Hvíslað í sveitinni um fyrirhuguð jarðakaup sveitarstjórans Hólmfríður Gísladóttir skrifar 7. janúar 2022 08:47 Um er að ræða stórt landsvæði milli Hellu og Hvolsvallar. Ágúst Sigurðsson, sveitarstjóri í Rangárþingi ytra, hefur óskað eftir því við Framkvæmdasýsluna - Ríkiseignir að fá að kaupa jarðirnar Eystri-Kirkjubæ og Vestri-Kirkjubæ á grundvelli ákvæða í jarðarlögum um ábúðarkaup. Jarðirnar eru í eigu ríkisins og telja samtals 1.540 hektara en Ágúst er með byggingarbréf um báðar jarðir og á fyrir húsakost og ræktun jarðanna. Heimildir Vísis herma að nokkur óánægja sé hins vegar á svæðinu með fyrirhugaða sölu til Ágústar, þar sem hann búi í raun ekki á jörðinni. Þá þykir fyrirhugað kaupverð langt undir markaðsvirði. Ágúst er skráður til heimilis á Kirkjubæ, bæði í Þjóðskrá og á ja.is. Hann hefur hins vegar haldið heimili annars staðar og mun þetta ekki vera í fyrsta sinn sem búseta sveitarstjórans veldur titringi meðal íbúa á svæðinu. Þannig greindi Vísir frá því árið 2015 að Ágúst væri með lögheimili skráð í Kirkjubæ, sem tilheyrir Rangárþingri ytra, en hefði hins vegar fasta búsetu á Öldubakka á Hvolsvelli í Rangárþingi eystra. Tilefni fréttaflutningsins var sú staðreynd að Rangárþing ytra væri að greiða fyrir skólasókn barns hans á Hvolsvelli, þrátt fyrir að Ágúst væri í raun búsettur í Rangárþingi eystra. Þá var haft eftir Yngva Karli Jónssyni, þáverandi oddvita minnihluta sveitarstjórnar Rangárþings ytra, að lögheimilisskráning sveitarstjórans hefði verið milli tannanna á íbúum fyrir kosningarnar 2014, þar sem það væri staðreynd að sveitarstjórinn væri búsettur á Hvolsvelli þrátt fyrir að eiga lögheimili í Rangárþingi ytra. Í 2. grein laga um lögheimili og aðsetur segir að lögheimili sé sá staður þar sem einstaklingur hafi fasta búsetu. Þá sé ekki heimilt að eiga lögheimili á Íslandi á fleiri en einum stað í senn. Í 4. grein segir að maður skuli eiga lögheimili á þeim stað þar sem hann dvelst meiri hluta árs. Landið metið á 105 milljónir króna Í ákvæðum jarðalaga um sölu til ábúenda ríkisjarða segir að ábúendur eigi rétt á að fá jarðirnar keyptar að því gefnu að þeir hafi haft ábúð á jörðinni í sjö ár og að þeir nýti land jarðarinnar sjálfir til ræktunar og beitar og hafi rekið þar búvöruframeiðslu síðastliðinn sjö ár. Þá er það gert að skilyrði að jarðirnar séu nýttar til landbúnaðarstarfsemi og að fyrir liggi yfirlýsing sveitarstjórnar um að viðkomandi hafi „setið jörðina vel“ og að sveitarstjórnin mæli með því að viðkomandi fái jörðina keypta. Ábúendur í Kirkjubæ eru sonur Ágústar og tengdadóttir, sem eru þar með hrossabúskap. Í umfjöllun sem birtist í Eiðfaxa í desember síðastliðnum sagði að fjölskyldan hefði stundað hrossarækt á bænum frá árinu 1960. Þrátt fyrir að svo virðist sem Ágúst sjálfur hafi ekki haft fasta búsetu í Kirkjubæ síðastliðinn sjö ár hefur Vísir fengið þær upplýsingar hjá FSRE að stofnunin telji hann uppfylla skilyrði til ábúendakaupa á grundvelli kaupréttar síns samkvæmt fyrrnefndum lagagreinum. Samkvæmt deiliskipulagsumsókn sem Ágúst lagði inn í fyrra stendur til að auka umfang búskaparins á Kirkjubæ. Í skriflegum svörum við fyrirspurn Vísis segist Ágúst fyrst hafa sótt um að fá að kaupa jarðirnar árið 2018 en samkvæmt FSRE voru þær metnar á 105 milljónir króna árið 2019. Ágúst á fyrir einbýlishús, tvö hesthús, reiðskála og alla túnrækt; veruleg verðmæti sem eru utan við verðmat FSRE. Íbúi á svæðinu sem Vísir ræddi við en vill ekki koma fram undir nafni segir kaupverðið ótrúlegt í ljósi stærðar og gæða jarðanna og segist ekki skilja hvers vegna jarðirnar séu ekki boðnar upp til að fá sem hæst verð fyrir þær og Ágúst fái svo fyrsta kauprétt á markaðsvirði. Í svörum FSRE segir að stofnunin hafi leitað eftir verðmati frá löggiltum fasteignasala til staðfestingar á söluverðmæti jarðarinnar á almennum markaði og beðið sé eftir þeirri niðurstöðu áður en málið fer lengra. Kjaftað um fjárhagslegt samkomulag við hótelstjóra Vísir setti sig í samband við Ágúst í gegnum tölvupóst og spurði meðal annars að því hvort hann teldi sig uppfylla skilyrði jarðarlaga um sölu til ábúenda. Þess má geta að Ágúst svaraði öllum spurningum greiðlega. „Já það geri ég. Fjölskylda mín hefur rekið hrossaræktarbú í Kirkjubæ frá árinu 1967 og ég hef alla tíð átt þar mitt heimili,“ svaraði Ágúst. „Árið 1992 keypti ég búreksturinn af föður mínum; bústofninn, öll útihús, íbúðarhús og alla ræktun og vélar. Hef því síðustu 30 ár rekið hrossaræktarbú í Kirkjubæ með fjölskyldu minni. Ég uppfylli því þessi skilyrði enda hafa Ríkiseignir og Ríkiskaup farið í gegnum alla þætti málsins eins og lög og reglur gera ráð fyrir. Kaup okkar á jörðinni eru hugsuð til þess að styrkja rekstrargrundvöll hrossaræktarbúsins til framtíðar.“ Ágúst segir Jóhann, sem á bústað á lóðinni Strönd, hafa lýst yfir áhuga á að kaupa hluta Kirkjubæjar-jarðanna. Tveir viðmælendur Vísis sögðu þegar hafa verið samið um kaupin, jafnvel þótt jarðirnar tvær væru enn í eigu ríkisins. Þá bar Vísir einnig undir Ágúst kjaftasögu sem virðist ganga í sveitinni um að hann hefði komist að samkomulagi við Jóhann Sigurðsson, framkvæmdastjóra Cabin ehf., um að hann ábyrgðist eða fjármagnaði kaupinn á jörðinni gegn því að fá að kaupa hluta hennar en Jóhann á sumarhús á jörðinni, á lóðinni Strönd. Kjaftasagan virðist meðal annars byggja á þeirri staðreynd að bæði Eystri-Kirkjubær og Vestri-Kirkjubær voru skráðar á uppboð hjá sýslumanninum á Suðurlandi árið 2016. „Kaup okkar á Kirkjubæ þurfum við að fjármagna að hluta með bankaláni sem einfaldlega er veitt gegn veði í jörðinni og öllum okkar eigum þar. Ég og kona mín erum í ábyrgð fyrir þessu láni,“ sagði Ágúst í svörum sínum við fyrirspurn Vísis. „Jóhann Sigurðsson á bústað sem hann byggði fyrir allnokkrum árum og stendur á leigulóð á jörðinni og hefur lýst yfir áhuga á að eignast lóðina þegar og ef það er hægt.“ Sveitarstjórn Rangárþings ytra samþykkti síðastliðið sumar nýtt deiliskipulag fyrir Eystri-Kirkjubæ en Ágúst vék af fundi á meðan málið var til umfjöllunnar. Fyrir liggur samþykki sveitarstjórnar fyrir kaupum Ásgeirs á jörðinni, sem gefið var út þegar hann óskaði eftir því að kaupa jörðina árið 2018. Rangárþing ytra Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Flugferðum aflýst Innlent Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Innlent Hvalveiðilögin barn síns tíma Innlent Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Erlent Segir Grænland ekki falt Erlent Fleiri fréttir Allt kapp lagt á að landsmenn komist heim fyrir jól Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Sjá meira
