Ætlaði að taka áfengislausan janúar en entist út árið Vésteinn Örn Pétursson skrifar 2. janúar 2022 21:13 Tómas hér með Pilsner-flösku og þvagflösku af Landspítalanum, sem hann segir afbragðsgott neyslustýringartól. Facebook/Tómas Guðbjartsson „Fyrir ári síðan ákvað ég að prófa að hætta alveg að drekka áfengi. Þetta byrjaði sem veðmál við frúna, en fyrir ári voru vinkonur hennar flestar að hefja svokallaðan "Dry January". Þetta sagði hún mig aldrei geta - og ákvað ég því að taka hana á orðinu.“ Svona hefst Facebook-færsla læknisins Tómasar Guðbjartssonar, sem hann birti í gær í tilefni þess að ár væri liðið án þess að hann hefði bragðað áfengi. Hann segir að fljótlega eftir að hann ákvað að prófa að vera án áfengis, á nýársdag á síðasta ári, hafi hann merkt að svefngæði hans og orka hefðu aukist, bæði í leik og starfi. „Ekki veitir af því álagið í vinnunni hefur verið algjörlega út úr korti undanfarin misseri - iðulega tví- til þrískiptar næturvaktir ofan á fulla dagvinnu. Við slíkar aðstæður er góður nætursvefn og meiri orka gulls ígildi. Ég hef aldrei litið svo á að áfengi væri eitthvað vandamál í mínu lífi, en á fríhelgi og jafnvel í miðri viku fékk ég mér stundum rauðvínsglas eða tvö með góðum mat,“ skrifar Tómas. Hann hafi hins vegar séð með eigin augum hve „harður húsbóndi“ áfengið gæti verið, þar sem nokkrir nátengdir vinir hans og ættingjar hefðu lotið í lægra haldi fyrir alkóhólisma. Hann segir að í samskiptum við Bakkus svokallaðan, sé gott að hafa á hreinu hver ráði ferðinni. „Þetta á ekki síst við þegar álag er mikið - hvort sem það er í vinnu eða einkalífi. Vissulega getur fylgt því söknuður að neita sér um "guðaveigar", t.d. í veislum - en svei mér þá ef betri svefn og meiri lífsorka vegi ekki þyngra. Sumir vina minna hafa sagt mig leiðinlegri alls gáðan - sem er misskilningur, því ég hef alltaf verið pínu "þurr" og mat þeirra iðulega gert undir áhrifum áfengis. Hvað sem því líður hef ég ákveðið að framlengja þurrabúðina inn í árið 2022. Sjáum svo til hversu lengi það varir - en frúin er a.m.k. ekki til í annað veðmál!“ Tómas bætir því við að á Bíldudal sé hann yfirleitt kallaður „Prófessor Pilsner,“ enda hafi sala á óáfengum drykkjum tekið þar kipp eftir að áfengisbindindi hans hófst. „Fyrir þá sem koma í heimsókn í Andahvilft bíð ég enn upp á rauðvín, en úr "notaðri" þvagflösku af LSH. Þetta svínvirkar sem neyslustýring og þegar hafa nokkrir af vinum mínum ákveðið að hætta eftir slíka skenkingu. Reyndar er hvítvín ekki síður áhrifaríkt, eða blanda hvítu og rauðu saman!“ Tók eftir margþættum jákvæðum áhrifum Í samtali við Vísi segist Tómas ekki hafa verið neinn sérstakur drykkjumaður, raunar hafi verið langur vegur þar frá. „En um fríhelgar fékk maður sér eitt eða tvö glös. Þegar maður er undir miklu álagi þá sofnar maður vel af áfengi, ekki síst rauðvíni, en það er ekki óalgengt að maður vakni síðan upp klukkan tvö, hálfþrjú um nóttina. Þetta hefur ekki góð áhrif á djúpsvefninn,“ segir Tómas. Hann segir að eftir að hafa unnið veðmálið við konuna sína hafi hann einfaldlega fundið fyrir góðum áhrifum áfengisleysisins, bæði í íþróttum og í vinnunni, og því ákveðið að halda áfram. „Án þess að ég væri eitthvað að reyna að grenna mig þá tók ég eftir því að þetta hafði líka jákvæð áhrif á það.“ Ágætt til að sofna en kemur aftan að manni Tómas segist að undanförnu hafa kynnt sér sérstaklega áhrif áfengis á svefn. „Það er vissulega ágætt til þess að sofna en yfirleitt kemur þetta svona aftan að manni og það er alveg sannað að þetta er ekki gott svefnmeðal. Svo er ekki gott að gera eins og margir, sérstaklega karlmenn, að nota þetta við álagi eða kvíða.