Væntingar til Willums dvínuðu eftir fyrstu aðgerðir hans Heimir Már Pétursson skrifar 31. desember 2021 12:01 Almenningur hefur mestar væntingar til Willums Þórs Þórssonar heilbrigðisráðherra þótt þær dvínuðu eftir að hann kynnti fyrstu sóttvarnaaðgerðir sínar hinn 22. desember. Væntingar til fyrrverandi heilbrigðisráðherra dvínuðu einnig eftir að aðgerðirnar voru kynntar. Vísir/Vilhelm Landsmenn höfðu mestar væntingar til nýs heilbrigðisráðherra af öllum ráðherrum ríkisstjórnarinnar áður en hann greip til fyrstu sóttvarnaaðgerða sinna. Væntingarnar minnkuðu mikið eftir það. Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra bar höfuð og herðar yfir aðra ráðherra í nýrri ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur framan af þegar spurt var um væntingar til ráðherra, samkvæmt könnun Maskínu fyrir fréttastofuna sem gerð var dagana 15. til 28. desember. 35,8 prósent sögðust bera mestar væntingar til Willums, tæplega tuttugu prósent til Ásmundar Einars Daðasonar og forsætisráðherrann Katrín Jakobsdóttir var í þriðja sæti með 13,2 prósent. Aðrir ráðherrar voru með væntingar í eins stafs tölu. Jón Gunnarsson var hins vegar á botninum því tæplega þrjátíu prósent sögðust bera minnstar væntingar til hans, 16,3 prósent báru minnstar væntingar til Bjarna Benediktssonar og tæplega sautján prósent til Guðmundar Inga Guðbrandssonar. Staðan breyttist hins vegar eftir 22. desember þegar Willum Þór Þórsson kynnti fyrstu sóttvarnaaðgerðir sínar. Eftir það báru nítján prósent mestar væntingar til hans en Ásmundur Einar skaust upp væntingaskalann í 30,5 prósent. Katrín Jakbosdóttir var áfram á svipuðum slóðum með tæp þrettán prósent og aðrir í eins stafs tölum. Staða Jóns Gunnarssonar með minnstar væntingar skánaði aðeins því eftir aðgerðirnar sögðust um 25 prósent bera minnstar væntingar til hans, Svandís Svavarsdóttir fer í annað sæti minnstra væntinga og Áslaug Arna í það þriðja. Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Skoðanakannanir Tengdar fréttir Ný ríkisstjórn stefnulaus á mikilvægum tímum Fyrstu fjárlög kjörtímabilsins eru orðin að merkisbera ríkisstjórnarsamstarfs Sjálfstæðisflokks, Framsóknarflokks og Vinstri Grænna. Efni þeirra er að mestu leyti óbreytt frá síðustu fjárlögum. Í þeim eru engin svör að finna við vandamálum í ríkisrekstri. Fátækt fólk er skilið eftir eina ferðina enn. 31. desember 2021 10:01 240 milljónir fóru í ráðherrabílana Ríkissjóður greiddi tæplega 240 milljónir í rekstur bifreiða og laun bílstjóra fyrir ráðherra ríkisstjórnarinnar á líðandi ári. Stjórnvöld fjárfestu í þremur nýjum rafmagnsjeppum, þar sem hver bíll kostaði níu milljónir króna. 30. desember 2021 13:01 Katrín: Ekki skemmtileg tíðindi í aðdraganda jóla Hertari sóttvarnaaðgerðir taka gildi á miðnætti annað kvöld og gilda í þrjár vikur. Aldrei hafa fleiri greinst á einum sólarhring eins og í gær. Forsætisráðherra telur líklegt að sóttvarnareglur verði hertar á landamærunum um miðjan janúar. 