Jarðirnar eru í eigu ríkisins og telja samtals 1.540 hektara en Ágúst er með byggingarbréf um báðar jarðir og á fyrir húsakost og ræktun jarðanna. Heimildir Vísis herma að nokkur óánægja sé hins vegar á svæðinu með fyrirhugaða sölu til Ágústar, þar sem hann búi í raun ekki á jörðinni. Þá þykir fyrirhugað kaupverð langt undir markaðsvirði. Ágúst er skráður til heimilis á Kirkjubæ, bæði í Þjóðskrá og á ja.is. Hann hefur hins vegar haldið heimili annars staðar og mun þetta ekki vera í fyrsta sinn sem búseta sveitarstjórans veldur titringi meðal íbúa á svæðinu. Þannig greindi Vísir frá því árið 2015 að Ágúst væri með lögheimili skráð í Kirkjubæ, sem tilheyrir Rangárþingri ytra, en hefði hins vegar fasta búsetu á Öldubakka á Hvolsvelli í Rangárþingi eystra. Tilefni fréttaflutningsins var sú staðreynd að Rangárþing ytra væri að greiða fyrir skólasókn barns hans á Hvolsvelli, þrátt fyrir að Ágúst væri í raun búsettur í Rangárþingi eystra. Þá var haft eftir Yngva Karli Jónssyni, þáverandi oddvita minnihluta sveitarstjórnar Rangárþings ytra, að lögheimilisskráning sveitarstjórans hefði verið milli tannanna á íbúum fyrir kosningarnar 2014, þar sem það væri staðreynd að sveitarstjórinn væri búsettur á Hvolsvelli þrátt fyrir að eiga lögheimili í Rangárþingi ytra. Í 2. grein laga um lögheimili og aðsetur segir að lögheimili sé sá staður þar sem einstaklingur hafi fasta búsetu. Þá sé ekki heimilt að eiga lögheimili á Íslandi á fleiri en einum stað í senn. Í 4. grein segir að maður skuli eiga lögheimili á þeim stað þar sem hann dvelst meiri hluta árs. Landið metið á 105 milljónir króna Í ákvæðum jarðalaga um sölu til ábúenda ríkisjarða segir að ábúendur eigi rétt á að fá jarðirnar keyptar að því gefnu að þeir hafi haft ábúð á jörðinni í sjö ár og að þeir nýti land jarðarinnar sjálfir til ræktunar og beitar og hafi rekið þar búvöruframeiðslu síðastliðinn sjö ár. Þá er það gert að skilyrði að jarðirnar séu nýttar til landbúnaðarstarfsemi og að fyrir liggi yfirlýsing sveitarstjórnar um að viðkomandi hafi „setið jörðina vel“ og að sveitarstjórnin mæli með því að viðkomandi fái jörðina keypta. Ábúendur í Kirkjubæ eru sonur Ágústar og tengdadóttir, sem eru þar með hrossabúskap. Í umfjöllun sem birtist í Eiðfaxa í desember síðastliðnum sagði að fjölskyldan hefði stundað hrossarækt á bænum frá árinu 1960. Þrátt fyrir að svo virðist sem Ágúst sjálfur hafi ekki haft fasta búsetu í Kirkjubæ síðastliðinn sjö ár hefur Vísir fengið þær upplýsingar hjá FSRE að stofnunin telji hann uppfylla skilyrði til ábúendakaupa á grundvelli kaupréttar síns samkvæmt fyrrnefndum lagagreinum. Samkvæmt deiliskipulagsumsókn sem Ágúst lagði inn í fyrra stendur til að auka umfang búskaparins á Kirkjubæ. Í skriflegum svörum við fyrirspurn Vísis segist Ágúst fyrst hafa sótt um að fá að kaupa jarðirnar árið 2018 en samkvæmt FSRE voru þær metnar á 105 milljónir króna árið 2019. Ágúst á fyrir einbýlishús, tvö hesthús, reiðskála og alla túnrækt; veruleg verðmæti sem eru utan