ÓL-sundkona sakar föður sinn um skelfilega hluti: Vill bjarga litlu systur Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 3. janúar 2022 10:31 Liliana Szilagyi sést hér þegar hún keppti á Ólympíuleikunum í Ríó árið 2016. EPA/ESTEBAN BIBA Ungverska sundkonan Liliana Szilagyi sakar föður sinn um andlega, líkamlega og kynferðislega misnotkun og segist koma nú fram til að bjarga litlu systur sinni frá sömu örlögum. Liliana Szilagyi er nú 25 ára gömul en hún hefur verið ein af öflugustu flugsundkonum Ungverja og hefur keppt á Ólympíuleikum fyrir þjóð sína. Liliana var unglingastjarna þar sem hún vann silfur á EM unglinga og gull Ólympíumóti ungmenna. Frá færslu Liliönu Szilagyi á Instagram.Instagram/@lilianaszilagyi Liliana ákvað að segja sögu sína á samfélagsmiðlum og það gerði hún meðal annars með því að fara í sviðsetta myndatöku þar sem má sjá hana alla út í marblettum og með límband fyrir munninum. Myndirnar eru sláandi en það eru líka það sem kemur fram um framkomu föður hennar. Hún sakar föður sinn um að hafa misnotað sig kynferðislega, barið sig margoft og notað vald sitt til að refsa henni og skipa henni fyrir. Faðir hennar er hinn 54 ára gamli Zoltan Szilagyi sem var sjálfur öflugur sundmaður sem keppti á þremur Ólympíuleikum á sínum tíma, 1988, 1992 og 2000. „Það var komið illa fram við mig stanslaust og án viðvörunar. Hann vildi sýna vald sitt yfir mér, hvort sem það var með refsingum, hótunum, synjun á ást eða kynferðislegri misnotkun,“ skrifaði Liliana Szilagyi á Instagram síðu sína. Frá færslu Liliönu Szilagyi á Instagram.Instagram/@lilianaszilagyi Lilian sakar einnig föður sinn um að berja móður sína þannig að hún missti nánast meðvitund. „Ég bjó í búbblu sem ég hélt að væri eðlileg. Að það væri eðlilegt að faðir minn myndi berja móður mína ef honum líkaði ekki eitthvað sem hún sagði eða gerði. Ef ég náði ekki mínum markmiðum þá var mér refsað. Ég mátti ekki hafa mínar eigin hugsanir, skoðanir eða markmið,“ skrifaði Liliana. Lilian losnaði úr prísund föður síns eftir EM 2016 og segist koma fram núna til að reyna að bjarga yngri systur sinni, Gerdu, frá sömu örlögum. Gerda er líka sundkona og þjálfuð af föður þeirra. Gerda sendi opið bréf og sagði ekkert til í því að faðir hennar kæmi svona fram við hana eða Liliönu. Liliana reyndi að höfða til systur sinnar í skilaboðum undir færslu sinni og hvatti hana til að brjótast út úr prísundinni. Ungverska sundsambandið segir að málið sé í rannsókn. Instagram færslu hennar má sjá hér fyrir neðan. View this post on Instagram A post shared by Liliana (@lilianaszilagyi) Sund Ólympíuleikar Ungverjaland Mest lesið Eygló Fanndal Evrópumeistari Sport Olga ætlar ekki í slag við Willum Sport Móðir Eyglóar afhenti henni sögulegt EM-gull Sport Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Íslenski boltinn Í beinni: Man. Utd. - Lyon | Stærsti leikur tímabilsins hjá United Fótbolti „Hugur minn er bara hjá henni“ Íslenski boltinn Sky Sports: Ancelotti hættir með Real Madrid eftir bikarúrslitaleikinn Fótbolti Rekinn út af eftir 36 sekúndur Handbolti Neymar fór grátandi af velli Fótbolti Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Íslenski boltinn Fleiri fréttir Van Dijk fær 68 milljónir á viku Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Í beinni: Man. Utd. - Lyon | Stærsti leikur tímabilsins hjá United Í beinni: Frankfurt - Tottenham | Tímabilið undir hjá Spurs Í beinni: Chelsea - Legia | Chelsea-menn í kjörstöðu Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Albert og félagar í undanúrslit Slæmur skellur á móti nágrönnunum Móðir Eyglóar afhenti henni sögulegt EM-gull Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Eygló Fanndal Evrópumeistari Sönderjyske vann Íslendingaslaginn Rekinn út af eftir 36 sekúndur Neymar fór grátandi af velli Sky Sports: Ancelotti hættir með Real Madrid eftir bikarúrslitaleikinn „Ég er alltaf stressuð“ Tevez vill að Ronaldo og Messi spili saman í kveðjuleiknum hans Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Óvenjuleg taktík Real Madrid á móti Arsenal fær falleinkunn frá Ferdinand Vonast til að gera íslensku þjóðina stolta Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Sjáðu Arsenal slá út Real Madrid, vítið sem dæmt og vítið sem var dæmt af Olga ætlar ekki í slag við Willum Veltu fyrir sér hvort það hafi verið rétt að taka Rashford af velli Dallas og Miami enn á lífi í umspili NBA Uppbótartíminn: „Draumar eru til þess að stefna hátt“ Sjá meira
