Munar um Miðflokkinn á nýju ári? Tómas Ellert Tómasson skrifar 1. janúar 2022 07:00 Miðflokkurinn var stofnaður á fjölmennum fundi þann 8. október 2017 í Rúgbrauðsgerðinni. Flokkurinn var stofnaður til að fylla upp í sístækkandi gap í íslenskum stjórnmálum sem aðrir flokkar höfðu ekki sinnt og gera reyndar ekki enn, nema þá helst í hátíðarræðum og í fagurgölum stundarfjórðungi fyrir kosningar. Miðflokkurinn var aftur á móti stofnaður til að vinna að og veita íslenskri þjóð stöðugleika og einnig standa vörð um hefðbundin grunngildi s.s. að verja fullveldið og innlenda framleiðslu fyrir ágangi erlendra þjóða og íslenskra gróðapunga, en um leið vera flokkur hugmyndaauðgi og framfara. Stefnan var nefnd skynsemishyggja, sem skyldi gilda fyrir Ísland allt. Áhersla yrði lögð á byggða- og landbúnaðarmál í anda stefnu skandinavískra miðflokka. Miðflokkurinn var sem sagt stofnaður fyrir skynsamt fólk með skýra sýn á grundvallarmál samfélagsins sem styður góðar hugmyndir sama hvaðan þær koma. Stefnan var því einföld og skýr sem lögð var upp með fyrir alþingiskosningarnar 2017. Uppskeran var mesti kosningasigur sem nýr flokkur hefur fengið í sínum fyrstu kosningum hér á landi. Niðurstaðan 10,9% á landsvísu og 7 þingmenn - Íslandsmet takk fyrir! Sigurganga Miðflokksins hélt svo áfram í sveitarstjórnarkosningunum um vorið 2018 og fékk þá alls 9 sveitarstjórnamenn kjörna á landinu öllu í sínu nafni, fleiri en Viðreisn (6), Píratar (3), VG (8) og Flokkur fólksins (1) fengu. Ratatoskur reiðir til sverðs Það er óhætt að segja að Miðflokkurinn hafi farið vel af stað í upphafi og náð eyrum fólks sem samsinnti sér með stefnu og málflutningi flokksins, enda stefna flokksins einföld, skynsöm og skýr. Fulltrúar kerfisins og varðhundar þess, hér eftir nefndir Ratatoskar, sáu ógnina sem stóð af þessum nýja flokki, hófu fljótt varnarbaráttu og reiddu til sverðs í þeirri von að brjóta á bak aftur Miðflokkinn. Þeim stóð ógn af því að þarna var kominn fram stjórnmálaflokkur sem ræddi málin af skynsemi og lagði til skynsamar lausnir sem höfðaði til almennings og kjósenda, á kostnað kerfisræðisins. Varnarbarátta og aðferðir Ratatoskanna eru bæði grófar og ofbeldiskenndar. Birtingarmyndir ofbeldisins eru margar, bæði duldar og sýnilegar. Einelti og hundsun kemur til dæmis upp í hugann þegar ýmsir nafntogaðir fjölmiðlamenn eiga í hlut og „fréttaflutningur“ þeirra. Einnig má nefna að Ratatoskarnir hafa sent særandi einkaskilaboð til flokksmanna, haft um þá niðrandi ummæli á samfélagsmiðlum, borið á borð lygasögur og hafa svo í ofanálag birt og fjallað um í þúsundum pistla um vandræðalega kráarferð nokkurra þingmanna flokksins og óábyrgt tal þeirra um annað fólk og ætlaðar vegtyllur. Óábyrgt og ósmekklegt fyllerísraus sem þingmennirnir hafa beðist afsökunar á, en Ratatoskarnir ekki fyrirgefið. Það hentar þeim ekki, Miðflokkurinn ógnar kerfinu og skal allur - íslensk stjórnmál 101? Þó það bæti ekki böl að benda á annað verra, en er fólk búið að gleyma grænu baununum, bankagjöfunum, umframakstrinum, tæknilegu mistökunum, sjóði 9, kláminu, vafningunum, rauða kjólnum, fiðrildamálinu, káfkörlunum og síðast en ekki síst barnaníðingsmálinu sem felldi heila ríkisstjórn og þeim ummælum og vörnum sem þar áttu sér stað? - Það virðist allt fyrirgefið og fallið í gleymskunnar dá. Er það vegna þess að þar átti í hlut fólk sem eru samþykktir Ratatoskar og eru partur af kerfinu eða á sterka fjárhagslega bakhjarla sem geta leyft sér þann munað að halda úti