„Ekki fyrr en seint í dag sem lægðin fjarlægist ákveðið og grynnist“ Atli Ísleifsson skrifar 6. janúar 2022 07:26 Veðurfræðingur segir að þó að það versta sé afstaðið þá sé hálfgert leiðinda hvassvirði áfram nokkuð víða á landinu. Vísir/Vilhelm Veðurfræðingur á Veðurstofunni segir að eftir storminn í nótt sé lægðin nú í kyrrstöðu vestan við landið. Spáð er leiðindaveðri í dag, með minnkandi suðaustanátt en öllu hvassara á Vesturlandi. Þetta segir Teitur Arason veðurfræðingur í samtali við fréttastofu. „Þó að það versta er afstaðið þá er hálfgert leiðinda hvassvirði hérna áfram nokkuð víða á landinu núna fram eftir degi. Það er ekki fyrr en seint í dag sem lægðin fjarlægist ákveðið og grynnist og þegar líður á kvöldið er komið rólegt veður á öllu landinu.“ Hann segir að í gærkvöldi hafi skilin gengið á landið með suðaustan stormi eða roki á Suður- og Vesturlandi og jafnvel verið enn hvassara sums staðar þar sem veður hafi magnast upp vegna áhrifa landslags. „Þessu fylgdi rigning og stormurinn geisaði í alla nótt en núna undir morgun fór að draga úr. Það versta er afstaðið í þessum töluðu orðum [um klukkan 6:30].“ Teitur segir veðrið hafa verið verst á suðvesturhorni landsins. Það var talað um að þetta yrði ein dýpsta lægð það sem af er þessari öld. Stóðst það? „Þetta var mjög djúp lægð. Miðja hennar var 931 millibar, um 500 kílómetra vestsuðvestur af Reykjanesi. Sem betur fer kom miðjan ekki mjög nærri og þess vegna var veðrið ekki verra en það var í nótt. Svona veður er samt alltaf líklegt til að valda tjóni. En það er líklega alltaf eitthvað tjón þegar veðrið er svona,“ segir Teitur. Spákorið fyrir klukkan 13.Veðurstofan Veðrið í dag og á morgun Veðurstofan spáir minnkandi suðaustanátt, tíu til átján metrum á sekúndu nærri hádegi, en fimmtán til 23 á Vesturlandi. Úrkomulítið norðanlands en annars rigning með köflum og talsverð úrkoma á Austfjörðum og Suðausturlandi fram eftir degi. Hiti verður á bilinu tvö til sjö stig. Lægir talsvert í kvöld og kólnar. Á morgun sé svo meinlítil sunnanátt í kortunum. „Dálítil rigning eða slydda sunnan- og vestanlands og hiti 0 til 5 stig. Þurrt og bjart á Norður- og Austurlandi með frosti á bilinu 0 til 5 stig. Annað kvöld hvessir af austri á sunnanverðu landinu, en þá nálgast næsta lægð landið. Spár gera ráð fyrir hvassviðri nokkuð víða á landinu aðfaranótt laugardags og framan af laugardegi. Taka ber skýrt fram að þó að hvessi, þá er útlit fyrir mun skárra veður en var í veðurhamnum í gærkvöldi og í nótt.“ Veðurhorfur á landinu næstu daga Á föstudag: Suðlæg átt 5-13 m/s. Dálítil rigning eða slydda sunnan- og vestanlands og hiti 0 til 5 stig. Þurrt og bjart á Norður- og Austurlandi með frosti á bilinu 0 til 5 stig. Hvessir af austri á sunnanverðu landinu um kvöldið. Á laugardag: Austan 15-23 m/s framan af degi, hvassast með suðurströndinni. Norðaustan 10-18 síðdegis. Rigning eða slydda suðaustan- og austanlands, en úrkomulítið í öðrum landshlutum. Hiti yfirleitt 0 til 5 stig. Á sunnudag: Austan 5-13 og þurrt að kalla, en slydda við austurströndina. Hiti kringum frostmark. Hvessir seinnipartinn og fer að rigna á sunnanverðu landinu með hlýnandi veðri í bili. Á mánudag: Breytileg og síðar norðlæg átt með rigningu eða snjókomu, kólnandi veður. Á þriðjudag: Norðlæg eða breytileg átt og snjókoma eða slydda með köflum í flestum landshlutum. Frost 0 til 5 stig, en frostlaust við suðurströndina. Á miðvikudag: Hvöss sunnanátt með rigningu og hlýnar, en síðar vestlægari með éljum og kólnar aftur. Úrkomulítið á Austurlandi. Veður Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Erlent Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður Innlent Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Innlent Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Innlent Fleiri fréttir Slydda og snjókoma fyrir norðan Útlit fyrir talsverða rigningu Mögulegt hvassviðri fyrir sunnan Lægðagangur í suðri og hæðasvæði í norðri Allhvass vindur sunnantil og dálítil væta Víðast skúrir og él og herðir á vindi í kvöld Úrhellisrigning á Vesturlandi Gular viðvaranir og ekkert ferðaveður Gæti sést til eldinga á vestanverðu landinu Myndarlegir úrkomubakkar fara yfir landið Björgunarsveitir í viðbragðsstöðu: Verkefni björgunarsveita um 300 í gær Óvenjulegt að allt landið sé undir Eldingar víða um land: Litlar sem engar skemmdir í Hallgrímskirkju Vaktin: Aftakaveður gengur yfir landið Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Tjón víða í Norðfirði eftir öfluga vindhviðu Appelsínugular viðvaranir: Gæti minnt á óveðrið 2015 Víða allhvasst og éljagangur Nýr veðurstofuvefur kominn í loftið Ferðalangar taki mið af hríð og hvössum vindum Gengur í sunnanstorm og leiðindaveður um allt land Stórhríð og foktjón í vændum Hviður yfir 40 metra á sekúndu á morgun Djúp lægð beinir illviðri til landsins Næsta lægð skellur á landið og von á asahláku og hvassvirði „Þetta verður hvasst, blautt og hlýtt“ Appelsínugular viðvaranir bætast við þær gulu Gengur í storm með slyddu eða snjókomu „Hvert kemst vatnið? Allt þetta vatn sem er á leiðinni?“ Gefa út gula viðvörun fyrir landið allt Sjá meira
Þetta segir Teitur Arason veðurfræðingur í samtali við fréttastofu. „Þó að það versta er afstaðið þá er hálfgert leiðinda hvassvirði hérna áfram nokkuð víða á landinu núna fram eftir degi. Það er ekki fyrr en seint í dag sem lægðin fjarlægist ákveðið og grynnist og þegar líður á kvöldið er komið rólegt veður á öllu landinu.“ Hann segir að í gærkvöldi hafi skilin gengið á landið með suðaustan stormi eða roki á Suður- og Vesturlandi og jafnvel verið enn hvassara sums staðar þar sem veður hafi magnast upp vegna áhrifa landslags. „Þessu fylgdi rigning og stormurinn geisaði í alla nótt en núna undir morgun fór að draga úr. Það versta er afstaðið í þessum töluðu orðum [um klukkan 6:30].“ Teitur segir veðrið hafa verið verst á suðvesturhorni landsins. Það var talað um að þetta yrði ein dýpsta lægð það sem af er þessari öld. Stóðst það? „Þetta var mjög djúp lægð. Miðja hennar var 931 millibar, um 500 kílómetra vestsuðvestur af Reykjanesi. Sem betur fer kom miðjan ekki mjög nærri og þess vegna var veðrið ekki verra en það var í nótt. Svona veður er samt alltaf líklegt til að valda tjóni. En það er líklega alltaf eitthvað tjón þegar veðrið er svona,“ segir Teitur. Spákorið fyrir klukkan 13.Veðurstofan Veðrið í dag og á morgun Veðurstofan spáir minnkandi suðaustanátt, tíu til átján metrum á sekúndu nærri hádegi, en fimmtán til 23 á Vesturlandi. Úrkomulítið norðanlands en annars rigning með köflum og talsverð úrkoma á Austfjörðum og Suðausturlandi fram eftir degi. Hiti verður á bilinu tvö til sjö stig. Lægir talsvert í kvöld og kólnar. Á morgun sé svo meinlítil sunnanátt í kortunum. „Dálítil rigning eða slydda sunnan- og vestanlands og hiti 0 til 5 stig. Þurrt og bjart á Norður- og Austurlandi með frosti á bilinu 0 til 5 stig. Annað kvöld hvessir af austri á sunnanverðu landinu, en þá nálgast næsta lægð landið. Spár gera ráð fyrir hvassviðri nokkuð víða á landinu aðfaranótt laugardags og framan af laugardegi. Taka ber skýrt fram að þó að hvessi, þá er útlit fyrir mun skárra veður en var í veðurhamnum í gærkvöldi og í nótt.“ Veðurhorfur á landinu næstu daga Á föstudag: Suðlæg átt 5-13 m/s. Dálítil rigning eða slydda sunnan- og vestanlands og hiti 0 til 5 stig. Þurrt og bjart á Norður- og Austurlandi með frosti á bilinu 0 til 5 stig. Hvessir af austri á sunnanverðu landinu um kvöldið. Á laugardag: Austan 15-23 m/s framan af degi, hvassast með suðurströndinni. Norðaustan 10-18 síðdegis. Rigning eða slydda suðaustan- og austanlands, en úrkomulítið í öðrum landshlutum. Hiti yfirleitt 0 til 5 stig. Á sunnudag: Austan 5-13 og þurrt að kalla, en slydda við austurströndina. Hiti kringum frostmark. Hvessir seinnipartinn og fer að rigna á sunnanverðu landinu með hlýnandi veðri í bili. Á mánudag: Breytileg og síðar norðlæg átt með rigningu eða snjókomu, kólnandi veður. Á þriðjudag: Norðlæg eða breytileg átt og snjókoma eða slydda með köflum í flestum landshlutum. Frost 0 til 5 stig, en frostlaust við suðurströndina. Á miðvikudag: Hvöss sunnanátt með rigningu og hlýnar, en síðar vestlægari með éljum og kólnar aftur. Úrkomulítið á Austurlandi.
Veður Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Erlent Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður Innlent Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Innlent Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Innlent Fleiri fréttir Slydda og snjókoma fyrir norðan Útlit fyrir talsverða rigningu Mögulegt hvassviðri fyrir sunnan Lægðagangur í suðri og hæðasvæði í norðri Allhvass vindur sunnantil og dálítil væta Víðast skúrir og él og herðir á vindi í kvöld Úrhellisrigning á Vesturlandi Gular viðvaranir og ekkert ferðaveður Gæti sést til eldinga á vestanverðu landinu Myndarlegir úrkomubakkar fara yfir landið Björgunarsveitir í viðbragðsstöðu: Verkefni björgunarsveita um 300 í gær Óvenjulegt að allt landið sé undir Eldingar víða um land: Litlar sem engar skemmdir í Hallgrímskirkju Vaktin: Aftakaveður gengur yfir landið Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Tjón víða í Norðfirði eftir öfluga vindhviðu Appelsínugular viðvaranir: Gæti minnt á óveðrið 2015 Víða allhvasst og éljagangur Nýr veðurstofuvefur kominn í loftið Ferðalangar taki mið af hríð og hvössum vindum Gengur í sunnanstorm og leiðindaveður um allt land Stórhríð og foktjón í vændum Hviður yfir 40 metra á sekúndu á morgun Djúp lægð beinir illviðri til landsins Næsta lægð skellur á landið og von á asahláku og hvassvirði „Þetta verður hvasst, blautt og hlýtt“ Appelsínugular viðvaranir bætast við þær gulu Gengur í storm með slyddu eða snjókomu „Hvert kemst vatnið? Allt þetta vatn sem er á leiðinni?“ Gefa út gula viðvörun fyrir landið allt Sjá meira