Þó svo að það sé alvarlegur tónn í því þá hefur það gefið okkur heilmikið. Við eigum sterkt heilbrigðiskerfi, ég veit ekki alveg hvað þau eru búin að vera að segja hér,“ sagði Ragnheiður Ósk og benti á ráðherrana í Kryddsíldinni. Hún sagðist þá telja að þó eitt og annað mætti laga í heilbrigðiskerfinu þá væru svo mörg svið kerfisins að standa sig svo vel. „Það er það sem hefur verið skemmtilegast að fylgjast með.“ Að neðan má sjá innslag um mann ársins árið 2021 að mati fréttastofunnar. Kryddsíld Fréttir ársins 2021 Mest lesið Viðreisn fær utanríkis- og fjármálaráðuneytið Innlent Starfsmaður sendiráðs hafi skilið við íbúðina í óviðunandi ástandi Innlent Hafi litað bæjarpólitík í Hafnarfirði í áratugi Innlent Sprenghlægilegt og grafalvarlegt klúður ársins Innlent Kynna ráðherraskipan í Hafnarborg Innlent Skorað á Sjálfstæðiskonur í formannsframboð Innlent Vill að stjórn FH fari frá Innlent Einar baðst fyrirgefningar Innlent Ummælin hörð gagnrýni sem ekki eigi að flokka sem hatursorðræðu Innlent Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Erlent Fleiri fréttir Engin breyting á hvalveiðileyfi því það sé glænýtt Ríkisstjórn sem þarfnist mikillar samhæfingar milli formannanna Einar baðst fyrirgefningar Áherslur nýrrar ríkisstjórnar, fordæmalausar aðgerðir og minningarathöfn Fönguðu augnablikin þegar tunglið skyggði á Mars Hafi litað bæjarpólitík í Hafnarfirði í áratugi Settur ráðherra skipar skrifstofustjóra Börnin búin að velja ný nöfn á skólana á Kársnesi „Nokkuð þægilegt samtal um hver fái hvað“ Skorað á Sjálfstæðiskonur í formannsframboð Óróahviður í Mýrafjöllum sagðar líkjast aðdraganda Reykjaneselda Kynna ráðherraskipan í Hafnarborg Síðasti fundur starfsstjórnar og rýnt í ráðherrakapalinn Fólk fari varlega í kringum nýfædd börn í jólaboðunum Viðreisn fær utanríkis- og fjármálaráðuneytið Borgin fær 150 milljónir frá ESB til að hreinsa Tjörnina og Vatnsmýri Starfsmaður sendiráðs hafi skilið við íbúðina í óviðunandi ástandi Vill að stjórn FH fari frá Sprenghlægilegt og grafalvarlegt klúður ársins Setur út á aðbúnað og umgjörð starfseminnar á neyðarvistun Stuðla Kristrún sögð verða forsætisráðherra í nýrri stjórn Handtekinn vegna gruns um líkamsárás Ummælin hörð gagnrýni sem ekki eigi að flokka sem hatursorðræðu Eldstöðvar sem ógnað gætu Vestlendingum minna á sig Máttu ekki selja í stæði við Engjaveg fyrir Jólagesti Björgvins Andlátið á Stuðlum hafði mikil áhrif Valkyrjur ná saman, yfirfullar flugvélar og mistök ársins Þjóðin fær nýja ríkisstjórn í jólagjöf Umfangsmikið útkall í Suðurhrauni vegna mikils reyks Flýta flugeldasýningu og breyta hlaupaleiðum á Menningarnótt Sjá meira
Ragnheiður Ósk leiddi starfsfólk heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins við að bólusetja nær alla þjóðina – þrisvar sinnum – og tókst á við sögulega aðgerð þar sem bar til tíðinda að Íslendingar fengust til að standa í röð. Áskoranirnar voru fjölmargar en öllum mætt með óbilandi jákvæðni og elju. Yfirvegun og bjart viðmót lituðu andrúmsloftið við bólusetninguna sem ýtti undir sameiningarkraft þjóðarinnar á víðsjárverðum tímum. Tileinkað öllu starfsfólkinu „Ég held ég verði að fá að tileinka þetta öllu því fjölmarga starfsfólki sem hefur komið með okkur í þetta verkefni. Það eru svo margir á bak við tjöldin