Liliana Szilagyi er nú 25 ára gömul en hún hefur verið ein af öflugustu flugsundkonum Ungverja og hefur keppt á Ólympíuleikum fyrir þjóð sína. Liliana var unglingastjarna þar sem hún vann silfur á EM unglinga og gull Ólympíumóti ungmenna. Frá færslu Liliönu Szilagyi á Instagram.Instagram/@lilianaszilagyi Liliana ákvað að segja sögu sína á samfélagsmiðlum og það gerði hún meðal annars með því að fara í sviðsetta myndatöku þar sem má sjá hana alla út í marblettum og með límband fyrir munninum. Myndirnar eru sláandi en það eru líka það sem kemur fram um framkomu föður hennar. Hún sakar föður sinn um að hafa misnotað sig kynferðislega, barið sig margoft og notað vald sitt til að refsa henni og skipa henni fyrir. Faðir hennar er hinn 54 ára gamli Zoltan Szilagyi sem var sjálfur öflugur sundmaður sem keppti á þremur Ólympíuleikum á sínum tíma, 1988, 1992 og 2000. „Það var komið illa fram við mig stanslaust og án viðvörunar. Hann vildi sýna vald sitt yfir mér, hvort sem það var með refsingum, hótunum, synjun á ást eða kynferðislegri misnotkun,“ skrifaði Liliana Szilagyi á Instagram síðu sína. Frá færslu Liliönu Szilagyi á Instagram.Instagram/@lilianaszilagyi Lilian sakar einnig föður sinn um að berja móður sína þannig að hún missti nánast meðvitund. „Ég bjó í búbblu sem ég hélt að væri eðlileg. Að það væri eðlilegt að faðir minn myndi berja móður mína ef honum líkaði ekki eitthvað sem hún sagði eða gerði. Ef ég náði ekki mínum markmiðum þá var mér refsað. Ég mátti ekki hafa mínar eigin hugsanir, skoðanir eða markmið,“ skrifaði Liliana. Lilian losnaði úr prísund föður síns eftir EM 2016 og segist koma fram núna til að reyna að bjarga yngri systur sinni, Gerdu, frá sömu örlögum. Gerda er líka sundkona og þjálfuð af föður þeirra. Gerda sendi opið bréf og sagði ekkert til í því að faðir hennar kæmi svona fram við hana eða Liliönu. Liliana reyndi að höfða til systur sinnar í skilaboðum undir færslu sinni og hvatti hana til að brjótast út úr prísundinni. Ungverska sundsambandið segir að málið sé í rannsókn. Instagram færslu hennar má sjá hér fyrir neðan. View this post on Instagram A post shared by Liliana (@lilianaszilagyi)
Sund Ólympíuleikar Ungverjaland Mest lesið Eygló Fanndal Evrópumeistari Sport Olga ætlar ekki í slag við Willum Sport Móðir Eyglóar afhenti henni sögulegt EM-gull Sport Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Íslenski boltinn Í beinni: Man. Utd. - Lyon | Stærsti leikur tímabilsins hjá United Fótbolti „Hugur minn er bara hjá henni“ Íslenski boltinn Sky Sports: Ancelotti hættir með Real Madrid eftir bikarúrslitaleikinn Fótbolti Rekinn út af eftir 36 sekúndur Handbolti Neymar fór grátandi af velli Fótbolti Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Íslenski boltinn Fleiri fréttir Van Dijk fær 68 milljónir á viku Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Í beinni: Man. Utd. - Lyon | Stærsti leikur tímabilsins hjá United Í beinni: Frankfurt - Tottenham | Tímabilið undir hjá Spurs Í beinni: Chelsea - Legia | Chelsea-menn í kjörstöðu Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Albert og félagar í undanúrslit Slæmur skellur á móti nágrönnunum Móðir Eyglóar afhenti henni sögulegt EM-gull Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Eygló Fanndal Evrópumeistari Sönderjyske vann Íslendingaslaginn Rekinn út af eftir 36 sekúndur Neymar fór grátandi af velli Sky Sports: Ancelotti hættir með Real Madrid eftir bikarúrslitaleikinn „Ég er alltaf stressuð“ Tevez vill að Ronaldo og Messi spili saman í kveðjuleiknum hans Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Óvenjuleg taktík Real Madrid á móti Arsenal fær falleinkunn frá Ferdinand Vonast til að gera íslensku þjóðina stolta Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Sjáðu Arsenal slá út Real Madrid, vítið sem dæmt og vítið sem var dæmt af Olga ætlar ekki í slag við Willum Veltu fyrir sér hvort það hafi verið rétt að taka Rashford af velli Dallas og Miami enn á lífi í umspili NBA Uppbótartíminn: „Draumar eru til þess að stefna hátt“ Sjá meira