óhróðri og áróðri á bæði ríkis- og einkareknum fréttastöðvum, í nafni „frjálslyndis“, sem nýttir eru til að níða skóinn af öðrum og komast upp með það? – Leikhús fáranleikans segi ég nú bara. Það munar um Miðflokkinn á nýju ári Innanborðs í Miðflokknum er fjöldi fólks sem stóð að stofnun flokksins og ákvað að fylkja sér á bakvið stefnu hans, breiða út boðskapinn og iðka hann. Þingmenn Miðflokksins hafa staðið vörð um dýrmæta fullveldið okkar og talað fyrir bættri byggð og landbúnaði fyrir Ísland allt. Á sveitarstjórnarstiginu hefur borgarfulltrúinn okkar staðið í ströngu við að rétta kúrsinn hjá Reykjavíkurborg í anda stefnu Miðflokksins og fengið mikið bágt fyrir hjá Ratatoskunum. Annars staðar á landinu hafa svo sveitarstjórnarfulltrúar Miðflokksins staðið sína vakt vel í takti við stefnu flokksins, hvort sem að þeir eru hluti af meiri- eða minnihlutum í sínum sveitarfélögum. Formaður Miðflokksins, Sigmundur Davíð Gunnlaugsson hefur nú gefið tóninn fyrir það sem koma skal á nýju ári. Hann hefur gefið sér það heit að leita til uppruna síns, þangað sem Miðflokkurinn var stofnaður til og vera meira afdráttarlaus á komandi ári. Það er vel. Engar flækjur, bara einföld og skýr skilaboð sem Ratatoskarnir munu eiga í vandræðum með að snúa útúr. Þegar það raungerist, mun muna um Miðflokkinn á nýju ári - fyrir Ísland allt. Höfundur er bæjarfulltrúi Miðflokksins í Svf. Árborg. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Tómas Ellert Tómasson Miðflokkurinn Mest lesið Við þekkjum öll einn alkóhólista - hættum að stinga höfðinu í sandinn Bryndís Rós Morrison Skoðun KVISS BANG! - mætti lausnin sem bjargaði Svíum nýtast okkur ? Jakob Frímann Magnússon Skoðun Mikilvægi samfélagslöggæslu Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir Skoðun „Hvenær var þetta samtal við þjóðina tekið?“ spurði garðyrkjubóndinn Halla Hrund Logadóttir Skoðun Lítið að frétta í lífi án frétta á landsbyggðunum Skúli Bragi Geirdal Skoðun Fær ESB Ísland í jólagjöf? Stefán Vagn Stefánsson Skoðun Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd á ekki að vera leikhús Hildur Sverrisdóttir Skoðun Þetta er víst einkavæðing! Engilbert Guðmundsson Skoðun Náttúruspjöll í sveitarfélagi ársins Kjartan H. Ágústsson Skoðun Að eta útsæði Sigríiður Á. Andersen Skoðun Skoðun Skoðun Lítið að frétta í lífi án frétta á landsbyggðunum Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Við þekkjum öll einn alkóhólista - hættum að stinga höfðinu í sandinn Bryndís Rós Morrison skrifar Skoðun Mikilvægi samfélagslöggæslu Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Betra heilbrigðiskerfi fyrir konur Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun KVISS BANG! - mætti lausnin sem bjargaði Svíum nýtast okkur ? Jakob Frímann Magnússon skrifar Skoðun Kennaramenntun án afkomuótta: Lykill að sterkari samfélögum Kristín Dýrfjörð skrifar Skoðun Náttúruminjasafn Íslands – klárum verkefnið Hilmar J. Malmquist skrifar Skoðun Inngilding erlends starfsfólks á íslenskum vinnumarkaði Ingunn Björk Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Að eta útsæði Sigríiður Á. Andersen skrifar Skoðun Kjósum kratana í þágu dýravelferðar Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Þegar dýrt verður allt í einu of dýrt Trausti Hjálmarsson skrifar Skoðun Frelsi alla leið – dánaraðstoð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Kjósum velferð dýra Þórunn Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Líf í skugga flugvallar – upplifun