sem eiga svo mikið skilið. Þetta er til þeirra,“ sagði Ragnheiður af þessu tilefni í Kryddsíldinni á Stöð 2 rétt í þessu. Hún segir að í upphafi, febrúar 2021, hafi fyrstu bólusetningarnar verið boðnar 90 ára fólki og eldri. Hún segir þann hóp hafa gefið tóninn fyrir þá gleði sem einkenndi bólusetningarnar. Fólk hafi mætt glatt í bragði og prúðbúið í bólusetningu, sem varð að einskonar gleðidegi. Aðspurð hvað hefði verið skemmtilegast við verkefnið og hvað hefði verið leiðinlegast var Ragnheiður fljót að segja til um hvað hefði verið skemmtilegast. „Það er kannski bara að hafa fengið að taka þátt í þessu stóra verkefni. Þó svo að það sé alvarlegur tónn í því þá hefur það gefið okkur heilmikið. Við eigum sterkt heilbrigðiskerfi, ég veit ekki alveg hvað þau eru búin að vera að segja hér,“ sagði Ragnheiður Ósk og benti á ráðherrana í Kryddsíldinni. Hún sagðist þá telja að þó eitt og annað mætti laga í heilbrigðiskerfinu þá væru svo mörg svið kerfisins að standa sig svo vel. „Það er það sem hefur verið skemmtilegast að fylgjast með.“ Að neðan má sjá innslag um mann ársins árið 2021 að mati fréttastofunnar.
Kryddsíld Fréttir ársins 2021 Mest lesið Viðreisn fær utanríkis- og fjármálaráðuneytið Innlent Starfsmaður sendiráðs hafi skilið við íbúðina í óviðunandi ástandi Innlent Hafi litað bæjarpólitík í Hafnarfirði í áratugi Innlent Sprenghlægilegt og grafalvarlegt klúður ársins Innlent Kynna ráðherraskipan í Hafnarborg Innlent Skorað á Sjálfstæðiskonur í formannsframboð Innlent Vill að stjórn FH fari frá Innlent Einar baðst fyrirgefningar Innlent Ummælin hörð gagnrýni sem ekki eigi að flokka sem hatursorðræðu Innlent Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Erlent Fleiri fréttir Engin breyting á hvalveiðileyfi því það sé glænýtt Ríkisstjórn sem þarfnist mikillar samhæfingar milli formannanna Einar baðst fyrirgefningar Áherslur nýrrar ríkisstjórnar, fordæmalausar aðgerðir og minningarathöfn Fönguðu augnablikin þegar tunglið skyggði á Mars Hafi litað bæjarpólitík í Hafnarfirði í áratugi Settur ráðherra skipar skrifstofustjóra Börnin búin að velja ný nöfn á skólana á Kársnesi „Nokkuð þægilegt samtal um hver fái hvað“ Skorað á Sjálfstæðiskonur í formannsframboð Óróahviður í Mýrafjöllum sagðar líkjast aðdraganda Reykjaneselda Kynna ráðherraskipan í Hafnarborg Síðasti fundur starfsstjórnar og rýnt í ráðherrakapalinn Fólk fari varlega í kringum nýfædd börn í jólaboðunum Viðreisn fær utanríkis- og fjármálaráðuneytið Borgin fær 150 milljónir frá ESB til að hreinsa Tjörnina og Vatnsmýri Starfsmaður sendiráðs hafi skilið við íbúðina í óviðunandi ástandi Vill að stjórn FH fari frá Sprenghlægilegt og grafalvarlegt klúður ársins Setur út á aðbúnað og umgjörð starfseminnar á neyðarvistun Stuðla Kristrún sögð verða forsætisráðherra í nýrri stjórn Handtekinn vegna gruns um líkamsárás Ummælin hörð gagnrýni sem ekki eigi að flokka sem hatursorðræðu Eldstöðvar sem ógnað gætu Vestlendingum minna á sig Máttu ekki selja í stæði við Engjaveg fyrir Jólagesti Björgvins Andlátið á Stuðlum hafði mikil áhrif Valkyrjur ná saman, yfirfullar flugvélar og mistök ársins Þjóðin fær nýja ríkisstjórn í jólagjöf Umfangsmikið útkall í Suðurhrauni vegna mikils reyks Flýta flugeldasýningu og breyta hlaupaleiðum á Menningarnótt Sjá meira