Allt á floti í Grindavík Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 6. janúar 2022 10:13 Það er allt á floti í Grindavík. Vísir/Vilhelm Mikill viðbúnaður er í Grindavík vegna flóðs og öldugangs. Búið er að loka hafnarsvæðið af og frystihúsið er óstarfhæft. Það er bæði straumlaust og sjór flæðir um gólf hússins. „Þetta byrjaði nú bara í morgun á flóðinu og er bara búið að ágerast. Ég er inni í frystihúsinu á Miðgarði og það eru mest 40 cm á gólfinu. Það er farið að flæða inn í byggingar á hafnarsvæðinu,“ segir Bogi Adolfsson, formaður björgunarsveitarinnar Þorbjörns í Grindavík. Arnar Halldórsson tökumaður og Snorri Másson fréttamaður ræddu við bæjarstjóra, slökkviliðsstjóra og framkvæmdastjóra útgerðarinnar í Grindavík í dag. Við vorum í beinni útsendingu á Stöð 2 Vísi en viðtölin má sjá að neðan. Pétur Pálsson, framkvæmdastjóri Vísis í Grindavík. Klippa: Aldrei skemmtilegt að lenda í tjóni Fannar Jónasson, bæjarstjóri í Grindavík. Klippa: Beint af eldgosafundi á flóðasvæði Einar Sveinn Jónsson, slökkviliðsstjóri í Grindavík. Klippa: Dæla átta þúsund lítrum á mínútu úr Grindavík Vilhelm Gunnarsson, ljósmyndari okkar, náði þessu myndbandi innan úr frystihúsinu þar sem allt var á floti. Mikið óveður var á Suður- og Vesturlandi í nótt og beið björgunarsveitin þess að flóðið skylli á í kjölfarið. Bogi segir lítið hafa verið um útköll vegna veðursins í nótt, nokkur hafi borist vegna þaka og fánastanga sem væru að fjúka. Engin trampólín hafi fokið í veðrinu, sem sé talsverð tilbreyting. Sjórinn er um hálfs meters djúpur við frystihús Vísis í Grindavík.Vísir/Vilhelm Björgunarsveitin er þó áfram í viðbragðsstöðu og eru allir meðlimir sveitarinnar niðri á hafnarsvæði til aðstoðar öðrum viðbragðsaðilum. „Við erum að rölta um hafnarsvæðið í flóðgöllum,“ segir Bogi en engin útköll hafa borist vegna flóðsins. „Við erum bara að fylgjast með og hjálpa. Við erum að vinna með restinni af batteríinu: bænum, löggunni og slökkviliðinu.“ Björgunarsveitin Þorbjörn er stödd á hafnarsvæði Grindavíkur.Vísir/VilhelmVísir/VilhelmFrystihús Vísis í Grindavík er óstarfhæft vegna flóðsins.Vísir/VilhelmBjörgunarsveitarmenn eru klæddir í flóðgalla vegna ástandsins á hafnarsvæðinu í Grindavík.Vísir/VilhelmStarfsmenn Vísis í Grindavík að störfum.Vísir/VilhelmNóg er að gera á hafnarsvæðinu í Grindavík.Vísir/VilhelmStarfsmenn frystihúss Vísis reyna að halda fótunum þurrum.Vísir/VilhelmNóg er að gera hjá björgunarsveitinni Þorbirni.Vísir/VilhelmVerið er að reyna að dæla sjó úr frystihúsinu, þó það kunni að reynast erfiðlega.Vísir/VilhelmVísir/VilhelmVísir/VilhelmVísir/VilhelmVísir/VilhelmVísir/VilhelmVísir/VilhelmVísir/VilhelmVísir/VilhelmVísir/Vilhelm Mikill öldugangur í Grindavík Engin úrkoma er í Grindavík að sögn Boga og er því einungis um að ræða sjó sem nú gengur á land. „Já, mér skilst að það sé 8-12 metra alda og svo er stórflóð, það er um 60 cm hærra en venjulega. Það er við bryggjukanntinn og svo gengur það bara yfir,“ segir Bogi en björgunarsveitin hefur alla vikuna verið að undirbúa flóðið. „Við byrjuðum snemma í vikunni að undirbúa þetta og lokuðum svæðinu í morgun.“ Grindavík Björgunarsveitir Tengdar fréttir „Ekki fyrr en seint í dag sem lægðin fjarlægist ákveðið og grynnist“ Veðurfræðingur á Veðurstofunni segir að eftir storminn í nótt sé lægðin nú í kyrrstöðu vestan við landið. Spáð er leiðindaveðri í dag, með minnkandi suðaustanátt en öllu hvassara á Vesturlandi. 6. janúar 2022 07:26 Aðgerðastjórn virkjuð og um 70 útköllum sinnt vegna foktjóns Aðgerðastjórn var virkjuð um klukkan 22.45 í gærkvöldi vegna foktilkynninga en þrátt fyrir viðvaranir í fjölmiðlum í gær um yfirvofandi veðurofsa fóru viðbragðsaðilar í fjölda útkalla. 6. janúar 2022 06:31 Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Erlent Hótaði heimilismönnum með skærum Innlent Fleiri fréttir Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Sjá meira
„Þetta byrjaði nú bara í morgun á flóðinu og er bara búið að ágerast. Ég er inni í frystihúsinu á Miðgarði og það eru mest 40 cm á gólfinu. Það er farið að flæða inn í byggingar á hafnarsvæðinu,“ segir Bogi Adolfsson, formaður björgunarsveitarinnar Þorbjörns í Grindavík. Arnar Halldórsson tökumaður og Snorri Másson fréttamaður ræddu við bæjarstjóra, slökkviliðsstjóra og framkvæmdastjóra útgerðarinnar í Grindavík í dag. Við vorum í beinni útsendingu á Stöð 2 Vísi en viðtölin má sjá að neðan. Pétur Pálsson, framkvæmdastjóri Vísis í Grindavík. Klippa: Aldrei skemmtilegt að lenda í tjóni Fannar Jónasson, bæjarstjóri í Grindavík. Klippa: Beint af eldgosafundi á flóðasvæði Einar Sveinn Jónsson, slökkviliðsstjóri í Grindavík. Klippa: Dæla átta þúsund lítrum á mínútu úr Grindavík Vilhelm Gunnarsson, ljósmyndari okkar, náði þessu myndbandi innan úr frystihúsinu þar sem allt var á floti. Mikið óveður var á Suður- og Vesturlandi í nótt og beið björgunarsveitin þess að flóðið skylli á í kjölfarið. Bogi segir lítið hafa verið um útköll vegna veðursins í nótt, nokkur hafi borist vegna þaka og fánastanga sem væru að fjúka. Engin trampólín hafi fokið í veðrinu, sem sé talsverð tilbreyting. Sjórinn er um hálfs meters djúpur við frystihús Vísis í Grindavík.Vísir/Vilhelm Björgunarsveitin er þó áfram í viðbragðsstöðu og eru allir meðlimir sveitarinnar niðri á hafnarsvæði til aðstoðar öðrum viðbragðsaðilum. „Við erum að rölta um hafnarsvæðið í flóðgöllum,“ segir Bogi en engin útköll hafa borist vegna flóðsins. „Við erum bara að fylgjast með og hjálpa. Við erum að vinna með restinni af batteríinu: bænum, löggunni og slökkviliðinu.“ Björgunarsveitin Þorbjörn er stödd á hafnarsvæði Grindavíkur.Vísir/VilhelmVísir/VilhelmFrystihús Vísis í Grindavík er óstarfhæft vegna flóðsins.Vísir/VilhelmBjörgunarsveitarmenn eru klæddir í flóðgalla vegna ástandsins á hafnarsvæðinu í Grindavík.Vísir/VilhelmStarfsmenn Vísis í Grindavík að störfum.Vísir/VilhelmNóg er að gera á hafnarsvæðinu í Grindavík.Vísir/VilhelmStarfsmenn frystihúss Vísis reyna að halda fótunum þurrum.Vísir/VilhelmNóg er að gera hjá björgunarsveitinni Þorbirni.Vísir/VilhelmVerið er að reyna að dæla sjó úr frystihúsinu, þó það kunni að reynast erfiðlega.Vísir/VilhelmVísir/VilhelmVísir/VilhelmVísir/VilhelmVísir/VilhelmVísir/VilhelmVísir/VilhelmVísir/VilhelmVísir/VilhelmVísir/Vilhelm Mikill öldugangur í Grindavík Engin úrkoma er í Grindavík að sögn Boga og er því einungis um að ræða sjó sem nú gengur á land. „Já, mér skilst að það sé 8-12 metra alda og svo er stórflóð, það er um 60 cm hærra en venjulega. Það er við bryggjukanntinn og svo gengur það bara yfir,“ segir Bogi en björgunarsveitin hefur alla vikuna verið að undirbúa flóðið. „Við byrjuðum snemma í vikunni að undirbúa þetta og lokuðum svæðinu í morgun.“
Grindavík Björgunarsveitir Tengdar fréttir „Ekki fyrr en seint í dag sem lægðin fjarlægist ákveðið og grynnist“ Veðurfræðingur á Veðurstofunni segir að eftir storminn í nótt sé lægðin nú í kyrrstöðu vestan við landið. Spáð er leiðindaveðri í dag, með minnkandi suðaustanátt en öllu hvassara á Vesturlandi. 6. janúar 2022 07:26 Aðgerðastjórn virkjuð og um 70 útköllum sinnt vegna foktjóns Aðgerðastjórn var virkjuð um klukkan 22.45 í gærkvöldi vegna foktilkynninga en þrátt fyrir viðvaranir í fjölmiðlum í gær um yfirvofandi veðurofsa fóru viðbragðsaðilar í fjölda útkalla. 6. janúar 2022 06:31 Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Erlent Hótaði heimilismönnum með skærum Innlent Fleiri fréttir Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Sjá meira
„Ekki fyrr en seint í dag sem lægðin fjarlægist ákveðið og grynnist“ Veðurfræðingur á Veðurstofunni segir að eftir storminn í nótt sé lægðin nú í kyrrstöðu vestan við landið. Spáð er leiðindaveðri í dag, með minnkandi suðaustanátt en öllu hvassara á Vesturlandi. 6. janúar 2022 07:26
Aðgerðastjórn virkjuð og um 70 útköllum sinnt vegna foktjóns Aðgerðastjórn var virkjuð um klukkan 22.45 í gærkvöldi vegna foktilkynninga en þrátt fyrir viðvaranir í fjölmiðlum í gær um yfirvofandi veðurofsa fóru viðbragðsaðilar í fjölda útkalla. 6. janúar 2022 06:31