íbúa Haukur Magnússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar Skoðun Stafrænn heimur og gervigreind til framtíðar Þormóður Logi Björnsson skrifar Skoðun Netöryggi og friðhelgi einkalífs – grundvallarréttur allra Grímur Grímsson,Eva Pandora Baldursdóttir skrifar Skoðun Þetta er víst einkavæðing! Engilbert Guðmundsson skrifar Skoðun Tapast hafa sveitarstjórnarmenn af öllu landinu Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun Ábyrg umræða óskast um vinnumarkaðslíkanið Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Næring – hlutverk næringarfræðinga Edda Ýr Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Bætum samskipti ríkis og sveitarfélaga Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Kópavogur lækkar skatta á íbúa Orri Hlöðversson,Gunnar Sær Ragnarsson skrifar Skoðun Alþingi kemur Kvikmyndasjóði til bjargar Hópur kvikmyndagerðarfólks skrifar Skoðun Skóli fyrir alla Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Áfram strákar! Heiðbrá Ólafsdóttir skrifar Skoðun Nú er vika fjögur að hefjast í verkfallsaðgerðum KÍ og enn virðast engar lausnir í sjónmáli! Hafdís Einarsdóttir skrifar Skoðun Umhverfismál: „Hvað get ég gert?“ Einar Bárðarson skrifar Skoðun Tölfræðileg líkindi og merkingarleg tengsl – Frá mynstrum til skilnings Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Náttúruspjöll í sveitarfélagi ársins Kjartan H. Ágústsson skrifar Skoðun Frekar vandræðalegt Ólafur Hauksson skrifar Sjá meira
Miðflokkurinn var stofnaður á fjölmennum fundi þann 8. október 2017 í Rúgbrauðsgerðinni. Flokkurinn var stofnaður til að fylla upp í sístækkandi gap í íslenskum stjórnmálum sem aðrir flokkar höfðu ekki sinnt og gera reyndar ekki enn, nema þá helst í hátíðarræðum og í fagurgölum stundarfjórðungi fyrir kosningar. Miðflokkurinn var aftur á móti stofnaður til að vinna að og veita íslenskri þjóð stöðugleika og einnig standa vörð um hefðbundin grunngildi s.s. að verja fullveldið og innlenda framleiðslu fyrir ágangi erlendra þjóða og íslenskra gróðapunga, en um leið vera flokkur hugmyndaauðgi og framfara. Stefnan var nefnd skynsemishyggja, sem skyldi gilda fyrir Ísland allt. Áhersla yrði lögð á byggða- og landbúnaðarmál í anda stefnu skandinavískra miðflokka. Miðflokkurinn var sem sagt stofnaður fyrir skynsamt fólk með skýra sýn á grundvallarmál samfélagsins sem styður góðar hugmyndir sama hvaðan þær koma. Stefnan var því einföld og skýr sem lögð var upp með fyrir alþingiskosningarnar 2017. Uppskeran var mesti kosningasigur sem nýr flokkur hefur fengið í sínum fyrstu kosningum hér á landi. Niðurstaðan 10,9% á landsvísu og 7 þingmenn - Íslandsmet takk fyrir! Sigurganga Miðflokksins hélt svo áfram í sveitarstjórnarkosningunum um vorið 2018 og fékk þá alls 9 sveitarstjórnamenn kjörna á landinu öllu í sínu nafni, fleiri en Viðreisn (6), Píratar (3), VG (8) og Flokkur fólksins (1) fengu. Ratatoskur reiðir til sverðs Það er óhætt að segja að Miðflokkurinn hafi farið vel af stað í upphafi og náð eyrum fólks sem samsinnti sér með stefnu og málflutningi flokksins, enda stefna flokksins einföld, skynsöm og skýr. Fulltrúar kerfisins og varðhundar þess, hér eftir nefndir Ratatoskar, sáu ógnina sem stóð af þessum nýja flokki, hófu fljótt varnarbaráttu og reiddu til sverðs í þeirri von að brjóta á bak aftur Miðflokkinn. Þeim stóð ógn af því að þarna var kominn fram stjórnmálaflokkur sem ræddi málin af skynsemi og lagði til skynsamar lausnir sem höfðaði til almennings og kjósenda, á kostnað