við verðmat FSRE. Íbúi á svæðinu sem Vísir ræddi við en vill ekki koma fram undir nafni segir kaupverðið ótrúlegt í ljósi stærðar og gæða jarðanna og segist ekki skilja hvers vegna jarðirnar séu ekki boðnar upp til að fá sem hæst verð fyrir þær og Ágúst fái svo fyrsta kauprétt á markaðsvirði. Í svörum FSRE segir að stofnunin hafi leitað eftir verðmati frá löggiltum fasteignasala til staðfestingar á söluverðmæti jarðarinnar á almennum markaði og beðið sé eftir þeirri niðurstöðu áður en málið fer lengra. Kjaftað um fjárhagslegt samkomulag við hótelstjóra Vísir setti sig í samband við Ágúst í gegnum tölvupóst og spurði meðal annars að því hvort hann teldi sig uppfylla skilyrði jarðarlaga um sölu til ábúenda. Þess má geta að Ágúst svaraði öllum spurningum greiðlega. „Já það geri ég. Fjölskylda mín hefur rekið hrossaræktarbú í Kirkjubæ frá árinu 1967 og ég hef alla tíð átt þar mitt heimili,“ svaraði Ágúst. „Árið 1992 keypti ég búreksturinn af föður mínum; bústofninn, öll útihús, íbúðarhús og alla ræktun og vélar. Hef því síðustu 30 ár rekið hrossaræktarbú í Kirkjubæ með fjölskyldu minni. Ég uppfylli því þessi skilyrði enda hafa Ríkiseignir og Ríkiskaup farið í gegnum alla þætti málsins eins og lög og reglur gera ráð fyrir. Kaup okkar á jörðinni eru hugsuð til þess að styrkja rekstrargrundvöll hrossaræktarbúsins til framtíðar.“ Ágúst segir Jóhann, sem á bústað á lóðinni Strönd, hafa lýst yfir áhuga á að kaupa hluta Kirkjubæjar-jarðanna. Tveir viðmælendur Vísis sögðu þegar hafa verið samið um kaupin, jafnvel þótt jarðirnar tvær væru enn í eigu ríkisins. Þá bar Vísir einnig undir Ágúst kjaftasögu sem virðist ganga í sveitinni um að hann hefði komist að samkomulagi við Jóhann Sigurðsson, framkvæmdastjóra Cabin ehf., um að hann ábyrgðist eða fjármagnaði kaupinn á jörðinni gegn því að fá að kaupa hluta hennar en Jóhann á sumarhús á jörðinni, á lóðinni Strönd. Kjaftasagan virðist meðal annars byggja á þeirri staðreynd að bæði Eystri-Kirkjubær og Vestri-Kirkjubær voru skráðar á uppboð hjá sýslumanninum á Suðurlandi árið 2016. „Kaup okkar á Kirkjubæ þurfum við að fjármagna að hluta með bankaláni sem einfaldlega er veitt gegn veði í jörðinni og öllum okkar eigum þar. Ég og kona mín erum í ábyrgð fyrir þessu láni,“ sagði Ágúst í svörum sínum við fyrirspurn Vísis. „Jóhann Sigurðsson á bústað sem hann byggði fyrir allnokkrum árum og stendur á leigulóð á jörðinni og hefur lýst yfir áhuga á að eignast lóðina þegar og ef það er hægt.“ Sveitarstjórn Rangárþings ytra samþykkti síðastliðið sumar nýtt deiliskipulag fyrir Eystri-Kirkjubæ en Ágúst vék af fundi á meðan málið var til umfjöllunnar. Fyrir liggur samþykki sveitarstjórnar fyrir kaupum Ásgeirs á jörðinni, sem gefið var út þegar hann óskaði eftir því að kaupa jörðina árið 2018.
Rangárþing ytra Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Flugferðum aflýst Innlent Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Innlent Hvalveiðilögin barn síns tíma Innlent Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Erlent Segir Grænland ekki falt Erlent Fleiri fréttir Allt kapp lagt á að landsmenn komist heim fyrir jól Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Sjá meira