Dómarinn á báðum áttum vegna samkomulagsins við Epstein Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 4. janúar 2022 22:21 Lögmenn Andrésar prins vinnna hörðum höndum að því að fá máli Virginiu Giuffre á hendur honum vísað frá. EPA-EFE/WILL OLIVER Dómari í máli Virginiu Giuffre gegn Andrési prins virðist á báðum áttum þegar kemur að tilraun lögmanna Andrésar til að nýta sér gamalt samkomulag Giuffre við Jeffrey Epstein til að fá málinu vísað frá dómstólum. Dómarinn er þó sagður hafa virst efins um þessa túlkun lögmanna prinsins. Lögmenn Giuffre og Andrésar takast nú á fyrir dómstóli í New York í Bandaríkjunum um hvort samkomulag sem Giuffre gerði við Epstein árið 2009 nái einnig til Andrésar. Í grófum dráttum snerist samkomulagið um að Giuffre samþykkti að falla frá máli hennar gegn Epstein, en hún sakaði hann um kynferðisofbeldi og kynlífsþrælkun. Samkomulagið náði til Epsteins og annarra mögulegra sakborninga. Í staðinn fékk hún fimm hundruð þúsund dollara, um 65 milljónir króna á gengi dagsins í dag. Lögmenn Andrésar halda því fram að samkomulagið frá 2009 gildi um Andrés, þar sem hann flokkist sem annar mögulegur sakborningur. Krefjast þeir því að málinu verði vísað frá á þeim grundvelli að Giuffre geti ekki lögsótt Andrés vegna samkomulagsins. Lögmenn Giuffre halda því hins vegar fram að samkomulagið taki ekki til Andrésar, þar sem hann hafi ekki verið sá sem hafi hneppt Giuffre í kynlífsþrælkun. Hann sé frekar einstaklingur sem hafi nýtt sér kynlífsþrælkun Giuffre. Segist skilja bæði sjónarmið Lewis Kaplan, dómari í málinu, virtist á báðum áttum hvor túlkunin ætti við þegar tekist var á um málið í dómsal í dag. Í frétt AP vegna dómsmálsins segir þó að dómarinn hafi virst hallast frekar að túlkun lögmanna Giuffre. „Við erum að tala um hvort að það eru tvær eða fleiri raunhæfar túlkanir á þessu samkomulagi,“ sagði Kaplan við lögmann Andrésar. „Ég skil hvert þú ert að fara. Ég skil líka hitt sjónarmiðið.“ Kaplan reiknar með að úrskurða um gildi samkomlagsins í náinni framtíð. Verði kröfu lögfræðinga Andrésar vísað frá og samkomulagið ekki talið ná til Andrésar er reiknað með að aðalmeðferð geti farið fram næsta haust. Giuffre steig fram í sviðsljósið árið 2019 þegar hún sagði Epstein hafa skipað henni að stunda kynlíf með valdamiklum mönnum þegar hún var aðeins sautján ára gömul. Á meðal þeirra hafi verið Andrés prins, sem hún segir hafa verið virkan þátttakanda í misnotkun og ofbeldi af hálfu Epstein, sem lést árið 2019 í fangaklefa. Giuffre hefur kært Andrés fyrir að hafa brotið gegn sér kynferðislega þrisvar sinnum á meðan hún var enn undir lögaldri. Prinsinn hefur staðfastlega neitað ásökununum og segist ekki muna eftir því að hafa verið kynntur fyrir Giuffre, þrátt fyrir að mynd sé til af þeim saman. Kynferðisofbeldi Erlend sakamál Bandaríkin Kóngafólk Bretland Mál Andrésar prins Mál Jeffrey Epstein Tengdar fréttir Telja samning Giuffre við Epstein fría Andrés prins af ábyrgð Virgina Giuffre, sem kært hefur Andrés prins fyrir nauðgun, tók á móti greiðslu úr hendi Jeffrey Epstein árið 2009 gegn því að höfða ekki mál gegn „mögulegum sakborningum“ vegna kynferðisofbeldis. 3. janúar 2022 20:04 Lögmenn Andrésar prins krefjast frávísunar Andrés prins, sonur Elísabetar Englandsdrottningar, krefst frávísunar í kynferðisbrotamáli. Prinsinn er sakaður um að hafa misnotað hina 38 ára gömlu Virginu Giuffre þegar hún var táningur. Prinsinn hefur ávallt neitað sök í málinu. 30. október 2021 08:53 Lögmenn Andrésar fá trúnaðarsamning Giuffre og Epstein afhentan Dómstóll í Bandaríkjunum hefur heimilað að samningur milli Virginiu Giuffre og athafnamannsins Jeffrey Epstein, sem trúnaður hefur ríkt um, sé afhentur lögmönnum Andrésar Bretaprins. 7. október 2021 10:59 Mest lesið Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Erlent Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Fleiri fréttir Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Sjá meira
Lögmenn Giuffre og Andrésar takast nú á fyrir dómstóli í New York í Bandaríkjunum um hvort samkomulag sem Giuffre gerði við Epstein árið 2009 nái einnig til Andrésar. Í grófum dráttum snerist samkomulagið um að Giuffre samþykkti að falla frá máli hennar gegn Epstein, en hún sakaði hann um kynferðisofbeldi og kynlífsþrælkun. Samkomulagið náði til Epsteins og annarra mögulegra sakborninga. Í staðinn fékk hún fimm hundruð þúsund dollara, um 65 milljónir króna á gengi dagsins í dag. Lögmenn Andrésar halda því fram að samkomulagið frá 2009 gildi um Andrés, þar sem hann flokkist sem annar mögulegur sakborningur. Krefjast þeir því að málinu verði vísað frá á þeim grundvelli að Giuffre geti ekki lögsótt Andrés vegna samkomulagsins. Lögmenn Giuffre halda því hins vegar fram að samkomulagið taki ekki til Andrésar, þar sem hann hafi ekki verið sá sem hafi hneppt Giuffre í kynlífsþrælkun. Hann sé frekar einstaklingur sem hafi nýtt sér kynlífsþrælkun Giuffre. Segist skilja bæði sjónarmið Lewis Kaplan, dómari í málinu, virtist á báðum áttum hvor túlkunin ætti við þegar tekist var á um málið í dómsal í dag. Í frétt AP vegna dómsmálsins segir þó að dómarinn hafi virst hallast frekar að túlkun lögmanna Giuffre. „Við erum að tala um hvort að það eru tvær eða fleiri raunhæfar túlkanir á þessu samkomulagi,“ sagði Kaplan við lögmann Andrésar. „Ég skil hvert þú ert að fara. Ég skil líka hitt sjónarmiðið.“ Kaplan reiknar með að úrskurða um gildi samkomlagsins í náinni framtíð. Verði kröfu lögfræðinga Andrésar vísað frá og samkomulagið ekki talið ná til Andrésar er reiknað með að aðalmeðferð geti farið fram næsta haust. Giuffre steig fram í sviðsljósið árið 2019 þegar hún sagði Epstein hafa skipað henni að stunda kynlíf með valdamiklum mönnum þegar hún var aðeins sautján ára gömul. Á meðal þeirra hafi verið Andrés prins, sem hún segir hafa verið virkan þátttakanda í misnotkun og ofbeldi af hálfu Epstein, sem lést árið 2019 í fangaklefa. Giuffre hefur kært Andrés fyrir að hafa brotið gegn sér kynferðislega þrisvar sinnum á meðan hún var enn undir lögaldri. Prinsinn hefur staðfastlega neitað ásökununum og segist ekki muna eftir því að hafa verið kynntur fyrir Giuffre, þrátt fyrir að mynd sé til af þeim saman.
Kynferðisofbeldi Erlend sakamál Bandaríkin Kóngafólk Bretland Mál Andrésar prins Mál Jeffrey Epstein Tengdar fréttir Telja samning Giuffre við Epstein fría Andrés prins af ábyrgð Virgina Giuffre, sem kært hefur Andrés prins fyrir nauðgun, tók á móti greiðslu úr hendi Jeffrey Epstein árið 2009 gegn því að höfða ekki mál gegn „mögulegum sakborningum“ vegna kynferðisofbeldis. 3. janúar 2022 20:04 Lögmenn Andrésar prins krefjast frávísunar Andrés prins, sonur Elísabetar Englandsdrottningar, krefst frávísunar í kynferðisbrotamáli. Prinsinn er sakaður um að hafa misnotað hina 38 ára gömlu Virginu Giuffre þegar hún var táningur. Prinsinn hefur ávallt neitað sök í málinu. 30. október 2021 08:53 Lögmenn Andrésar fá trúnaðarsamning Giuffre og Epstein afhentan Dómstóll í Bandaríkjunum hefur heimilað að samningur milli Virginiu Giuffre og athafnamannsins Jeffrey Epstein, sem trúnaður hefur ríkt um, sé afhentur lögmönnum Andrésar Bretaprins. 7. október 2021 10:59 Mest lesið Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Erlent Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Fleiri fréttir Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Sjá meira
Telja samning Giuffre við Epstein fría Andrés prins af ábyrgð Virgina Giuffre, sem kært hefur Andrés prins fyrir nauðgun, tók á móti greiðslu úr hendi Jeffrey Epstein árið 2009 gegn því að höfða ekki mál gegn „mögulegum sakborningum“ vegna kynferðisofbeldis. 3. janúar 2022 20:04
Lögmenn Andrésar prins krefjast frávísunar Andrés prins, sonur Elísabetar Englandsdrottningar, krefst frávísunar í kynferðisbrotamáli. Prinsinn er sakaður um að hafa misnotað hina 38 ára gömlu Virginu Giuffre þegar hún var táningur. Prinsinn hefur ávallt neitað sök í málinu. 30. október 2021 08:53
Lögmenn Andrésar fá trúnaðarsamning Giuffre og Epstein afhentan Dómstóll í Bandaríkjunum hefur heimilað að samningur milli Virginiu Giuffre og athafnamannsins Jeffrey Epstein, sem trúnaður hefur ríkt um, sé afhentur lögmönnum Andrésar Bretaprins. 7. október 2021 10:59