Ungverjaland

Fréttamynd

Bjargaði æskufélaginu sínu

Ungverski knattspyrnumaðurinn Andras Schäfer kom til bjargar á síðustu stundu og sá til þess að æskufélagið hans fór ekki á hausinn.

Fótbolti
Fréttamynd

Sakar Orbán um „ung­verskt Watergate-hneyksli“

Leiðtogi ungversku stjórnarandstöðunnar sakar ríkisstjórn Viktors Orbán forsætisráðherra um að njósna um sig og aðstoðarmenn sína. Líkir hann hlerununum við Watergate-hneykslið sem felldi Richard Nixon, fyrrum Bandaríkjaforseta.

Erlent
Fréttamynd

Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump

Þjóðarleiðtogar heimsins og aðrir leiðtogar eru byrjaðir að kasta kveðjum á Donald Trump og hrósa honum fyrir væntanlegan sigur hans í forsetakosningunum í Bandaríkjunum. Þeirra á meðal eru Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísrael, Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, og Viktor Orban, forsætisráðherra Ungverjalands.

Erlent
Fréttamynd

Or­bán ber til baka um­mæli ráð­gjafa um upp­gjöf fyrir Rússum

Viktor Orbán, forsætisráðherra Ungverjalands, ítrekaði í dag að landið myndi alltaf verja sig fyrir árásum annarra ríkja eftir að einn nánasti ráðgjafi hans kom sér í klandur með því að segja að Ungverjar hefðu ekki tekið til varna ef Rússar hefðu ráðist inn í landið.

Erlent
Fréttamynd

Orbán hyggst ó­vænt heim­sækja Úkraínu

Búist er við því að Viktor Orban forsætisráðherra Ungverjalands heimsæki Kænugarð, höfuðborg Úkraínu, í vikunni. Orban hefur verið sá leiðtogi innan Evrópusambandsins sem hefur haft mestar efasemdir um fjárstuðning sambandsins við Úkraínu í stríði þeirra við Rússland. 

Erlent
Fréttamynd

Með­limur úr öryggissveit Orbáns lést í bíl­slysi

Lögreglumaður sem var í öryggissveit Viktors Orbán, forsætisráðherra Ungverjalands, lést í bílslysi í þýsku borginni Stuttgart í gær. Þar var Orban staddur ásamt föruneyti sínu til að fylgjast með leik Ungverja á EM í knattspyrnu.

Erlent
Fréttamynd

Tveir látnir og fimm saknað eftir slys í Dón­á

Tveir létust og fimm er saknað eftir slys í ánni Dóná um fimmtíu kílómetrum norður af höfuðborginni Búdapest í Ungverjalandi í gær. Skemmtiferðabátur er sagður hafa rekist á vélbát með þeim afleiðingum að vélbáturinn sökk. 

Erlent
Fréttamynd

Tugir þúsunda mót­mæla Orbán í Búda­pest

Tugir þúsunda mótmæla ríkisstjórn Viktors Orbán í miðbæ Búdapest, höfuðborgar Ungverjalands. Mótmælendur marséruðu að þinghúsinu og kölluðu „Við erum ekki hrædd“ og „Segðu af þér, Orbán!“

Erlent
Fréttamynd

Segir Trump ætla að stöðva alla að­stoð handa Úkraínumönnum

Viktor Orban, umdeildur forsætisráðherra Ungverjalands, segir Donald Trump, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna og núverandi forsetaframbjóðanda, hafa sagt sér að verði hann forseti á nýjan leik muni hann binda endi á alla hernaðaraðstoð til Úkraínu. Það er samkvæmt Orban liður í „nákvæmum áætlunum“ Trumps um að binda enda á stríðið í Úkraínu.

Erlent
Fréttamynd

Sví­þjóð form­lega gengin í NATO

Svíþjóð fékk klukkan fjögur í dag að íslenskum tíma formlega aðild að Atlantshafsbandalaginu, þegar forsætisráðherrann undirritaði plagg þess efnis. Svíþjóð er þannig þrítugasta og annað ríki bandalagsins. Svíar sóttu um inngöngu í bandalagið fyrir tveimur árum, vegna innrásar Rússa í Úkraínu. 

Erlent
Fréttamynd

Hyggst sam­þykkja NATO um­sókn Svía í dag

Ungverska þingið hyggst taka til atkvæðagreiðslu umsókn Svía í Atlantshafsbandalagið (NATO) í dag. Viktor Orbán forsætisráðherra Ungverjalands segir umsóknina verða samþykkta. Ungverjaland er síðasta landið til að samþykkja umsóknina.

Erlent
Fréttamynd

Orban gefur grænt ljós á inn­göngu Svía

Viktor Orban, forsætisráðherra Ungverjalands, segist styðja inngöngu Svía í Atlantshafsbandalagið. Þá segist hann ætla að hvetja ungverska þingið til að samþykkja aðildarumsókn Svía eins fljótt og auðið er.

Erlent
Fréttamynd

Fyrr­verandi for­seta neitað að fara úr landi

Landamæraverðir í Úkraínu neituðu fyrrum forseta landsins Petro Porosjenkó um að fara úr landi í gær vegna þess að hann ætlaði sér að fara á fund Viktors Orbáns Ungverjalandsforseta. Þetta segir SBU, öryggisþjónusta Úkraínu.

Erlent
Fréttamynd

Fá Nóbelinn fyrir til­raunir sínar með ljós

Fransk-bandaríski eðlisfræðingurinn Pierre Agostini, ungversk-bandarísku eðlisfræðingurinn Ferenc Krausz og sænsk-bandaríski eðlisfræðingurinn Anne L'Huillier hlutu í morgun Nóbelsverðlaun í eðlisfræði fyrir rannsóknir sínar með ljós sem fanga „hin skemmstu augnablik“.

Erlent
Fréttamynd

Skip­stjórinn dæmdur vegna dauða 27 á Dóná

Dómstóll í Ungverjalandi dæmdi í morgun skipstjóra skemmtiferðaskipsins Viking Sigyn í fimm og hálfs árs fangelsi vegna aðildar sinnar að árekstri skipsins og útsýnisbátsins Mermaid á Dóná í höfuðborginni Búdapest þann 30. maí árið 2019. 27 manns fórust í slysinu.

Erlent
Fréttamynd

Ungverjar einnig hlynntir aðild Svía að NATO

Yfirvöld í Ungverjalandi ætla að styðja inngöngu Svía í Atlantshafsbandalagið en utanríkisráðherra landsins sagði í morgun að samþykkt innngöngu Svía væri nú eingöngu tæknilegs eðlis. Tyrkir og Ungverjar voru þeir einu sem settu sig á móti inngöngu Svía en Peter Szijjarto, áðurnefndur utanríkisráðherra, sagði í síðustu viku að Ungverjar myndu fylgja Tyrkjum, skiptu þeir síðarnefndu um skoðun.

Erlent