Phoenix Constanta vann þennan seinni leik sinn á móti CSM Targoviste með 27 stiga mun, 86-59, og þar með einvígið með samtals 48 stigum.
Sara Rún fór á kostum og var stigahæst og langframlagshæst í sínu liði. Hún endaði leikinn með 19 stig, 6 fráköst og 5 stoðsendingar og enfaði með 26 framlagsstig. Hún hitti úr 58 prósent skota sinna og tapaði ekki einum bolta á þeim rúmu 33 mínútum sem hún spilaði.
Phoenix liðið var í mjög góðum málum eftir 21 stigs sigur í fyrri leiknum rétt fyrir áramót þar sem Sara var með 18 stig og 9 fráköst.
Íslenska landsliðskonan er á sínu fyrsta tímabili með Phoenix Constanta en Sara Rún hefur unnið titla bæði hér heima á Íslandi með Keflavík sem og með Leicester í Englandi á sínum ferli.