kerfisræðisins. Varnarbarátta og aðferðir Ratatoskanna eru bæði grófar og ofbeldiskenndar. Birtingarmyndir ofbeldisins eru margar, bæði duldar og sýnilegar. Einelti og hundsun kemur til dæmis upp í hugann þegar ýmsir nafntogaðir fjölmiðlamenn eiga í hlut og „fréttaflutningur“ þeirra. Einnig má nefna að Ratatoskarnir hafa sent særandi einkaskilaboð til flokksmanna, haft um þá niðrandi ummæli á samfélagsmiðlum, borið á borð lygasögur og hafa svo í ofanálag birt og fjallað um í þúsundum pistla um vandræðalega kráarferð nokkurra þingmanna flokksins og óábyrgt tal þeirra um annað fólk og ætlaðar vegtyllur. Óábyrgt og ósmekklegt fyllerísraus sem þingmennirnir hafa beðist afsökunar á, en Ratatoskarnir ekki fyrirgefið. Það hentar þeim ekki, Miðflokkurinn ógnar kerfinu og skal allur - íslensk stjórnmál 101? Þó það bæti ekki böl að benda á annað verra, en er fólk búið að gleyma grænu baununum, bankagjöfunum, umframakstrinum, tæknilegu mistökunum, sjóði 9, kláminu, vafningunum, rauða kjólnum, fiðrildamálinu, káfkörlunum og síðast en ekki síst barnaníðingsmálinu sem felldi heila ríkisstjórn og þeim ummælum og vörnum sem þar áttu sér stað? - Það virðist allt fyrirgefið og fallið í gleymskunnar dá. Er það vegna þess að þar átti í hlut fólk sem eru samþykktir Ratatoskar og eru partur af kerfinu eða á sterka fjárhagslega bakhjarla sem geta leyft sér þann munað að halda úti óhróðri og áróðri á bæði ríkis- og einkareknum fréttastöðvum, í nafni „frjálslyndis“, sem nýttir eru til að níða skóinn af öðrum og komast upp með það? – Leikhús fáranleikans segi ég nú bara. Það munar um Miðflokkinn á nýju ári Innanborðs í Miðflokknum er fjöldi fólks sem stóð að stofnun flokksins og ákvað að fylkja sér á bakvið stefnu hans, breiða út boðskapinn og iðka hann. Þingmenn Miðflokksins hafa staðið vörð um dýrmæta fullveldið okkar og talað fyrir bættri byggð og landbúnaði fyrir Ísland allt. Á sveitarstjórnarstiginu hefur borgarfulltrúinn okkar staðið í ströngu við að rétta kúrsinn hjá Reykjavíkurborg í anda stefnu Miðflokksins og fengið mikið bágt fyrir hjá Ratatoskunum. Annars staðar á landinu hafa svo sveitarstjórnarfulltrúar Miðflokksins staðið sína vakt vel í takti við stefnu flokksins, hvort sem að þeir eru hluti af meiri- eða minnihlutum í sínum sveitarfélögum. Formaður Miðflokksins, Sigmundur Davíð Gunnlaugsson hefur nú gefið tóninn fyrir það sem koma skal á nýju ári. Hann hefur gefið sér það heit að leita til uppruna síns, þangað sem Miðflokkurinn var stofnaður til og vera meira afdráttarlaus á komandi ári. Það er vel. Engar flækjur, bara einföld og skýr skilaboð sem Ratatoskarnir munu eiga í vandræðum með að snúa útúr. Þegar það raungerist, mun muna um Miðflokkinn á nýju ári - fyrir Ísland allt. Höfundur er bæjarfulltrúi Miðflokksins í Svf. Árborg.
Skoðun Við þekkjum öll einn alkóhólista - hættum að stinga höfðinu í sandinn Bryndís Rós Morrison skrifar
Skoðun Inngilding erlends starfsfólks á íslenskum vinnumarkaði Ingunn Björk Vilhjálmsdóttir skrifar
Skoðun Líf í skugga flugvallar – upplifun íbúa Haukur Magnússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar
Skoðun Netöryggi og friðhelgi einkalífs – grundvallarréttur allra Grímur Grímsson,Eva Pandora Baldursdóttir skrifar
Skoðun Nú er vika fjögur að hefjast í verkfallsaðgerðum KÍ og enn virðast engar lausnir í sjónmáli! Hafdís Einarsdóttir skrifar
Skoðun Tölfræðileg líkindi og merkingarleg tengsl – Frá mynstrum til skilnings Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar