Maggi Eiríks hvergi nærri hættur Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 2. janúar 2022 19:00 Magnús Eiríksson er einn ástsælasti lagahöfundur þjóðarinnar. Janus Traustason Einn ástsælasti lagahöfundur þjóðarinnar, Magnús Eiríksson eða Maggi Eiríks, segist hvergi nærri hættur. Hann varð 76 ára gamall á síðasta ári og segir lykilatriði að spila á gítarinn á hverjum degi til að halda puttunum í lagi. Tónlistarmaðurinn var í viðtali hjá Þorgeiri Ástvaldssyni nýverið og ræddi tónlistina og lífið. Maggi segist hafa alist upp við Elvis Presley en fljótlega hafi Shadows, Bítlarnir og aðrar hljómsveitir skotið sér fram á sjónarsviðið. Hann byrjaði í fótbolta en færði sig fljótlega alfarið yfir í tónlistina. „Ég var markmaður hjá Fram þarna á gamla malarvellinum, sem drap nú marga, fyrir neðan Sjómannaskólann. Ég var kominn held ég í annan eða þriðja flokk, eitthvað svoleiðis, fimmtán ára. Þá kom hljómlistin og stelpurnar og allt þetta og maður mátti ekkert vera að því að vera í fótbolta,“ segir Maggi Eiríks og bölvar malarvöllunum gömlu. Maggi er enn á því að tónlistarsköpunin þurfi ekki að vera flókin og bestu lagasmíðarnar séu jafnvel fólgnar í einfaldleikanum: „Ég er enn á því að það þurfi ekki nema eina sögu og þrjá hljóma eins og segir í kántrímúsíkinni.“ Hann fer yfir víðan völl í viðtalinu og rekur sögu þekktustu laga sinna: „Ég er náttúrulega búinn að gera alveg ægilegan helling af textum í gegnum tíðina. Ég hef ekki einu sinni tölu á því.“ „Við verðum allir ástfangnir þrisvar að minnsta kosti. Fyrst er það baby love í skólanum, fallega andlitið, svo er það unglingaástin. Hún getur verið helvíti hættuleg og svo kemur þessi eina sanna ef maður er heppinn - og fær já. Ég var heppinn, rosalega.“ Viðtalið má hlusta á í heild sinni hér að neðan. Tónlist Eldri borgarar Tímamót Mest lesið „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Lífið Lét sig dreyma um Eurovision á Húsavík Tónlist Sjón og Eggers leiða hesta sína saman í nýjum varúlfahryllingi Bíó og sjónvarp Gervais minnist hundsins úr After Life Lífið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Lífið Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Lífið Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Lífið Fleiri fréttir Gervais minnist hundsins úr After Life „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Harry fær afsökunarbeiðni Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Meintur stuldur á borð RÚV Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Heiðar Logi og Anný orðin foreldrar Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Brunabjallan fór í gang í miðjum fréttatíma Risa endurkoma eftir áratug í dvala Kúrekarnir tóku völdin í Grafarvogi Hugsaðu þig tvisvar um áður en þú svarar Frúnni í Hamborg Fimmtán árum fagnað í sólinni Þetta hafði fólk að segja eftir lokaþáttinn af Vigdísi Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Kjartan og Tekla tækla yfirþyngd og orkuleysi Hommalegasta blómabúðin opnuð með stæl Stjörnulífið: Menningarsjokk í Vesturbænum og öskrandi á Tene Einföld atriði fyrir aukna vellíðan í skammdeginu Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Sjá meira
Tónlistarmaðurinn var í viðtali hjá Þorgeiri Ástvaldssyni nýverið og ræddi tónlistina og lífið. Maggi segist hafa alist upp við Elvis Presley en fljótlega hafi Shadows, Bítlarnir og aðrar hljómsveitir skotið sér fram á sjónarsviðið. Hann byrjaði í fótbolta en færði sig fljótlega alfarið yfir í tónlistina. „Ég var markmaður hjá Fram þarna á gamla malarvellinum, sem drap nú marga, fyrir neðan Sjómannaskólann. Ég var kominn held ég í annan eða þriðja flokk, eitthvað svoleiðis, fimmtán ára. Þá kom hljómlistin og stelpurnar og allt þetta og maður mátti ekkert vera að því að vera í fótbolta,“ segir Maggi Eiríks og bölvar malarvöllunum gömlu. Maggi er enn á því að tónlistarsköpunin þurfi ekki að vera flókin og bestu lagasmíðarnar séu jafnvel fólgnar í einfaldleikanum: „Ég er enn á því að það þurfi ekki nema eina sögu og þrjá hljóma eins og segir í kántrímúsíkinni.“ Hann fer yfir víðan völl í viðtalinu og rekur sögu þekktustu laga sinna: „Ég er náttúrulega búinn að gera alveg ægilegan helling af textum í gegnum tíðina. Ég hef ekki einu sinni tölu á því.“ „Við verðum allir ástfangnir þrisvar að minnsta kosti. Fyrst er það baby love í skólanum, fallega andlitið, svo er það unglingaástin. Hún getur verið helvíti hættuleg og svo kemur þessi eina sanna ef maður er heppinn - og fær já. Ég var heppinn, rosalega.“ Viðtalið má hlusta á í heild sinni hér að neðan.
Tónlist Eldri borgarar Tímamót Mest lesið „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Lífið Lét sig dreyma um Eurovision á Húsavík Tónlist Sjón og Eggers leiða hesta sína saman í nýjum varúlfahryllingi Bíó og sjónvarp Gervais minnist hundsins úr After Life Lífið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Lífið Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Lífið Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Lífið Fleiri fréttir Gervais minnist hundsins úr After Life „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Harry fær afsökunarbeiðni Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Meintur stuldur á borð RÚV Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Heiðar Logi og Anný orðin foreldrar Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Brunabjallan fór í gang í miðjum fréttatíma Risa endurkoma eftir áratug í dvala Kúrekarnir tóku völdin í Grafarvogi Hugsaðu þig tvisvar um áður en þú svarar Frúnni í Hamborg Fimmtán árum fagnað í sólinni Þetta hafði fólk að segja eftir lokaþáttinn af Vigdísi Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Kjartan og Tekla tækla yfirþyngd og orkuleysi Hommalegasta blómabúðin opnuð með stæl Stjörnulífið: Menningarsjokk í Vesturbænum og öskrandi á Tene Einföld atriði fyrir aukna vellíðan í skammdeginu Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Sjá meira