Forystumenn flokka á þingi gera upp árið eins og þeir hafa gert á gamlársdag á Stöð 2 í yfir þrjátíu ár. Tekist verður á um stóru málin á árinu, Unnsteinn og Hermigervill frumflytja glænýtt lag og val fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar á manni ársins verður kynnt.
Hægt er að hlusta á Kryddsíldina á Bylgjunni hér að neðan.
Enn er hægt að tryggja sér áskrift en það má gera hér.
Þórhallur Gunnarsson, framkvæmdastjóri fjölmiðla Stöðvar 2 og Vodafone, segir að tekin hafi verið ákvörðun um að hafa Kryddsíldina í dagskrá fyrir áskrifendur þetta árið, eins og aðra fréttatíma Stöðvar 2.
„Okkur finnst ósanngjarnt gagnvart þeim að opna staka dagskrárliði fyrir þá sem ekki vilja vera áskrifendur...nema stundum,“ segir Þórhallur.