“ Þetta er ekki fyrsta bindindistilraunin sem Tómas ræðst í, en hann ákvað einu sinni að hætta að drekka gosdrykki og snerti þá ekki í fimm ár. „Það varð til þess að ég fór að drekka kaffi, sem ég gerði ekki áður. Ég sé eftir því að hafa ekki byrjað fyrr því kaffi er svo gott.“ Sér ekki fram á breytingu í bráð Tómas segir alveg óákveðið hvað hann ætlar að halda lengi áfram með bindindið, en segist ætla að halda áfram í bili. Hann lætur þó ósagt hvort hann sé hættur að drekka út lífið. „Það er gríðarlegt álag í vinnunni á spítalanum og meðan ég finn að mér gengur betur að takast á við það þá er ég klárlega ekkert að fara að breyta út af þessu.“ Hann hafi ákveðið að taka algjöra harðlínustefnu í bindindinu, eða svo til. „Ég er ekkert að fá mér líkjör út á ísinn eða smakka á víni. Ég drekk reyndar pilsner, sem þeir allra hörðustu gera ekki, því það er smá áfengi í honum.“ Tómas segir fyrsta mánuðinn hafa verið erfiðan, en síðan þá hafi það komið honum á óvart hve létt það var að sleppa áfenginu. „Pabbi og bróðir minn gerðu svolítið grín að mér, pabbi gaf mér til dæmis tvær kampavínsflöskur til að senda mér skilaboð,“ segir Tómas og hlær við. Hann segist telja að áramótin séu tími þar sem margir leiða hugann að einhvers konar lífstílsbreytingum, til að mynda að hætta að reykja, og ákvað því að segja frá sinni breytingu, sem nú hefur enst í ár. „Ég er ekki í einhverju missioni, þetta kom mér bara skemmtilega á óvart.“ Tímamót Áfengi og tóbak Mest lesið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Króli trúlofaður Lífið Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Menning „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Fleiri fréttir Króli trúlofaður Jólagjafir íslenskra vinnustaða Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Hafi ekki tekið þátt í herferð gegn Lively Einn frægasti krókódíll í heimi allur Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Límdi fyrir munninn á öllum við borðið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Sjá meira
Svona hefst Facebook-færsla læknisins Tómasar Guðbjartssonar, sem hann birti í gær í tilefni þess að ár væri liðið án þess að hann hefði bragðað áfengi. Hann segir að fljótlega eftir að hann ákvað að prófa að vera án áfengis, á nýársdag á síðasta ári, hafi hann merkt að svefngæði hans og orka hefðu aukist, bæði í leik og starfi. „Ekki veitir af því álagið í vinnunni hefur verið algjörlega út úr korti undanfarin misseri - iðulega tví- til þrískiptar næturvaktir ofan á fulla dagvinnu. Við slíkar aðstæður er góður nætursvefn og meiri orka gulls ígildi. Ég hef aldrei litið svo á að áfengi væri eitthvað vandamál í mínu lífi, en á fríhelgi og jafnvel í miðri viku fékk ég mér stundum rauðvínsglas eða tvö með góðum mat,“ skrifar Tómas. Hann hafi hins vegar séð með eigin augum hve „harður húsbóndi“ áfengið gæti verið, þar sem nokkrir nátengdir vinir hans og ættingjar hefðu lotið í lægra haldi fyrir alkóhólisma. Hann segir að í samskiptum við Bakkus svokallaðan, sé gott að hafa á hreinu hver ráði ferðinni. „Þetta á ekki síst við þegar álag er mikið - hvort sem það er í vinnu eða einkalífi. Vissulega getur fylgt því söknuður að neita sér um "guðaveigar", t.d. í veislum - en svei mér þá ef betri svefn og meiri lífsorka vegi ekki þyngra. Sumir vina minna hafa sagt mig leiðinlegri alls gáðan - sem er misskilningur, því ég hef alltaf verið pínu "þurr" og mat þeirra iðulega gert undir áhrifum áfengis. Hvað sem því líður hef ég ákveðið að framlengja þurrabúðina inn í árið 2022. Sjáum svo til hversu lengi það varir - en frúin er a.m.k. ekki til í annað veðmál!“ Tómas bætir því við að á Bíldudal sé hann yfirleitt kallaður „Prófessor Pilsner,“ enda hafi sala á óáfengum drykkjum tekið þar kipp eftir að áfengisbindindi hans hófst. „Fyrir þá sem koma í heimsókn í Andahvilft bíð ég enn upp á rauðvín, en úr "notaðri" þvagflösku af LSH. Þetta svínvirkar sem neyslustýring og þegar hafa nokkrir af vinum mínum ákveðið að hætta eftir slíka skenkingu. Reyndar er hvítvín ekki síður áhrifaríkt, eða blanda hvítu og rauðu saman!“ Tók eftir margþættum jákvæðum áhrifum Í samtali við Vísi segist Tómas ekki hafa verið neinn sérstakur drykkjumaður, raunar hafi verið langur vegur þar frá. „En um fríhelgar fékk maður sér eitt eða tvö glös. Þegar maður er undir miklu álagi þá sofnar maður vel af áfengi, ekki síst rauðvíni, en það er ekki óalgengt að maður vakni síðan upp klukkan tvö, hálfþrjú um nóttina. Þetta hefur ekki góð áhrif á djúpsvefninn,“ segir Tómas. Hann segir að eftir að hafa unnið veðmálið við konuna sína hafi hann einfaldlega fundið fyrir góðum áhrifum áfengisleysisins, bæði í íþróttum og í vinnunni, og því ákveðið að halda áfram. „Án þess að ég væri eitthvað að reyna að grenna mig þá tók ég eftir því að þetta hafði líka jákvæð áhrif á það.“ Ágætt til að sofna en kemur aftan að manni Tómas segist að undanförnu hafa kynnt sér sérstaklega áhrif áfengis á svefn. „Það er vissulega ágætt til þess að sofna en yfirleitt kemur þetta svona aftan að manni og það er alveg sannað að þetta er ekki gott svefnmeðal. Svo er ekki gott að gera eins og margir, sérstaklega karlmenn, að nota þetta við álagi eða kvíða.“ Þetta er ekki fyrsta bindindistilraunin sem Tómas ræðst í, en hann ákvað einu sinni að hætta að drekka gosdrykki og snerti þá ekki í fimm ár. „Það varð til þess að ég fór að drekka kaffi, sem ég gerði ekki áður. Ég sé eftir því að hafa ekki byrjað fyrr því kaffi er svo gott.“ Sér ekki fram á breytingu í bráð Tómas segir alveg óákveðið hvað hann ætlar að halda lengi áfram með bindindið, en segist ætla að halda áfram í bili. Hann lætur þó ósagt hvort hann sé hættur að drekka út lífið. „Það er gríðarlegt álag í vinnunni á spítalanum og meðan ég finn að mér gengur betur að takast á við það þá er ég klárlega ekkert að fara að breyta út af þessu.“ Hann hafi ákveðið að taka algjöra harðlínustefnu í bindindinu, eða svo til. „Ég er ekkert að fá mér líkjör út á ísinn eða smakka á víni. Ég drekk reyndar pilsner, sem þeir allra hörðustu gera ekki, því það er smá áfengi í honum.“ Tómas segir fyrsta mánuðinn hafa verið erfiðan, en síðan þá hafi það komið honum á óvart hve létt það var að sleppa áfenginu. „Pabbi og bróðir minn gerðu svolítið grín að mér, pabbi gaf mér til dæmis tvær kampavínsflöskur til að senda mér skilaboð,“ segir Tómas og hlær við. Hann segist telja að áramótin séu tími þar sem margir leiða hugann að einhvers konar lífstílsbreytingum, til að mynda að hætta að reykja, og ákvað því að segja frá sinni breytingu, sem nú hefur enst í ár. „Ég er ekki í einhverju missioni, þetta kom mér bara skemmtilega á óvart.“
Tímamót Áfengi og tóbak Mest lesið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Króli trúlofaður Lífið Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Menning „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Fleiri fréttir Króli trúlofaður Jólagjafir íslenskra vinnustaða Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Hafi ekki tekið þátt í herferð gegn Lively Einn frægasti krókódíll í heimi allur Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Límdi fyrir munninn á öllum við borðið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Sjá meira