Er öryggi kennara og nemenda minna virði? Þorgerður Laufey Diðriksdóttir skrifar 1. janúar 2022 09:30 Grunnskólar eiga að vera einn öruggasti staður til að vera á og því eru kennarar furðu lostnir yfir einarðri afstöðu mennta- og barnamálaráðherra ríkisstjórnar Íslands um að hunsa með öllu tilmæli sóttvarnarlæknis um skólabyrjun á nýju ári. Með öryggi nemenda og kennara í hug hefur sóttvarnarlæknir lagt til að skólastarf í grunnskólum hefjist ekki fyrr en 10. janúar nk., en ráðherra tilkynnti opinberlega, án samráðs við kennara, að kennsla hæfist samkvæmt óbreyttu skipulagi. Þegar litið er er yfir sviðið og horft á þá nöturlegu staðreynd að smit hafa aldrei verið fleiri en einmitt nú, enn ein bylgjan er að ná hámarki og nemendur og kennarar líklega aldrei verið jafn varnarlausir fyrir smitum, ákveður ráðherra skyndilega að gera ekki það sem ætíð hefur verið gert í þessum skæða faraldri; að fylgja ráðleggingum sóttvarnarlæknis. Á fundi formanns Félags grunnskólakennara með menntamálaráðherra í gær, var ráðherra gert það alveg ljóst að grunnskólakennarar eru afar ósáttir við þessa ákvörðun og er í raun hægt að tala um vatnaskil þegar ráðherra ákveður, þvert á ráðleggingar okkar færustu sérfræðinga og vísindamanna, að hefja skólastarf svona snemma á jafn viðkvæmum tíma og nú. Þeirri afstöðu var skýrt komið á framfæri við ráðherra. Rökstuðningur ráðherra um að opnir grunnskólar væru lykilatriði fyrir íslenskt samfélag mætir að sjálfsögðu skilningi kennara, enda vita þeir sem er að mikilvægi kennara og kennslu skipta sköpum. Rökin sem lögð eru fram mega þó ekki draga úr trúverðuleika og trausti sem samfélagið hefur haft til þeirra aðgerða sem þarf að grípa til vegna sóttvarnar aðgerða stjórnvalda, þrátt fyrir að þær séu oft bæði íþyngjandi og erfiðar. Mikilvægt er að ekki komi til gliðnunar í samskiptum almennings og yfirvalda. Félag grunnskólakennara hefur sýnt ríkan samstarfsvilja við yfirvöld en harmar þann skort á samráði sem hér er á ferðinni og bendir á að sú ákvörðun ráðherra að fresta ekki skólastarfi, er alfarið á hans ábyrgð og ríkisstjórnarinnar. Yfirlýstur vilji ráðherra til samráðs við grunnskólakennara á næstu dögum og vikum til að átta sig á stöðu kennara í faraldrinum – og raunar um önnur hagsmunamál – er lofsverður, en í ljós verður að koma hvort þetta er aðeins í orði en ekki á borði. Höfundur er formaður Félags grunnskólakennara. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorgerður Laufey Diðriksdóttir Grunnskólar Skóla - og menntamál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun Almageddon? Eyþór Kristleifsson Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Óstjórn í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson Skoðun Skoðun Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Geðrænn vandi barna og ungmenna Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Eru sumir heppnari en aðrir? Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar Skoðun Sjálfstætt fólk Kristín Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Óstjórn í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Arfur stjórnmálanna 2024 Elvar Eyvindsson skrifar Skoðun Kjósum rétt(indi) fyrir fatlað fólk! Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Frelsi er allra, ekki fárra útvaldra Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Menntun og tækifæri: Hvað veljum við fyrir Ísland? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Eyðimerkurganga kosningabaráttunnar? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Kjóstu meiri árangur Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvaða hlekkur ert þú í keðjunni? Ellý Tómasdóttir skrifar Skoðun Laxeldið verður ekki stöðvað Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Þroskamerki þjóðar Tómas Torfason skrifar Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Var stytting náms til stúdentsprófs í þágu ungmenna? Sigurður E. Sigurjónsson skrifar Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson skrifar Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Sjálfstæðar konur? Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Fullveldinu er fórnað með aðild að Evrópusambandinu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Endurhugsum dæmið, endurnýtum textíl Guðbjörg Rut Pálmadóttir skrifar Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Um kosningar, gulrætur og verðbólgu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson skrifar Sjá meira
Grunnskólar eiga að vera einn öruggasti staður til að vera á og því eru kennarar furðu lostnir yfir einarðri afstöðu mennta- og barnamálaráðherra ríkisstjórnar Íslands um að hunsa með öllu tilmæli sóttvarnarlæknis um skólabyrjun á nýju ári. Með öryggi nemenda og kennara í hug hefur sóttvarnarlæknir lagt til að skólastarf í grunnskólum hefjist ekki fyrr en 10. janúar nk., en ráðherra tilkynnti opinberlega, án samráðs við kennara, að kennsla hæfist samkvæmt óbreyttu skipulagi. Þegar litið er er yfir sviðið og horft á þá nöturlegu staðreynd að smit hafa aldrei verið fleiri en einmitt nú, enn ein bylgjan er að ná hámarki og nemendur og kennarar líklega aldrei verið jafn varnarlausir fyrir smitum, ákveður ráðherra skyndilega að gera ekki það sem ætíð hefur verið gert í þessum skæða faraldri; að fylgja ráðleggingum sóttvarnarlæknis. Á fundi formanns Félags grunnskólakennara með menntamálaráðherra í gær, var ráðherra gert það alveg ljóst að grunnskólakennarar eru afar ósáttir við þessa ákvörðun og er í raun hægt að tala um vatnaskil þegar ráðherra ákveður, þvert á ráðleggingar okkar færustu sérfræðinga og vísindamanna, að hefja skólastarf svona snemma á jafn viðkvæmum tíma og nú. Þeirri afstöðu var skýrt komið á framfæri við ráðherra. Rökstuðningur ráðherra um að opnir grunnskólar væru lykilatriði fyrir íslenskt samfélag mætir að sjálfsögðu skilningi kennara, enda vita þeir sem er að mikilvægi kennara og kennslu skipta sköpum. Rökin sem lögð eru fram mega þó ekki draga úr trúverðuleika og trausti sem samfélagið hefur haft til þeirra aðgerða sem þarf að grípa til vegna sóttvarnar aðgerða stjórnvalda, þrátt fyrir að þær séu oft bæði íþyngjandi og erfiðar. Mikilvægt er að ekki komi til gliðnunar í samskiptum almennings og yfirvalda. Félag grunnskólakennara hefur sýnt ríkan samstarfsvilja við yfirvöld en harmar þann skort á samráði sem hér er á ferðinni og bendir á að sú ákvörðun ráðherra að fresta ekki skólastarfi, er alfarið á hans ábyrgð og ríkisstjórnarinnar. Yfirlýstur vilji ráðherra til samráðs við grunnskólakennara á næstu dögum og vikum til að átta sig á stöðu kennara í faraldrinum – og raunar um önnur hagsmunamál – er lofsverður, en í ljós verður að koma hvort þetta er aðeins í orði en ekki á borði. Höfundur er formaður Félags grunnskólakennara.
Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar
Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar
Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar
Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar