Tryggjum öruggt starfsumhverfi í framhaldsskólum Guðjón Hreinn Hauksson skrifar 3. janúar 2022 17:30 Mennta- og barnamálaráðherra hefur lagt skólum landsins skýrar línur nú við upphaf ársins 2022. Eðlilegt skólastarf, eins og nokkur kostur er að halda því, er algert forgangsatriði í samfélaginu. Félag framhaldsskólakennara fagnar þessari áherslu og tekur heilshugar undir mikilvægi þess að allt sé gert til þess að stuðla að sem mestum gæðum í skólastarfinu og að námsmarkmið náist þótt aðstæður séu erfiðar. En þetta má ekki gera án þess að tryggja öruggt starfsumhverfi í skólunum. Staða bólusetninga meðal skólafólks í framhaldsskólum er líklega á pari við eða yfir landsmeðaltali. Þó ber að hafa í huga að allstór hluti félagsfólks FF fékk Janssen bóluefnið seint og um síðir, aukaskammt í ágúst og þar af leiðir að örvunarskammtur er ekki í boði fyrr en í febrúar. Það er því ekki óeðlilegt að því fólki þyki það ekki eins vel varið og þau sem hafa fengið sinn þriðja bóluefnisskammt. Ekki má heldur gleyma því að sum okkar hafa alls ekki getað þegið bólusetningu eða teljast til hópa sem ættu með öllum mætti að forðast smit. Félag framhaldsskólakennara treystir því að eiga gott samstarf við mennta- og barnamálaráðherra og skólameistara um öryggi og þarfir þessa hóps. Á þessum tæplega tveimur árum sem kórónufaraldurinn hefur geisað hefur tekist býsna vel að stilla skólastarfi í framhaldsskólum þannig upp að smit hafa haldist í lágmarki innan framhaldsskólanna. Staðan nú þegar ómíkron afbrigðið ríkir er líklega mun snúnari og því hefur aldrei verið mikilvægara að sóttvarnir gangi upp. Fjöldatakmarkanir, fjarlægðarmörk, grímuskylda, góð loftræsting, sprittbrúsar ávallt við höndina, þetta eru allt atriði sem allir verða að virða að fullu til þess að staðnám geti gengið upp. Nú búum við eftir þennan tíma að mikilli reynslu og þekkjum orðið vel hvaða kennsluaðferðir ganga upp og hverjar ekki. Á þessum grunni þarf að byggja skólastarf á meðan faraldurinn er enn í gangi. Félag framhaldsskólakennara leggur áherslu á að það að umsnúa staðkennslu yfir í fjarkennslu er algert neyðarbrauð, mun frekar þarf að tryggja nemendum góðan aðgang að kennsluefni og verkefnum sem þeir geta nýtt sér ef þeir missa tímabundið af staðkennslu. Einhverjir skólar hafa tilkynnt að þeir hyggist nú í upphafi árs gefa kennurum aukinn tíma til undirbúnings fyrir kennsluna og er það til fyrirmyndar og raunar eftir tillögum sóttvarnalæknis. Að þessu sögðu verður að koma fram að skólafólk hefur verið undir gríðarlegu álagi í hátt í tvö ár. Kennarar, náms- og starfráðgjafar og stjórnendur í framhaldsskólum hafa lagt á sig mjög mikla viðbótarvinnu við að halda námi að nemendum og nemendum að námi. Þetta viðbótarálag hefur þegar haft þau áhrif að einhverjir kennarar hafa siglt í strand í starfi. Það verður því ein megináherslan í starfi okkar hjá Félagi framhaldsskólakennara að leita leiða með fagráðuneytinu og skólameisturum til þess að lágmarka álag og styðja okkar fólk í hvívetna. Það er löngu kominn tími til þess að skólafólk verði stutt með virkum hætti við þau störf sem stjórnvöld telja í algerum forgangi. Höfundur er formaður Félags framhaldsskólakennara. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðjón H. Hauksson Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Skóla - og menntamál Framhaldsskólar Mest lesið Það er verið að ljúga að okkur Hildur Þórðardóttir Skoðun „Við andlát manns lýkur skattskyldu hans“ Þórður Gunnarsson Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir Skoðun Aðgangur bannaður Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson Skoðun Styrkleiki íslensku grunnskólanna Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun 100 þúsund á mánuði Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Með háskólapróf til að snýta og skeina? Hildur Sólmundsdóttir Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn boðar skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun Skoðun Skoðun Að kjósa með nútíma hugsunarhætti Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar Skoðun Í upphafi skal endinn skoða.. Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Stjórnvöld, virðið frumbyggjaréttinn í íslensku samfélagi Sæmundur Einarsson skrifar Skoðun Handleiðsla og vellíðan í starfi Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Eldgos og innviðir: Tryggjum öryggi Suðurnesja Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Er aukin einkavæðing lausnin? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Samfélag á krossgötum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Hvað er vandamálið? Alexandra Briem skrifar Skoðun Au pair fyrirkomulagið – barn síns tíma? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fontur – hiti þrjú stig Stefán Steingrímur Bergsson skrifar Skoðun Bankinn gefur, bankinn tekur Breki Karlsson skrifar Skoðun Hægt og hljótt Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Kennaraverkfall – sparka í dekkin eða setja meira bensín á bílinn? Melkorka Mjöll Kristinsdóttir skrifar Skoðun Gervigóðmennska fyrir almannafé Kári Allansson skrifar Skoðun Góður granni, gulli betri! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Frelsi er alls konar Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Betra plan í ríkisfjármálum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson skrifar Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þarf Alþingi að vera í óvissu? Haukur Arnþórsson skrifar Skoðun Stöndum með einyrkjum og sjálfstætt starfandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Ætla Íslendingar að standa vörð um orkuauðlindir sínar? Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Evrópa og sjálfstæði Íslands Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Heilnæmt samfélag, betri lífskjör og jöfn tækifæri fyrir öll Unnur Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mölunarverksmiðja eða umhverfisvæn matvælaframleiðsla Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Lifað með reisn - Frá starfslokum til æviloka Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Viðreisn, evran og Finnland Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Fleiri staðreyndir um jafnlaunavottun – íþyngjandi og kostnaðarsamt regluverk Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Við þurfum þingmann eins og Ágúst Bjarna Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Heildræn sýn á sköpunina Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Sjá meira
Mennta- og barnamálaráðherra hefur lagt skólum landsins skýrar línur nú við upphaf ársins 2022. Eðlilegt skólastarf, eins og nokkur kostur er að halda því, er algert forgangsatriði í samfélaginu. Félag framhaldsskólakennara fagnar þessari áherslu og tekur heilshugar undir mikilvægi þess að allt sé gert til þess að stuðla að sem mestum gæðum í skólastarfinu og að námsmarkmið náist þótt aðstæður séu erfiðar. En þetta má ekki gera án þess að tryggja öruggt starfsumhverfi í skólunum. Staða bólusetninga meðal skólafólks í framhaldsskólum er líklega á pari við eða yfir landsmeðaltali. Þó ber að hafa í huga að allstór hluti félagsfólks FF fékk Janssen bóluefnið seint og um síðir, aukaskammt í ágúst og þar af leiðir að örvunarskammtur er ekki í boði fyrr en í febrúar. Það er því ekki óeðlilegt að því fólki þyki það ekki eins vel varið og þau sem hafa fengið sinn þriðja bóluefnisskammt. Ekki má heldur gleyma því að sum okkar hafa alls ekki getað þegið bólusetningu eða teljast til hópa sem ættu með öllum mætti að forðast smit. Félag framhaldsskólakennara treystir því að eiga gott samstarf við mennta- og barnamálaráðherra og skólameistara um öryggi og þarfir þessa hóps. Á þessum tæplega tveimur árum sem kórónufaraldurinn hefur geisað hefur tekist býsna vel að stilla skólastarfi í framhaldsskólum þannig upp að smit hafa haldist í lágmarki innan framhaldsskólanna. Staðan nú þegar ómíkron afbrigðið ríkir er líklega mun snúnari og því hefur aldrei verið mikilvægara að sóttvarnir gangi upp. Fjöldatakmarkanir, fjarlægðarmörk, grímuskylda, góð loftræsting, sprittbrúsar ávallt við höndina, þetta eru allt atriði sem allir verða að virða að fullu til þess að staðnám geti gengið upp. Nú búum við eftir þennan tíma að mikilli reynslu og þekkjum orðið vel hvaða kennsluaðferðir ganga upp og hverjar ekki. Á þessum grunni þarf að byggja skólastarf á meðan faraldurinn er enn í gangi. Félag framhaldsskólakennara leggur áherslu á að það að umsnúa staðkennslu yfir í fjarkennslu er algert neyðarbrauð, mun frekar þarf að tryggja nemendum góðan aðgang að kennsluefni og verkefnum sem þeir geta nýtt sér ef þeir missa tímabundið af staðkennslu. Einhverjir skólar hafa tilkynnt að þeir hyggist nú í upphafi árs gefa kennurum aukinn tíma til undirbúnings fyrir kennsluna og er það til fyrirmyndar og raunar eftir tillögum sóttvarnalæknis. Að þessu sögðu verður að koma fram að skólafólk hefur verið undir gríðarlegu álagi í hátt í tvö ár. Kennarar, náms- og starfráðgjafar og stjórnendur í framhaldsskólum hafa lagt á sig mjög mikla viðbótarvinnu við að halda námi að nemendum og nemendum að námi. Þetta viðbótarálag hefur þegar haft þau áhrif að einhverjir kennarar hafa siglt í strand í starfi. Það verður því ein megináherslan í starfi okkar hjá Félagi framhaldsskólakennara að leita leiða með fagráðuneytinu og skólameisturum til þess að lágmarka álag og styðja okkar fólk í hvívetna. Það er löngu kominn tími til þess að skólafólk verði stutt með virkum hætti við þau störf sem stjórnvöld telja í algerum forgangi. Höfundur er formaður Félags framhaldsskólakennara.
Styrkleiki íslensku grunnskólanna Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun
Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun
Skoðun Kennaraverkfall – sparka í dekkin eða setja meira bensín á bílinn? Melkorka Mjöll Kristinsdóttir skrifar
Skoðun Mölunarverksmiðja eða umhverfisvæn matvælaframleiðsla Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar
Skoðun Fleiri staðreyndir um jafnlaunavottun – íþyngjandi og kostnaðarsamt regluverk Gunnar Ármannsson skrifar
Styrkleiki íslensku grunnskólanna Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun
Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun