„Þetta heppnaðist alveg hjá honum“ Eiður Þór Árnason skrifar 1. janúar 2022 09:01 Athæfið á eflaust eftir að gefa fleiri foreldrum og vinum einhverjar hugmyndir. samsett Mikla athygli vakti í vor þegar faðir nokkur brá á það óvenjulega ráð að auglýsa einhleypu börnin sín á lausu með það að markmiði að koma þeim út. „Á LAUSU! Systkinin Edda Mjöll og Kristó Karls verða á Akureyri þessa helgina í leit að maka! Ég SKAL koma þeim út... kveðja pabbi,“ sagði á áberandi skiltaborða sem stóð um tíma í miðbæ Akureyrar. Þá var sambærileg auglýsing birt á LED-skilti við eina fjölförnustu umferðargötu bæjarins. Þetta óvænta framtak Karls Brynjólfssonar kom systkinunum Eddu Mjöll Karlsdóttur og Kristófer Karlssyni mjög í opna skjöldu á sínum tíma en þau eru nú bæði komin í langtímasamband. Skiltið fræga sem stóð í Hafnarstræti á Akureyri.KATRÍN ÓSK ÁSGEIRSDÓTTIR „Við systkinin byrjuðum á föstu í október og nóvember svo þetta heppnaðist alveg hjá honum,“ segir Edda í samtali við Vísi og áréttar að pabbi sinn hafi gengið undir viðurnefninu HM-karlinn eftir að hún kom frægu myndbandi af honum í dreifingu árið 2017. Edda leitaði þó ekki langt þegar kom að því að velja kærastann. Fékkstu fleiri skilaboð eftir að pabbi þinn birti þessar auglýsingar? „Já, bara mjög mikið frá perrum en ég byrjaði á föstu með besta vini mínum.“ Líkt og Edda sagði í samtali við Vísi í mars eru þau feðgin miklir grínistar og því var hrekkurinn kannski ekki svo óvenjulegur. Í raun hafi pabbi hennar verið að hefna sín vegna birtingar áðurnefnds myndbands þar sem hann sést fagna árangri íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu á einstakan hátt. „Þau eru margoft búin að gera grín að mér og það miklu verra þannig ég átti þetta inni,“ sagði Karl í samtali við Vísi þegar fyrst var greint frá málinu í mars. „Ég er bara að reyna að koma börnunum mínum út. Þau eru 22 og 26 ára og þetta gengur ekkert. Þetta er búið að vera afar slakt hjá þeim báðum og þau búa enn heima hjá mömmu og pabba.“ Fyndið en hræðilegt Bæði Kristófer og Edda voru stödd í sólinni á Tenerife ásamt mökum sínum þegar fréttamaður náði af þeim tali. Kristófer segir að atvikið í mars sé enn ferskt í minni. „Ég var að keyra inn á Akureyri og þá var pabbi búinn að tala við nokkra vini mína og láta þá vita af þessu. Þegar ég stoppa á rauðu ljósi þá sé ég á horninu á auganu mínu óvenjulega auglýsingu og þar er ég og systir mín starandi á mig. Þetta var fyndið en hræðilegt.“ Sjálfur fékk Kristófer nokkur óvænt símtöl þetta kvöld en segir þau flest hafa verið frá misgáfulegum spéfuglum. Aðspurður um hvort hann þakki föður sínum fyrir að vera á föstu í dag segist Kristófer seint ætla viðurkenna það af ótta við að fá aldrei frið frá glaðhlakkandi HM-karlinum. „Nei það er ekki út af því, en hún hefur nú alveg örugglega séð þetta. Þetta hefur nú örugglega eitthvað hjálpað á einhvern hátt.“ Ástin og lífið Akureyri Tengdar fréttir Auglýsti börnin sín á lausu: „Ég er bara að reyna að koma þeim út“ „Á LAUSU! Systkinin Edda Mjöll og Kristó Karls verða á Akureyri þessa helgina í leit að maka! Ég SKAL koma þeim út... kveðja pabbi.“ 6. mars 2021 14:03 Mest lesið „Mig langaði að segja þessar sögur“ Lífið Kaflaskil í tískunni þegar hann var tíu ára Tíska og hönnun Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið Krakkatían: Óvæntur gestur, söngleikur og dalmatíuhundar Lífið „Á svona tímapunkti vantar mann að geta tengt við einhvern“ Lífið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði Lífið Fleiri fréttir „Á svona tímapunkti vantar mann að geta tengt við einhvern“ Krakkatían: Óvæntur gestur, söngleikur og dalmatíuhundar „Mig langaði að segja þessar sögur“ Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Jónsi og Una Torfa létu sig ekki vanta á opnunarhátíð Krafts Merzedes Club snýr aftur Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Þungarokkarar komast ekki til Íslands Guðlaugur og Anný Rós keyptu einbýli í Garðabæ Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Gunnar selur þakíbúð í „New York Loft-stíl“ Syndir á móti straumnum í old school hiphopi Sænsk sjónvarpsgoðsögn látin Fimm dýrustu eignirnar sem seldust árið 2024 Söng- og leikkonan Marianne Faithfull er látin Dagur og Ingunn hætt saman Innlit í fataskáp Dóru Júlíu Tóku hús í gegn út á Seltjarnarnesi og settu upp hjónasvítu í bílskúrnum Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Mesta mýtan að fólkið sé grimmt og dónalegt Rán, Guðjón, Kristín og Stefán Máni hrepptu hnossið Enn einn breski erfinginn í heiminn Átján ára aldursmunur milli yngsta og elsta keppanda í Ungfrú Ísland Will Ferrell ætlar með Husavik á Broadway Skinkukallinn er víða Sjá meira
