Erlent

Sænsku konungs­hjónin með Co­vid-19

Atli Ísleifsson skrifar
Silvia drottning og Karl Gústaf konungur eru nú í einangrun.
Silvia drottning og Karl Gústaf konungur eru nú í einangrun. Getty

Karl Gústaf XVI, konungur Svíþjóðar, og Silvia drottning hafa bæði greinst með Covid-19.

Sænska konungsfjölskyldan greinir frá þessu í tilkynningu, en þar segir að þau hafi bæði greinst í gærkvöldi.

„Konungurinn og drotningin, sem bæði eru fullbólusett með þrjár sprautur, eru með væg einkenni og líður eftir atvikum vel.“

Konungshjónin eru nú bæði í einangrun í samræmi við gildandi sóttvarnareglur. Smitrakning stendur yfir, að því er segir í tilkynningu frá konungsfjölskyldunni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×