Elma Lísa var stjörf og stíf þegar hún horfði á Skaupið Jakob Bjarnar skrifar 3. janúar 2022 11:19 Hjónin Reynir Lyngdal og Elma Lísa Gunnarsdóttir. Reynir leikstýrði Skaupinu og Elma Lísa var aðalleikonan. Þau eru ánægð með hvernig til tókst. Geir Gunnarsson Hjónin Reynir Lyngdal, leikstjóri Skaupsins, og Elma Lísa Gunnarsdóttir eiginkona hans, aðalleikari Áramótaskaupsins 2021, eru hæstánægð með hvernig til tókst. Þau voru gestir Bítisins í morgun og hittu þar fyrir afar jákvæða umsjónarmenn sem hrósuðu þessum helsta sjónvarpsþætti landsins í hástert. Hjónin voru spurð hvernig þeim litist á viðtökur og Reynir sagði að þau hafi verið í hálfgerðri sjálfskipaðri einangrun því þau stefni að því að koma sér til útlanda. Fer ekki inn á Twitter Elma Lísa sagði spurð að hún reyndi að forðast samfélagsmiðla. „Já, ég hef verið smá þar. Kíki ekki á það, það er aldrei gott.“ Reyndar virðist Skaupið hafa fallið ágætlega í kramið á Twitter þar sem eitt og annað sem ofarlega er á baugi er tekið fyrir. Eins og sést á þessari samantekt Vísis. Þau hjón sögðust telja að allir listamenn væru viðkvæmir fyrir gagnrýni þó þeir segist ekki vera það. Þeir reyni að vera svalir. „Svo heyrir maður bara það jákvæða. Þess vegna forðast maður Twitter,“ sagði Elma Lísa. Og Reynir telur erfitt að höfða til allra vegna pólaríseringar í samfélaginu. Reynir og Elma Lísa sögðust sátt við Skaupið. Og margir brandarar þar kölluðu fram hlátur. Til greina hafi komið að taka til umfjöllunar ein 200 atriði, asnalega mikið neikvætt hafi gerst á árinu. „Þetta endaði með því að við skrifuðum 90 sketsa en við gerðum 40. Síðustu tvær vikurnar þá var maður aðallega að vinsa úr, hvað er fyndnara en annað. Ég viðurkenni að á gamlárskvöld með G&T í glasi, hló ég að öllum bröndurum nema einum,“ sagði Reynir. Sem vildi þó taka það fram að það hafi verið vegna tæknilegrar útfærslu, spurður um hver þessi eini hafi verið. En vildi meina að ef maður væri að hlæja svona að eigin fyndni, þá hlyti þetta að vera í lagi. Bannað að meiða Umsjónarmaður Bítisins var ánægður með að Skaupið hafi ekki verið rætið, eins og hann kallaði það, einhver tiltekinn stjórnmálamaður væri ekki tekinn af lífi og þau hjón sögðu Skaupið fyrir alla. Líka fyrir stjórnmálamenn sem hafa kannski aðeins gert upp á bak. En þau vildu þó kýla uppá við, það megi stjaka við fólki sem ræður og á meira, sem stjórnar þjóðfélaginu og lætur eins og bavíanar. En það megi ekki meiða þá sem minna mega sín, þá hætti atriðin að vera fyndin. Þetta er í þriðja skipti í röð sem Reynir er leikstjóri Skaupsins og hann segir að þetta venjist illa, að vera undir þessari pressu. „Í fyrra rétti svili minn mér G&T, það voru búnir tveir sketsar og ég leita á drykkinn og hann var búinn. Ég man ekki eftir því að hafa drukkið hann.“ Og Elma Lísa segir pressuna vissulega til staðar, það að vera að leika í þessum þætti sem öll þjóðin horfir á: „Ég var í leiðslu, gat ekki hreyft mig, stíf öll – þetta er skrítið.“ Bíó og sjónvarp Kvikmyndagerð á Íslandi Grín og gaman Samfélagsmiðlar Áramótaskaupið Tengdar fréttir Sjö fengin til að skapa Áramótaskaupið Höfundar Áramótaskaupsins í ár verða þau Vilhelm Neto, Bergur Ebbi, Hugleikur Dagsson, Katla Margrét Þorgeirsdóttir, Gagga Jónsdóttir og Lóa Hjálmtýsdóttir. Reynir Lyngdal mun leikstýra Skaupinu líkt og síðastliðin tvö ár. 26. ágúst 2021 10:07 Inga Sæland ánægð með skaupið: „Ég er búin að marghlæja að þessu“ Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, er hæstánægð með það stóra hlutverk sem hún og hennar flokkur fékk í Áramótaskaupi Ríkisútvarpsins þessi áramótin. Hún er búin að horfa á skaupið þrisvar og hyggst gera það oftar, svo ánægð var hún með það. Hún segist ekki taka það inn á sig að gert hafi verið grín að henni í skaupinu. 1. janúar 2022 21:50 Voru nálægt hjónaskilnaði eftir tangónámskeið Elma Lísa Gunnarsdóttir leikkona og Reynir Lyngdal kvikmyndagerðarmaður kynntust fyrst þegar þau unnu saman á kaffihúsi en voru þá bæði í sambandi og byrjuðu því ekki að deita fyrr en síðar. 22. október 2021 07:00 Mest lesið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp „Ég var alltaf systir bræðranna sem dóu, dóttir bæjarstjórans eða dóttir ráðherrans“ Áskorun Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Lífið Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Lífið Fleiri fréttir Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Hefðum við átt að sjá framboð Höllu Hrundar fyrir strax í febrúar? Ringo tróð upp á tónleikum Paul McCartney Safnaði fyrir björgunarsveitinni sem kom ömmu úr snjóflóði Fjölgar listaverkum eftir konur á Bessastöðum Helgi og Rakel með listgallerí í miðri íbúð þeirra Sonur Gunnhildar og Erin kominn með nafn Prinsinn kom á undan Kónginum Tilkynningin sem kom af stað óvæntri atburðarás Kári og Eva eru hjón Hafdís ætlar ekki að svara spurningaflóðinu Einfaldar leiðir fyrir andlega vellíðan um hátíðirnar „Þetta byrjaði allt þegar ég var á lausu“ Orði gagnrýni eins og þeir vilji að makinn orði hana Innlit í nýju Airbus vélina sem er nýlent á landinu Dótturdóttir Bjarna Ben komin með nafn „Hvert heldurðu að álagið sé orðið á börnin sjálf?“ Snorri þurfti að veiða sögurnar upp úr Gumma Google Tískudrottningin biðst afsökunar á eineltinu Sjá meira
Þau voru gestir Bítisins í morgun og hittu þar fyrir afar jákvæða umsjónarmenn sem hrósuðu þessum helsta sjónvarpsþætti landsins í hástert. Hjónin voru spurð hvernig þeim litist á viðtökur og Reynir sagði að þau hafi verið í hálfgerðri sjálfskipaðri einangrun því þau stefni að því að koma sér til útlanda. Fer ekki inn á Twitter Elma Lísa sagði spurð að hún reyndi að forðast samfélagsmiðla. „Já, ég hef verið smá þar. Kíki ekki á það, það er aldrei gott.“ Reyndar virðist Skaupið hafa fallið ágætlega í kramið á Twitter þar sem eitt og annað sem ofarlega er á baugi er tekið fyrir. Eins og sést á þessari samantekt Vísis. Þau hjón sögðust telja að allir listamenn væru viðkvæmir fyrir gagnrýni þó þeir segist ekki vera það. Þeir reyni að vera svalir. „Svo heyrir maður bara það jákvæða. Þess vegna forðast maður Twitter,“ sagði Elma Lísa. Og Reynir telur erfitt að höfða til allra vegna pólaríseringar í samfélaginu. Reynir og Elma Lísa sögðust sátt við Skaupið. Og margir brandarar þar kölluðu fram hlátur. Til greina hafi komið að taka til umfjöllunar ein 200 atriði, asnalega mikið neikvætt hafi gerst á árinu. „Þetta endaði með því að við skrifuðum 90 sketsa en við gerðum 40. Síðustu tvær vikurnar þá var maður aðallega að vinsa úr, hvað er fyndnara en annað. Ég viðurkenni að á gamlárskvöld með G&T í glasi, hló ég að öllum bröndurum nema einum,“ sagði Reynir. Sem vildi þó taka það fram að það hafi verið vegna tæknilegrar útfærslu, spurður um hver þessi eini hafi verið. En vildi meina að ef maður væri að hlæja svona að eigin fyndni, þá hlyti þetta að vera í lagi. Bannað að meiða Umsjónarmaður Bítisins var ánægður með að Skaupið hafi ekki verið rætið, eins og hann kallaði það, einhver tiltekinn stjórnmálamaður væri ekki tekinn af lífi og þau hjón sögðu Skaupið fyrir alla. Líka fyrir stjórnmálamenn sem hafa kannski aðeins gert upp á bak. En þau vildu þó kýla uppá við, það megi stjaka við fólki sem ræður og á meira, sem stjórnar þjóðfélaginu og lætur eins og bavíanar. En það megi ekki meiða þá sem minna mega sín, þá hætti atriðin að vera fyndin. Þetta er í þriðja skipti í röð sem Reynir er leikstjóri Skaupsins og hann segir að þetta venjist illa, að vera undir þessari pressu. „Í fyrra rétti svili minn mér G&T, það voru búnir tveir sketsar og ég leita á drykkinn og hann var búinn. Ég man ekki eftir því að hafa drukkið hann.“ Og Elma Lísa segir pressuna vissulega til staðar, það að vera að leika í þessum þætti sem öll þjóðin horfir á: „Ég var í leiðslu, gat ekki hreyft mig, stíf öll – þetta er skrítið.“
Bíó og sjónvarp Kvikmyndagerð á Íslandi Grín og gaman Samfélagsmiðlar Áramótaskaupið Tengdar fréttir Sjö fengin til að skapa Áramótaskaupið Höfundar Áramótaskaupsins í ár verða þau Vilhelm Neto, Bergur Ebbi, Hugleikur Dagsson, Katla Margrét Þorgeirsdóttir, Gagga Jónsdóttir og Lóa Hjálmtýsdóttir. Reynir Lyngdal mun leikstýra Skaupinu líkt og síðastliðin tvö ár. 26. ágúst 2021 10:07 Inga Sæland ánægð með skaupið: „Ég er búin að marghlæja að þessu“ Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, er hæstánægð með það stóra hlutverk sem hún og hennar flokkur fékk í Áramótaskaupi Ríkisútvarpsins þessi áramótin. Hún er búin að horfa á skaupið þrisvar og hyggst gera það oftar, svo ánægð var hún með það. Hún segist ekki taka það inn á sig að gert hafi verið grín að henni í skaupinu. 1. janúar 2022 21:50 Voru nálægt hjónaskilnaði eftir tangónámskeið Elma Lísa Gunnarsdóttir leikkona og Reynir Lyngdal kvikmyndagerðarmaður kynntust fyrst þegar þau unnu saman á kaffihúsi en voru þá bæði í sambandi og byrjuðu því ekki að deita fyrr en síðar. 22. október 2021 07:00 Mest lesið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp „Ég var alltaf systir bræðranna sem dóu, dóttir bæjarstjórans eða dóttir ráðherrans“ Áskorun Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Lífið Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Lífið Fleiri fréttir Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Hefðum við átt að sjá framboð Höllu Hrundar fyrir strax í febrúar? Ringo tróð upp á tónleikum Paul McCartney Safnaði fyrir björgunarsveitinni sem kom ömmu úr snjóflóði Fjölgar listaverkum eftir konur á Bessastöðum Helgi og Rakel með listgallerí í miðri íbúð þeirra Sonur Gunnhildar og Erin kominn með nafn Prinsinn kom á undan Kónginum Tilkynningin sem kom af stað óvæntri atburðarás Kári og Eva eru hjón Hafdís ætlar ekki að svara spurningaflóðinu Einfaldar leiðir fyrir andlega vellíðan um hátíðirnar „Þetta byrjaði allt þegar ég var á lausu“ Orði gagnrýni eins og þeir vilji að makinn orði hana Innlit í nýju Airbus vélina sem er nýlent á landinu Dótturdóttir Bjarna Ben komin með nafn „Hvert heldurðu að álagið sé orðið á börnin sjálf?“ Snorri þurfti að veiða sögurnar upp úr Gumma Google Tískudrottningin biðst afsökunar á eineltinu Sjá meira
Sjö fengin til að skapa Áramótaskaupið Höfundar Áramótaskaupsins í ár verða þau Vilhelm Neto, Bergur Ebbi, Hugleikur Dagsson, Katla Margrét Þorgeirsdóttir, Gagga Jónsdóttir og Lóa Hjálmtýsdóttir. Reynir Lyngdal mun leikstýra Skaupinu líkt og síðastliðin tvö ár. 26. ágúst 2021 10:07
Inga Sæland ánægð með skaupið: „Ég er búin að marghlæja að þessu“ Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, er hæstánægð með það stóra hlutverk sem hún og hennar flokkur fékk í Áramótaskaupi Ríkisútvarpsins þessi áramótin. Hún er búin að horfa á skaupið þrisvar og hyggst gera það oftar, svo ánægð var hún með það. Hún segist ekki taka það inn á sig að gert hafi verið grín að henni í skaupinu. 1. janúar 2022 21:50
Voru nálægt hjónaskilnaði eftir tangónámskeið Elma Lísa Gunnarsdóttir leikkona og Reynir Lyngdal kvikmyndagerðarmaður kynntust fyrst þegar þau unnu saman á kaffihúsi en voru þá bæði í sambandi og byrjuðu því ekki að deita fyrr en síðar. 22. október 2021 07:00