21. desember 2021 19:20 Mest lesið Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent Sindri grunaður um fjárdrátt Innlent Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Erlent Ærandi þögn og klukkan tifar Innlent Biskup og prestar lýsa yfir stuðningi við Budde og boðskap hennar Innlent Leyfið heyrir sögunni til Innlent Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Innlent Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Innlent „Þau eru bara fyrir“ Innlent Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Erlent Fleiri fréttir Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Foreldrar stefna Kennarasambandinu vegna verkfallsaðgerða „Draumahúsið“ sem hefði getað sparað stórfé Sindri grunaður um fjárdrátt Hælisleitendur fá ekki inni í JL eftir allt saman Ærandi þögn og klukkan tifar Halla vill leiða VR áfram Strætó fær sérakrein á Kringlumýrarbraut Leyfið heyrir sögunni til Sakleysi dætranna hafi gufað upp Biskup og prestar lýsa yfir stuðningi við Budde og boðskap hennar Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Segir Grænlendinga yndislega, harðduglega og útsjónarsama „Þau eru bara fyrir“ „Óvandaðir falsfréttamiðlar koma fram við fólk eins og fífl“ Hvammsvirkjun uppfylli ekki skilyrði Óhugnanlegt að hugsa til þess ef allt hefði ekki farið á besta veg Opið málþing Læknadaga: Næring allra, sérstaklega barna - fjárfesting fyrir framtíðina „Erfiðara að komast að rót vandans með þessum krökkum“ Efnaslys varð í grunnskóla í Reykjanesbæ Engar töfralausnir við hegðunarvanda barna Minkurinn dó vegna fuglaflensu Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn bjartsýnir eftir fund dagsins Af þingi í skólamál á Austurlandi Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Efast um niðurstöðu héraðsdóms í Hvammsvirkjunarmáli Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Hætta rannsókn á skipverjunum á Hugin „Ég held að það sé full ástæða til að óttast“ Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Sjá meira
Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra bar höfuð og herðar yfir aðra ráðherra í nýrri ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur framan af þegar spurt var um væntingar til ráðherra, samkvæmt könnun Maskínu fyrir fréttastofuna sem gerð var dagana 15. til 28. desember. 35,8 prósent sögðust bera mestar væntingar til Willums, tæplega tuttugu prósent til Ásmundar Einars Daðasonar og forsætisráðherrann Katrín Jakobsdóttir var í þriðja sæti með 13,2 prósent. Aðrir ráðherrar voru með væntingar í eins stafs tölu. Jón Gunnarsson var hins vegar á botninum því tæplega þrjátíu prósent sögðust bera minnstar væntingar til hans, 16,3 prósent báru minnstar væntingar til Bjarna Benediktssonar og tæplega sautján prósent til Guðmundar Inga Guðbrandssonar. Staðan breyttist hins vegar eftir 22. desember þegar Willum Þór Þórsson kynnti fyrstu sóttvarnaaðgerðir sínar. Eftir það báru nítján prósent mestar væntingar til hans en Ásmundur Einar skaust upp væntingaskalann í 30,5 prósent. Katrín Jakbosdóttir var áfram á svipuðum slóðum með tæp þrettán prósent og aðrir í eins stafs tölum. Staða Jóns Gunnarssonar með minnstar væntingar skánaði aðeins því eftir aðgerðirnar sögðust um 25 prósent bera minnstar væntingar til hans, Svandís Svavarsdóttir fer í annað sæti minnstra væntinga og Áslaug Arna í það þriðja.