„Á LAUSU! Systkinin Edda Mjöll og Kristó Karls verða á Akureyri þessa helgina í leit að maka! Ég SKAL koma þeim út... kveðja pabbi,“ sagði á áberandi skiltaborða sem stóð um tíma í miðbæ Akureyrar. Þá var sambærileg auglýsing birt á LED-skilti við eina fjölförnustu umferðargötu bæjarins. Þetta óvænta framtak Karls Brynjólfssonar kom systkinunum Eddu Mjöll Karlsdóttur og Kristófer Karlssyni mjög í opna skjöldu á sínum tíma en þau eru nú bæði komin í langtímasamband. Skiltið fræga sem stóð í Hafnarstræti á Akureyri.KATRÍN ÓSK ÁSGEIRSDÓTTIR „Við systkinin byrjuðum á föstu í október og nóvember svo þetta heppnaðist alveg hjá honum,“ segir Edda í samtali við Vísi og áréttar að pabbi sinn hafi gengið undir viðurnefninu HM-karlinn eftir að hún kom frægu myndbandi af honum í dreifingu árið 2017. Edda leitaði þó ekki langt þegar kom að því að velja kærastann. Fékkstu fleiri skilaboð eftir að pabbi þinn birti þessar auglýsingar? „Já, bara mjög mikið frá perrum en ég byrjaði á föstu með besta vini mínum.“ Líkt og Edda sagði í samtali við Vísi í mars eru þau feðgin miklir grínistar og því var hrekkurinn kannski ekki svo óvenjulegur. Í raun hafi pabbi hennar verið að hefna sín vegna birtingar áðurnefnds myndbands þar sem hann sést fagna árangri íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu á einstakan hátt. „Þau eru margoft búin að gera grín að mér og það miklu verra þannig ég átti þetta inni,“ sagði Karl í samtali við Vísi þegar fyrst var greint frá málinu í mars. „Ég er bara að reyna að koma börnunum mínum út. Þau eru 22 og 26 ára og þetta gengur ekkert. Þetta er búið að vera afar slakt hjá þeim báðum og þau búa enn heima hjá mömmu og pabba.“ Fyndið en hræðilegt Bæði Kristófer og Edda voru stödd í sólinni á Tenerife ásamt mökum sínum þegar fréttamaður náði af þeim tali. Kristófer segir að atvikið í mars sé enn ferskt í minni. „Ég var að keyra inn á Akureyri og þá var pabbi búinn að tala við nokkra vini mína og láta þá vita af þessu. Þegar ég stoppa á rauðu ljósi þá sé ég á horninu á auganu mínu óvenjulega auglýsingu og þar er ég og systir mín starandi á mig. Þetta var fyndið en hræðilegt.“ Sjálfur fékk Kristófer nokkur óvænt símtöl þetta kvöld en segir þau flest hafa verið frá misgáfulegum spéfuglum. Aðspurður um hvort hann þakki föður sínum fyrir að vera á föstu í dag segist Kristófer seint ætla viðurkenna það af ótta við að fá aldrei frið frá glaðhlakkandi HM-karlinum. „Nei það er ekki út af því, en hún hefur nú alveg örugglega séð þetta. Þetta hefur nú örugglega eitthvað hjálpað á einhvern hátt.“
Ástin og lífið Akureyri Tengdar fréttir Auglýsti börnin sín á lausu: „Ég er bara að reyna að koma þeim út“ „Á LAUSU! Systkinin Edda Mjöll og Kristó Karls verða á Akureyri þessa helgina í leit að maka! Ég SKAL koma þeim út... kveðja pabbi.“ 6. mars 2021 14:03 Mest lesið „Mig langaði að segja þessar sögur“ Lífið Kaflaskil í tískunni þegar hann var tíu ára Tíska og hönnun Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið Krakkatían: Óvæntur gestur, söngleikur og dalmatíuhundar Lífið „Á svona tímapunkti vantar mann að geta tengt við einhvern“ Lífið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði Lífið Fleiri fréttir „Á svona tímapunkti vantar mann að geta tengt við einhvern“ Krakkatían: Óvæntur gestur, söngleikur og dalmatíuhundar „Mig langaði að segja þessar sögur“ Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Jónsi og Una Torfa létu sig ekki vanta á opnunarhátíð Krafts Merzedes Club snýr aftur Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Þungarokkarar komast ekki til Íslands Guðlaugur og Anný Rós keyptu einbýli í Garðabæ Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Gunnar selur þakíbúð í „New York Loft-stíl“ Syndir á móti straumnum í old school hiphopi Sænsk sjónvarpsgoðsögn látin Fimm dýrustu eignirnar sem seldust árið 2024 Söng- og leikkonan Marianne Faithfull er látin Dagur og Ingunn hætt saman Innlit í fataskáp Dóru Júlíu Tóku hús í gegn út á Seltjarnarnesi og settu upp hjónasvítu í bílskúrnum Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Mesta mýtan að fólkið sé grimmt og dónalegt Rán, Guðjón, Kristín og Stefán Máni hrepptu hnossið Enn einn breski erfinginn í heiminn Átján ára aldursmunur milli yngsta og elsta keppanda í Ungfrú Ísland Will Ferrell ætlar með Husavik á Broadway Skinkukallinn er víða Sjá meira
Auglýsti börnin sín á lausu: „Ég er bara að reyna að koma þeim út“ „Á LAUSU! Systkinin Edda Mjöll og Kristó Karls verða á Akureyri þessa helgina í leit að maka! Ég SKAL koma þeim út... kveðja pabbi.“ 6. mars 2021 14:03