Schiff segir innrás munu koma Rússum í koll, þar sem afleiðingarnar yrðu meðal annars þær að fleiri ríki myndu ganga í Atlantshafsbandalagið. Innrás í Úkraínu myndi færa Nató nær dyrum Rússlands, ekki ýta bandalagið fjær.
Jen Psaki, fjölmiðlafullrúi Joe Biden, sagði í gær að forsetinn hefði rætt við Volodymyr Zelenskiy, forseta Úkraínu, og gert honum grein fyrir því að Bandaríkjamenn og bandamenn þeirra myndu grípa til afgerðandi úrræða ef Rússar réðust lengra inn í Úkraínu.
Zelenskiy sagði á Twitter að samtal þeirra Biden hefði fært sönnur á sérstakt samband ríkjanna. Sagðist hann kunna að meta staðfastan stuðning Bandaríkjanna við Úkraínu.

Um það bil 100 þúsund rússneskir hermenn hafa safnast saman við landamærin að Úkraínu. Biden varaði Vladimir Pútín Rússlandsforseta við því fyrr í vikunni að Bandaríkjamenn myndu grípa til afgerandi refsiaðgerða ef Rússa léti til skarar skríða.
Til stendur að viðræður eigi sér stað um stöðu mála í Genf 9. og 10. janúar næstkomandi en Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, hefur sagt að ef vesturveldin haldi áfram að sækja að Rússlandi séu Rússar tilneyddir til að grípa til allra ráða til að tryggja jafnvægi og útrýma „óásættanlegum ógnum“ við öryggi landsins.
Í þættinum Face the Nation á CBS sagðist Schiff ekkert hafa á móti því að fara á eftir Pútín persónulega en viðameiri þvinganir væru áhrifameiri. Innrás myndi hafa öfug áhrif ef markmið Pútín væri að hrekja Nató burt en engu að síður þætti honum líklegt að forsetinn myndi láta af verða.
„Ég óttast að Pútín sé mjög líklegur til að fyrirskipa innrás. Í hreinskilni sagt þá skil ég ekki fyllilega hvað honum gengur til en hann virðist sannarlega ákveðinn nema við getum sannfært hann um annað.“