Hvers vegna skelfur allt vegna Evergrande? Björn Berg Gunnarsson skrifar 7. janúar 2022 08:00 Voðalega er þetta nú orðið þreytandi allt saman. Rétt þegar ég held að ég sé hættur að fá What‘s Up? með 4 Non Blondes á heilann heyri ég í því berjast við að setja réttan lykil í skrána og ryðjast inn á nýjan leik. Þannig er Covid líka. Og gott ef kínverska fjárfestingafélagið Evergrande hegðar sér ekki með svipuðum hætti. Við skulum ekki rugla Evergrande saman við Ever given, skip Evergreen sem setti tappa í Súesskurðinn fyrir tæpu ári síðan. Evergrande er þó heldur betur einnig fært um að valda skaða langt út fyrir landsteinana og undanfarna mánuði hafa annað slagið borist fréttir þess efnis að markaðir hafi tekið væna dýfu og er fyrirtækinu víst um að kenna. En hvernig geta vandræði eins fyrirtækis haft svona mikil áhrif? Stærðargráðan Evergrande er merkilega stórt félag og eitt það stærsta í heimalandinu, Kína. Flest reka sennilega augun í umfangsmikil fasteignaverkefni þeirra en um er að ræða stærðarinnar fjárfestingarfélag með eignastöðu í öllu mögulegu, frá íþróttum að fjármálastarfsemi. Voru eignir Evergrande metnar á hátt í 50.000 milljarða króna árið 2020. Jafngildir það fimmföldu verðmæti allra fasteigna á Íslandi, svo dæmi sé tekið. Eignirnar eru þó ekki stóra málið í þetta skiptið, þó stórar séu þær vissulega, heldur eru það skuldirnar sem allt snýst um. Heildarskuldirnar nema um 40.000 milljörðum króna og gengur illa að borga af þeim. Svo við grípum aftur í samanburðinn við Ísland er um að ræða áttfaldar skuldir allra fyrirtækja og heimila hér á landi. Þar sem illa gengur að þéna fyrir afborgunum þessara skulda hafa áhyggjur eðlilega aukist af því að fyrirtækið stefni í greiðsluþrot. Í fyrra drógust tekjurnar saman um 2.300 milljarða króna frá fyrra ári og munar um minna. Eðlilega glíma fjölmörg fyrirtæki við svipaðan vanda um heim allan en það sem kemur Evergrande í kastljós fjölmiðla og fjárfesta um heim allan er stærðargráðan og möguleg áhrif ef illa fer. Kína skiptir nefnilega gríðarlega miklu máli og á landsframleiðsla þess stutt í fimmtung heimsframleiðslunnar. Almenningur í Kína hefur fjárfest í miklum mæli í fasteignum þar í landi og þá einnig í eignastýringarvörum dótturfélags Evergrande. Hrun á þeim mörkuðum getur ekki einungis haft umfangsmikil áhrif á hagkerfi landsins heldur jafnvel um heim allan, vegna mikilvægis Kína í heimshagkerfinu. Hvað gerist? Afleiðingar þess að svo stórt fyrirtæki lendi í greiðsluþroti geta verið það miklar að mögulega lítur kínverska ríkið svo á að ódýrara sé að grípa inn í og halda því á floti. Við vitum þó að sjálfsögðu ekkert um fyrirætlanir stjórnvalda þar í landi. Á meðan óvissa ríkir hefur hún neikvæð áhrif á markaði og eykur áhættu. Búast má við því að fréttir af Evergrande valdi áfram skjálfta á mörkuðum þar til einhver lausn virðist í sjónmáli. Við skulum bara vona að skjálftarnir leiði ekki til enn frekari hremminga. Höfundur er deildarstjóri Greiningar og fræðslu hjá Íslandsbanka. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Björn Berg Gunnarsson Kína Mest lesið Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Lýðræði hinna sterku Jón Páll Hreinsson Skoðun Lifandi dauð! Kolbrún Halldórsdóttir Skoðun Er lausnin í leikskólamálum að grafa undan atvinnuþátttöku og jafnrétti? Ástþór Jón Ragnheiðarson Skoðun Bleikir hvolpar Darri Gunnarsson,Rósa Líf Darradóttir Skoðun Þorlákshöfn - byggð á tímamótum Anna Kristín Karlsdóttir Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Hagsmunamál fyrirtækjanna í stjórnarsáttmála Ólafur Stephensen Skoðun Skoðun mín á alþingiskosningum 2024 Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun Ríkisstjórn verðmætasköpunar Sigríður Mogensen Skoðun Skoðun Skoðun Ríkisstjórn verðmætasköpunar Sigríður Mogensen skrifar Skoðun Þorlákshöfn - byggð á tímamótum Anna Kristín Karlsdóttir skrifar Skoðun Hagsmunamál fyrirtækjanna í stjórnarsáttmála Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Er lausnin í leikskólamálum að grafa undan atvinnuþátttöku og jafnrétti? Ástþór Jón Ragnheiðarson skrifar Skoðun Lýðræði hinna sterku Jón Páll Hreinsson skrifar Skoðun Bleikir hvolpar Darri Gunnarsson,Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Lifandi dauð! Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Það hafa allir sjötta skilningarvit Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Skoðun mín á alþingiskosningum 2024 Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar Skoðun Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Skautaíþróttir í Reykjavík í dauðafæri - kýlum á stækkun Skautahallarinnar Bjarni Helgason skrifar Skoðun Hlustið á fólkið í skólunum? Dóra Þorleifsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægasta atkvæðið Kristbjörg Þórisdóttir skrifar Skoðun Nálgunarbann Fjölnir Sæmundsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Kosningasigur fyrir dýravernd Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Í morgun vöknuðum við á merkilegum tíma Silja Rún Friðriksdóttir skrifar Skoðun Hálft líf heimilislausra kvenna Kristín I. Pálsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Snúum samfélagi af rangri leið Finnbjörn A. Hermansson skrifar Skoðun Heiðarleiki er ófrávíkjanleg krafa Unnar Þór Sæmundsson skrifar Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar Skoðun Samvinna er leiðin til hagsældar Lilja Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Skrópað á Alþingi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Um sáttameðferð sýslumanns Elísabet Lorange,Jenný Kristín Valberg skrifar Skoðun Það er komið að þér Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Í dag kýs ég Sjálfstæðisflokkinn Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Við þurfum Grím á þing Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Heimssýn úr músarholu – Gengur það? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ísland sé frjálst meðan sól gyllir haf Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Sjá meira
Voðalega er þetta nú orðið þreytandi allt saman. Rétt þegar ég held að ég sé hættur að fá What‘s Up? með 4 Non Blondes á heilann heyri ég í því berjast við að setja réttan lykil í skrána og ryðjast inn á nýjan leik. Þannig er Covid líka. Og gott ef kínverska fjárfestingafélagið Evergrande hegðar sér ekki með svipuðum hætti. Við skulum ekki rugla Evergrande saman við Ever given, skip Evergreen sem setti tappa í Súesskurðinn fyrir tæpu ári síðan. Evergrande er þó heldur betur einnig fært um að valda skaða langt út fyrir landsteinana og undanfarna mánuði hafa annað slagið borist fréttir þess efnis að markaðir hafi tekið væna dýfu og er fyrirtækinu víst um að kenna. En hvernig geta vandræði eins fyrirtækis haft svona mikil áhrif? Stærðargráðan Evergrande er merkilega stórt félag og eitt það stærsta í heimalandinu, Kína. Flest reka sennilega augun í umfangsmikil fasteignaverkefni þeirra en um er að ræða stærðarinnar fjárfestingarfélag með eignastöðu í öllu mögulegu, frá íþróttum að fjármálastarfsemi. Voru eignir Evergrande metnar á hátt í 50.000 milljarða króna árið 2020. Jafngildir það fimmföldu verðmæti allra fasteigna á Íslandi, svo dæmi sé tekið. Eignirnar eru þó ekki stóra málið í þetta skiptið, þó stórar séu þær vissulega, heldur eru það skuldirnar sem allt snýst um. Heildarskuldirnar nema um 40.000 milljörðum króna og gengur illa að borga af þeim. Svo við grípum aftur í samanburðinn við Ísland er um að ræða áttfaldar skuldir allra fyrirtækja og heimila hér á landi. Þar sem illa gengur að þéna fyrir afborgunum þessara skulda hafa áhyggjur eðlilega aukist af því að fyrirtækið stefni í greiðsluþrot. Í fyrra drógust tekjurnar saman um 2.300 milljarða króna frá fyrra ári og munar um minna. Eðlilega glíma fjölmörg fyrirtæki við svipaðan vanda um heim allan en það sem kemur Evergrande í kastljós fjölmiðla og fjárfesta um heim allan er stærðargráðan og möguleg áhrif ef illa fer. Kína skiptir nefnilega gríðarlega miklu máli og á landsframleiðsla þess stutt í fimmtung heimsframleiðslunnar. Almenningur í Kína hefur fjárfest í miklum mæli í fasteignum þar í landi og þá einnig í eignastýringarvörum dótturfélags Evergrande. Hrun á þeim mörkuðum getur ekki einungis haft umfangsmikil áhrif á hagkerfi landsins heldur jafnvel um heim allan, vegna mikilvægis Kína í heimshagkerfinu. Hvað gerist? Afleiðingar þess að svo stórt fyrirtæki lendi í greiðsluþroti geta verið það miklar að mögulega lítur kínverska ríkið svo á að ódýrara sé að grípa inn í og halda því á floti. Við vitum þó að sjálfsögðu ekkert um fyrirætlanir stjórnvalda þar í landi. Á meðan óvissa ríkir hefur hún neikvæð áhrif á markaði og eykur áhættu. Búast má við því að fréttir af Evergrande valdi áfram skjálfta á mörkuðum þar til einhver lausn virðist í sjónmáli. Við skulum bara vona að skjálftarnir leiði ekki til enn frekari hremminga. Höfundur er deildarstjóri Greiningar og fræðslu hjá Íslandsbanka.
Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Er lausnin í leikskólamálum að grafa undan atvinnuþátttöku og jafnrétti? Ástþór Jón Ragnheiðarson Skoðun
Skoðun Er lausnin í leikskólamálum að grafa undan atvinnuþátttöku og jafnrétti? Ástþór Jón Ragnheiðarson skrifar
Skoðun Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar
Skoðun Skautaíþróttir í Reykjavík í dauðafæri - kýlum á stækkun Skautahallarinnar Bjarni Helgason skrifar
Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar
Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Er lausnin í leikskólamálum að grafa undan atvinnuþátttöku og jafnrétti? Ástþór Jón Ragnheiðarson Skoðun