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Skoðanakannanir Tengdar fréttir Ný ríkisstjórn stefnulaus á mikilvægum tímum Fyrstu fjárlög kjörtímabilsins eru orðin að merkisbera ríkisstjórnarsamstarfs Sjálfstæðisflokks, Framsóknarflokks og Vinstri Grænna. Efni þeirra er að mestu leyti óbreytt frá síðustu fjárlögum. Í þeim eru engin svör að finna við vandamálum í ríkisrekstri. Fátækt fólk er skilið eftir eina ferðina enn. 31. desember 2021 10:01 240 milljónir fóru í ráðherrabílana Ríkissjóður greiddi tæplega 240 milljónir í rekstur bifreiða og laun bílstjóra fyrir ráðherra ríkisstjórnarinnar á líðandi ári. Stjórnvöld fjárfestu í þremur nýjum rafmagnsjeppum, þar sem hver bíll kostaði níu milljónir króna. 30. desember 2021 13:01 Katrín: Ekki skemmtileg tíðindi í aðdraganda jóla Hertari sóttvarnaaðgerðir taka gildi á miðnætti annað kvöld og gilda í þrjár vikur. Aldrei hafa fleiri greinst á einum sólarhring eins og í gær. Forsætisráðherra telur líklegt að sóttvarnareglur verði hertar á landamærunum um miðjan janúar. 21. desember 2021 19:20 Mest lesið Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent Sindri grunaður um fjárdrátt Innlent Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Erlent Ærandi þögn og klukkan tifar Innlent Biskup og prestar lýsa yfir stuðningi við Budde og boðskap hennar Innlent Leyfið heyrir sögunni til Innlent Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Innlent Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Innlent „Þau eru bara fyrir“ Innlent Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Erlent Fleiri fréttir Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Foreldrar stefna Kennarasambandinu vegna verkfallsaðgerða „Draumahúsið“ sem hefði getað sparað stórfé Sindri grunaður um fjárdrátt Hælisleitendur fá ekki inni í JL eftir allt saman Ærandi þögn og klukkan tifar Halla vill leiða VR áfram Strætó fær sérakrein á Kringlumýrarbraut Leyfið heyrir sögunni til Sakleysi dætranna hafi gufað upp Biskup og prestar lýsa yfir stuðningi við Budde og boðskap hennar Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Segir Grænlendinga yndislega, harðduglega og útsjónarsama „Þau eru bara fyrir“ „Óvandaðir falsfréttamiðlar koma fram við fólk eins og fífl“ Hvammsvirkjun uppfylli ekki skilyrði Óhugnanlegt að hugsa til þess ef allt hefði ekki farið á besta veg Opið málþing Læknadaga: Næring allra, sérstaklega barna - fjárfesting fyrir framtíðina „Erfiðara að komast að rót vandans með þessum krökkum“ Efnaslys varð í grunnskóla í Reykjanesbæ Engar töfralausnir við hegðunarvanda barna Minkurinn dó vegna fuglaflensu Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn bjartsýnir eftir fund dagsins Af þingi í skólamál á Austurlandi Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Efast um niðurstöðu héraðsdóms í Hvammsvirkjunarmáli Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Hætta rannsókn á skipverjunum á Hugin „Ég held að það sé full ástæða til að óttast“ Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Sjá meira
Ný ríkisstjórn stefnulaus á mikilvægum tímum Fyrstu fjárlög kjörtímabilsins eru orðin að merkisbera ríkisstjórnarsamstarfs Sjálfstæðisflokks, Framsóknarflokks og Vinstri Grænna. Efni þeirra er að mestu leyti óbreytt frá síðustu fjárlögum. Í þeim eru engin svör að finna við vandamálum í ríkisrekstri. Fátækt fólk er skilið eftir eina ferðina enn. 31. desember 2021 10:01
240 milljónir fóru í ráðherrabílana Ríkissjóður greiddi tæplega 240 milljónir í rekstur bifreiða og laun bílstjóra fyrir ráðherra ríkisstjórnarinnar á líðandi ári. Stjórnvöld fjárfestu í þremur nýjum rafmagnsjeppum, þar sem hver bíll kostaði níu milljónir króna. 30. desember 2021 13:01
Katrín: Ekki skemmtileg tíðindi í aðdraganda jóla Hertari sóttvarnaaðgerðir taka gildi á miðnætti annað kvöld og gilda í þrjár vikur. Aldrei hafa fleiri greinst á einum sólarhring eins og í gær. Forsætisráðherra telur líklegt að sóttvarnareglur verði hertar á landamærunum um miðjan janúar. 21. desember 2021 19:20