Klinkið

Sigríður tekur við af Baldri sem mannauðsstjóri Landsbankans

Ritstjórn Innherja skrifar
Sigríður Guðmundsdóttir stýrði áður meðal annars mannauðsmálum Eimskips á Íslandi á árunum 2017 til 2021.
Sigríður Guðmundsdóttir stýrði áður meðal annars mannauðsmálum Eimskips á Íslandi á árunum 2017 til 2021.

Sigríður Guðmundsdóttir, sem hefur meðal annars starfað um árabil sem fræðslu- og mannauðsstóri hjá Eimskip, hefur verið ráðin mannauðsstjóri Landsbankans.

Tekur hún við starfinu af Baldri G. Jónssyni en hann hefur farið fyrir mannauðsmálum bankans frá árinu 2010. Tilkynnt var um breytingarnar innan Landsbankans í gær, samkvæmt upplýsingum Innherja.

Sigríður, sem er grunnskólakennari að mennt og með MBA gráðu frá Háskóla Íslands, hefur starfað síðasta árið sem framkvæmdastjóri Fræðslumiðstöðvar atvinnulífsins en þar áður var hún mannauðsstjóri Eimskips á Íslandi. Þá hefur hún einnig unnið hjá ráðgjafafyrirtækinu Attentus.

Mannauðsmál Landsbankans heyra undir nýtt svið Landsbankans, Samfélag, en framkvæmdastjóri þess, Sara Pálsdóttir, var ráðin til bankans síðastliðið haust til að stýra því. Þær Sara og Sigríður störfuðu saman til margra ára hjá Eimskip en Sara hafði meðal annars verið forstöðumaður innflutningsdeildar flutningafélagsins.


Klinkið er vettvangur Innherja þar sem dregin er upp mynd og veitt innsýn í bakherbergi viðskipta, stjórnmála og atvinnulífs á landinu.


Innherji er nýr sjálfstæður áskriftarmiðill innan Vísis sem mun einkum beina kastljósinu að viðskiptalífinu, efnahagsmálum og stjórnmálum. Fyrst um sinn verður efnið endurgjaldslaust og aðgengilegt öllum á Vísi en með tímanum verður einungis hægt að nálgast Innherja gegn greiðslu. Áhersla er lögð á vandaðar fréttir, fréttaskýringar, viðtöl og hlaðvörp auk þess sem Innherja er ætlaður að vera vettvangur skoðanaskipta fólks úr atvinnulífinu og stjórnmálum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×