Fjárfesting í fólki Anna Þóra Þórhallsdóttir og Lena Rut Olsen skrifa 6. janúar 2022 12:01 Raunverulegu verðmætin felast í einstaklingum sem mynda samfélagið. Í ljósi þess að ný ríkisstjórn hefur tekið til starfa viljum við beina athyglinni að einum málaflokki sem okkur finnst að mætti fara meira fyrir í nýjum stjórnarsáttmála. Sáttmálinn vekur von um betri framtíð, er faglega uppsettur, með fallegum myndum og vel orðaður. Hinsvegar er hann er mjög almennur, þar af leiðir er hann frekar óljós og auðvelt er að túlka innihald hans á ótal vegu. Okkur virðist að áhersla verði m.a. lögð á að efla forvarnir og styrkja geðheilbrigðisþjónustu með því að efla þjónustu geðheilsuteymanna og áætlað að veita fjölbreytta þjónustu sem miðuð verður að ólíkum þörfum. Einnig er minnst á að tryggja þeim sem missa starfsgetu ákveðna þjónustu sem fyrst og að bæta lífsgæði þeirra. Ekki er farið nánar út í, hvað á að gera eða hvernig. Í stjórnarsáttmálanum er hvergi minnst á starfsendurhæfingu eða atvinnuendurhæfingu. Það er einmitt sá málaflokkur sem við stöldrum aðeins við, höfum áhuga á og vekur því upp spurningar hjá okkur. Við störfum báðar hjá Janus endurhæfingu og eru það nokkur vonbrigði að ekki sé tekið sterkara til orða um þennan mikilvæga málaflokk. Sérstaklega, þar sem á síðasta kjörtímabili var lögð vinna í tillögur að endurhæfingarstefnu fyrir Heilbrigðisráðuneytið og að árið 2017 var skipaður faghópur sem skilaði sínum tillögum varðandi nýtt kerfi starfsendurhæfingar og starfsgetumats til Félagsmálaráðuneytisins árið 2019. Í þessum tillögum var ákveðið að leggja ekki áherslu á endurhæfingu þeirra sem glíma við geðraskanir og/eða fíkni- og neysluvanda þar sem mat á þeim meðferðarúrræðum var í undirbúningi. Tekið er þó fram að fólk með geðraskanir eigi að geta nýtt sér ýmis almenn endurhæfingarúrræði eins og aðrir sem eru að glíma við skerta færni. Hér skýtur skökku við að okkar mati þar sem geðraskanir, auk sjúkdóma í stoðkerfi eru lang algengasta orsök örorku og greiðsla endurhæfingalífeyris. Því til stuðnings kemur fram í greiningu KPMG frá árinu 2018 fyrir Velferðarráðuneytið, að helsta orsök örorku hjá þeim sem voru yngri en 40 ára, voru geðraskanir og að hlutfall ungra öryrkja (á aldrinum 18 - 39 ára) var hæst á Íslandi í samanburði við Norðurlöndin. Við undrumst því að endurhæfing þessara einstaklinga sé því sniðgengin inn í almennrri endurhæfingarstefnu. Getur ástæða ofangreinds verið að ekki sé sátt og/eða samræming um skilgreiningu hugtaksins endurhæfing og/eða starfsendurhæfing? Eða getur verið ofur áhersla á læknisfræðilegt sjónarhorn þ.e.a.s. sjúkdómsgreiningar í stað þess að horfa á einstaklingana og færni þeirra, sem þurfa að nýta sér þessi úrræði út frá þeirri nálgun sem Alþjóða heilbrigðisstofnunin [WHO] leggur til þ.e. að horfa á einstaklinginn út frá samtvinnuðu líkamlegu, sálfræðilegu og félagslegu sjónarhorni? Í tillögunum faghópsins um nýtt kerfi starfsendurhæfingar (2019) er gerð tilraun til þess, skilgreina hugtakið endurhæfing. Sú skilgreining hljómar mjög vel s.s. “að endurhæfing sé samstarfsverkefni einstaklings, fagfólks og aðstandanda með skýrum markmiðum og tímamörkum. Endurhæfingin miðar að því að hámarka líkamlega, andlega og félagslega færni einstaklingsins sem býr við eða er hætt við færniskerðingu í aðstæðum sínum og umhverfi. Endurhæfing skuli taka mið af stöðu og aðstæðum einstaklinga og krafist er samfellu og samræmda aðgerða sem byggja á bestu þekkingu”. Við veltum fyrir okkur afhverju þessi skilgreining sé ekki nýtt til samærmi? Við höfum áhyggjur af því að í nýja sáttmála ríkisstjórnarinnar er endurhæfingu og starfsendurhæfingu sé áfram skipt upp. Endurhæfing fellur undir heilbrigðisráðuneytið en starfsendurhæfing undir ábyrgðasvið félagsmálaráðherra. Þetta veldur ýmsum vandmálum þar sem veruleiki einstaklingsins er því miður ekki klipptur og skorinn og hægt að skipta á milli ráðuneytanna. Auk þess er meðal annars, markmið laga um atvinnutengda starfsendurhæfingu og starfsemi starfsendurhæfingarsjóða að tryggja einstaklingum með skerta starfsgetu starfsendurhæfingu sem skuli vera þáttur í heildstæðu kerfi endurhæfingar. Við vinnum náið með einstaklingum sem glíma oft við miklar geðrænar áskoranir og eru í starfsendurhæfingu á vegum félagslega kerfisins (þjónustusamningur við Virk starfsendurhæfingarsjóð) en þurfa um leið þjónustu heilbrigðiskerfisins og tryggingarkerfisins. Kerfin sem þessir málaflokkar falla undir vinna ekki saman og leiðir það til erfiðrar flækju sem bitnar á þeim sem síst skyldi. Þeirra sem þurfa, en geta ekki nýtt sér þjónustu beggja kerfanna í einu. Sem dæmi vitum við fyrir víst að einstaklingar sem hefja starfsendurhæfingu, geta átt von á að vera vísað frá vegna breytinga í líðan sinni eða í umhverfi þeirra. Þeir eru þá annað hvort metnir innan félagslega kerfisins of veikir til vera í starfsendurhæfingu eða ekki nógu veikir til að fá starfsendurhæfingu á vegum heilbrigðiskerfisins. Þá þarf að rjúfa starfsendurhæfingu, oft áður en næsta úrræði getur tekið við og biðtími á milli úrræða getur verið ansi langur og erfiður. Í þessu millibils ástandi hringsnúast einstaklingarnir, eiga í hættu á að veikast en frekar og missa niður þá færni sem unnist hefur. Annar óumræddur þáttur sem hefur áhrif á líðan og heilsu einstaklinga er framfærsla, þar sem þeir einstaklingar á endurhæfingalífeyri geta misst framfærslu eða klárað sinn rétt á þessum biðtíma. Hér er um að ræða annað ósamræmi sem er efni í aðra grein. Í rannsókn sem gerð var á vegum Félagsvísindastofnunar árið 2016 fyrir Velferðarráðuneytið á stöðu ungs fólks á örorku eða endurhæfingarlífeyri, kemur fram að ungmenninn kölluðu eftir samræmi milli áðurnefndra kerfa og úrræða. Í mörgum tilvikum höfðu ungmennin þvælst þar á milli, þannig þau misstu niður færni, fundu fyrir óöryggi og kvíði jókst. Einnig kom fram að tryggja þyrfti breiðari hóp endurhæfingu og kallað eftir aukinni eftirfylgni þannig minna bil væri á milli endurhæfingar og næsta skrefs, hvort sem það var nám eða vinna. Þessar niðurstöður eru enn í samræmi við okkar upplifun. Við höfum upplifað gegnum Ungmennaverkefnið sem er samstarfsverkefni Janusar endurhæfingar, geðdeilda Landspítalans, geðheilsuteyma Heilsugæslunnar, Þrautar og Önnu Maríu Jónsdóttur, hvað samfella í endurhæfingu með beinu samstarfi þvert á milli kerfa skiptir miklu máli. Ekki bara fyrir einstaklinginn sjálfan heldur samfélagið í heild. Annað sem mikilvægt að hafa í huga að endurhæfing einstaklinga með þung geðræn vandamál tekur langan tíma ef hún á að skila varanlegum árangri sem er eðlilegt miðað við þau vandamál sem umræddir einstaklingar eiga við að glíma. Í gegnum starf okkar innan Janusar endurhæfingar höfum við fengið að njóta þeirra forréttinda að horfa á marga einstaklinga vaxa, öðlast trú á eigin áhrifamátt, og ná árangri í endurhæfingu sinni en 57.4% gerðu það gegnum endurhæfingu hjá okkur árið 2020. En hvað með þá sem ná ekki árangri og/eða fá ekki þann tíma sem þeir þurfa? Þeim sem tekst ekki að koma upp nægilega mikilli virkni miðað við það sem kaupandi þjónustunnar krefst. Enn og aftur, kerfin tala ekki saman. Við höfum fylgt fólkinu okkar í gegnum þessa erfiðu “kerfissúpu” og skiljum oft á tíðum hvorki upp né niður, hvað þá einstaklingarnir sjálfir sem glíma þegar við krefjandi vandamál. Spurning okkar er, af hverju hafa niðustöður þessara ofangreindu tillaga og rannsókna, um að hafa samfellu og heildstæða þjónustu í endurhæfingu sem veitt er á mismunandi stigum innan þessara kerfa ekki verið framkvæmdar nú 5 árum síðar? Afhverju er ekki farið eftir því sem WHO leggur til, þ.e. að endurhæfing sé á hendi eins ráðuneytis og þannig draga úr þeirri áhættu að einstaklingar falli á milli úrræða? Þar má m.a.horfa til þess hvernig er unnið innan Ungmennaverkefnisins í Janus endurhæfingu. Það er ljóst að flækustig kerfanna bitnar á þeim sem síst skyldi. Fjarlæga verður veggi, múra og þröskulda, samþætta kerfin þannig þau virki og þjóni þeim tilgangi sem ætlast er til. Skilyrði fyrir þjónustu eiga ekki að vera bundinn við greiningar eins og er í dag heldur færni hvers og eins. Í dag er einstaklingum ýtt fram og tilbaka á milli kerfa, stundum einfaldlega bara af því að “computer says NO”. Við leggjum til viðhorfsbreytingu innan stjórnkerfanna, hætt verði að horfa á einstaklinga sem kostnað milli kerfa. Þar sem kostaður kemur í raun úr sameiginlegum vasa og er ætlaður til fjárfestingar í mannauð og þannig útbúnar leiðir til öflugs velferðakerfis. Að horft verði heildrænt á endurhæfingar ferlið, þar sem litið er á einstaklinginn sem verðmæti fyrir samfélagið. Einstaklings verðmæti verða þar með höfð að leiðarljósi og eitt af vonandi mörgum framtíðar skrefum, stigið í því að fjárfesta í fólki eins og nýr stjórnarsáttmáli kemst svo vel að orði. Höfundar eru iðjuþjálfar hjá Janus endurhæfingu. Hlekkir Janus endurhæfing Nýtt kerfi starfsendurhæfingar og mats á starfsgetu Sáttmáli um ríksistjórnarsamstarfs Framsóknarflokks, Sjálfstæðisflokka og vinstrihreyfingar- græns framboðs Endurhæfing, Tillögur að endurhæfingastefnu Lög um atvinnutengda starfsendurhæfingu og starfsemi starfsendurhæfingarsjóða Staða ungs fólks með örorku -eða endurhæfingalífeyri Þróun Örorku , KPMG Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Vinnumarkaður Mest lesið Er sjávarútvegur einkamál kvótakónga? Finnbjörn A. Hermannsson Skoðun Ísland er ekki stjórntækt með verðtryggingu? Örn Karlsson Skoðun „Þetta er algerlega galið“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Ó Palestína Arnar Eggert Thoroddsen Skoðun Að þora að stíga skref Magnús Þór Jónsson Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun Hvernig getum við stigið upp úr sorginni? Birna Guðný Björnsdóttir Skoðun Fersk fyrirheit: máttur nýársheita og skýrra markmiða Árni Sigurðsson Skoðun Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson Skoðun Skoðun Skoðun Að þora að stíga skref Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Ísland er ekki stjórntækt með verðtryggingu? Örn Karlsson skrifar Skoðun Ó Palestína Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Er sjávarútvegur einkamál kvótakónga? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun „Þetta er algerlega galið“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig getum við stigið upp úr sorginni? Birna Guðný Björnsdóttir skrifar Skoðun Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Fersk fyrirheit: máttur nýársheita og skýrra markmiða Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Skilaboð hátíðarinnar Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson skrifar Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Sjá meira
Raunverulegu verðmætin felast í einstaklingum sem mynda samfélagið. Í ljósi þess að ný ríkisstjórn hefur tekið til starfa viljum við beina athyglinni að einum málaflokki sem okkur finnst að mætti fara meira fyrir í nýjum stjórnarsáttmála. Sáttmálinn vekur von um betri framtíð, er faglega uppsettur, með fallegum myndum og vel orðaður. Hinsvegar er hann er mjög almennur, þar af leiðir er hann frekar óljós og auðvelt er að túlka innihald hans á ótal vegu. Okkur virðist að áhersla verði m.a. lögð á að efla forvarnir og styrkja geðheilbrigðisþjónustu með því að efla þjónustu geðheilsuteymanna og áætlað að veita fjölbreytta þjónustu sem miðuð verður að ólíkum þörfum. Einnig er minnst á að tryggja þeim sem missa starfsgetu ákveðna þjónustu sem fyrst og að bæta lífsgæði þeirra. Ekki er farið nánar út í, hvað á að gera eða hvernig. Í stjórnarsáttmálanum er hvergi minnst á starfsendurhæfingu eða atvinnuendurhæfingu. Það er einmitt sá málaflokkur sem við stöldrum aðeins við, höfum áhuga á og vekur því upp spurningar hjá okkur. Við störfum báðar hjá Janus endurhæfingu og eru það nokkur vonbrigði að ekki sé tekið sterkara til orða um þennan mikilvæga málaflokk. Sérstaklega, þar sem á síðasta kjörtímabili var lögð vinna í tillögur að endurhæfingarstefnu fyrir Heilbrigðisráðuneytið og að árið 2017 var skipaður faghópur sem skilaði sínum tillögum varðandi nýtt kerfi starfsendurhæfingar og starfsgetumats til Félagsmálaráðuneytisins árið 2019. Í þessum tillögum var ákveðið að leggja ekki áherslu á endurhæfingu þeirra sem glíma við geðraskanir og/eða fíkni- og neysluvanda þar sem mat á þeim meðferðarúrræðum var í undirbúningi. Tekið er þó fram að fólk með geðraskanir eigi að geta nýtt sér ýmis almenn endurhæfingarúrræði eins og aðrir sem eru að glíma við skerta færni. Hér skýtur skökku við að okkar mati þar sem geðraskanir, auk sjúkdóma í stoðkerfi eru lang algengasta orsök örorku og greiðsla endurhæfingalífeyris. Því til stuðnings kemur fram í greiningu KPMG frá árinu 2018 fyrir Velferðarráðuneytið, að helsta orsök örorku hjá þeim sem voru yngri en 40 ára, voru geðraskanir og að hlutfall ungra öryrkja (á aldrinum 18 - 39 ára) var hæst á Íslandi í samanburði við Norðurlöndin. Við undrumst því að endurhæfing þessara einstaklinga sé því sniðgengin inn í almennrri endurhæfingarstefnu. Getur ástæða ofangreinds verið að ekki sé sátt og/eða samræming um skilgreiningu hugtaksins endurhæfing og/eða starfsendurhæfing? Eða getur verið ofur áhersla á læknisfræðilegt sjónarhorn þ.e.a.s. sjúkdómsgreiningar í stað þess að horfa á einstaklingana og færni þeirra, sem þurfa að nýta sér þessi úrræði út frá þeirri nálgun sem Alþjóða heilbrigðisstofnunin [WHO] leggur til þ.e. að horfa á einstaklinginn út frá samtvinnuðu líkamlegu, sálfræðilegu og félagslegu sjónarhorni? Í tillögunum faghópsins um nýtt kerfi starfsendurhæfingar (2019) er gerð tilraun til þess, skilgreina hugtakið endurhæfing. Sú skilgreining hljómar mjög vel s.s. “að endurhæfing sé samstarfsverkefni einstaklings, fagfólks og aðstandanda með skýrum markmiðum og tímamörkum. Endurhæfingin miðar að því að hámarka líkamlega, andlega og félagslega færni einstaklingsins sem býr við eða er hætt við færniskerðingu í aðstæðum sínum og umhverfi. Endurhæfing skuli taka mið af stöðu og aðstæðum einstaklinga og krafist er samfellu og samræmda aðgerða sem byggja á bestu þekkingu”. Við veltum fyrir okkur afhverju þessi skilgreining sé ekki nýtt til samærmi? Við höfum áhyggjur af því að í nýja sáttmála ríkisstjórnarinnar er endurhæfingu og starfsendurhæfingu sé áfram skipt upp. Endurhæfing fellur undir heilbrigðisráðuneytið en starfsendurhæfing undir ábyrgðasvið félagsmálaráðherra. Þetta veldur ýmsum vandmálum þar sem veruleiki einstaklingsins er því miður ekki klipptur og skorinn og hægt að skipta á milli ráðuneytanna. Auk þess er meðal annars, markmið laga um atvinnutengda starfsendurhæfingu og starfsemi starfsendurhæfingarsjóða að tryggja einstaklingum með skerta starfsgetu starfsendurhæfingu sem skuli vera þáttur í heildstæðu kerfi endurhæfingar. Við vinnum náið með einstaklingum sem glíma oft við miklar geðrænar áskoranir og eru í starfsendurhæfingu á vegum félagslega kerfisins (þjónustusamningur við Virk starfsendurhæfingarsjóð) en þurfa um leið þjónustu heilbrigðiskerfisins og tryggingarkerfisins. Kerfin sem þessir málaflokkar falla undir vinna ekki saman og leiðir það til erfiðrar flækju sem bitnar á þeim sem síst skyldi. Þeirra sem þurfa, en geta ekki nýtt sér þjónustu beggja kerfanna í einu. Sem dæmi vitum við fyrir víst að einstaklingar sem hefja starfsendurhæfingu, geta átt von á að vera vísað frá vegna breytinga í líðan sinni eða í umhverfi þeirra. Þeir eru þá annað hvort metnir innan félagslega kerfisins of veikir til vera í starfsendurhæfingu eða ekki nógu veikir til að fá starfsendurhæfingu á vegum heilbrigðiskerfisins. Þá þarf að rjúfa starfsendurhæfingu, oft áður en næsta úrræði getur tekið við og biðtími á milli úrræða getur verið ansi langur og erfiður. Í þessu millibils ástandi hringsnúast einstaklingarnir, eiga í hættu á að veikast en frekar og missa niður þá færni sem unnist hefur. Annar óumræddur þáttur sem hefur áhrif á líðan og heilsu einstaklinga er framfærsla, þar sem þeir einstaklingar á endurhæfingalífeyri geta misst framfærslu eða klárað sinn rétt á þessum biðtíma. Hér er um að ræða annað ósamræmi sem er efni í aðra grein. Í rannsókn sem gerð var á vegum Félagsvísindastofnunar árið 2016 fyrir Velferðarráðuneytið á stöðu ungs fólks á örorku eða endurhæfingarlífeyri, kemur fram að ungmenninn kölluðu eftir samræmi milli áðurnefndra kerfa og úrræða. Í mörgum tilvikum höfðu ungmennin þvælst þar á milli, þannig þau misstu niður færni, fundu fyrir óöryggi og kvíði jókst. Einnig kom fram að tryggja þyrfti breiðari hóp endurhæfingu og kallað eftir aukinni eftirfylgni þannig minna bil væri á milli endurhæfingar og næsta skrefs, hvort sem það var nám eða vinna. Þessar niðurstöður eru enn í samræmi við okkar upplifun. Við höfum upplifað gegnum Ungmennaverkefnið sem er samstarfsverkefni Janusar endurhæfingar, geðdeilda Landspítalans, geðheilsuteyma Heilsugæslunnar, Þrautar og Önnu Maríu Jónsdóttur, hvað samfella í endurhæfingu með beinu samstarfi þvert á milli kerfa skiptir miklu máli. Ekki bara fyrir einstaklinginn sjálfan heldur samfélagið í heild. Annað sem mikilvægt að hafa í huga að endurhæfing einstaklinga með þung geðræn vandamál tekur langan tíma ef hún á að skila varanlegum árangri sem er eðlilegt miðað við þau vandamál sem umræddir einstaklingar eiga við að glíma. Í gegnum starf okkar innan Janusar endurhæfingar höfum við fengið að njóta þeirra forréttinda að horfa á marga einstaklinga vaxa, öðlast trú á eigin áhrifamátt, og ná árangri í endurhæfingu sinni en 57.4% gerðu það gegnum endurhæfingu hjá okkur árið 2020. En hvað með þá sem ná ekki árangri og/eða fá ekki þann tíma sem þeir þurfa? Þeim sem tekst ekki að koma upp nægilega mikilli virkni miðað við það sem kaupandi þjónustunnar krefst. Enn og aftur, kerfin tala ekki saman. Við höfum fylgt fólkinu okkar í gegnum þessa erfiðu “kerfissúpu” og skiljum oft á tíðum hvorki upp né niður, hvað þá einstaklingarnir sjálfir sem glíma þegar við krefjandi vandamál. Spurning okkar er, af hverju hafa niðustöður þessara ofangreindu tillaga og rannsókna, um að hafa samfellu og heildstæða þjónustu í endurhæfingu sem veitt er á mismunandi stigum innan þessara kerfa ekki verið framkvæmdar nú 5 árum síðar? Afhverju er ekki farið eftir því sem WHO leggur til, þ.e. að endurhæfing sé á hendi eins ráðuneytis og þannig draga úr þeirri áhættu að einstaklingar falli á milli úrræða? Þar má m.a.horfa til þess hvernig er unnið innan Ungmennaverkefnisins í Janus endurhæfingu. Það er ljóst að flækustig kerfanna bitnar á þeim sem síst skyldi. Fjarlæga verður veggi, múra og þröskulda, samþætta kerfin þannig þau virki og þjóni þeim tilgangi sem ætlast er til. Skilyrði fyrir þjónustu eiga ekki að vera bundinn við greiningar eins og er í dag heldur færni hvers og eins. Í dag er einstaklingum ýtt fram og tilbaka á milli kerfa, stundum einfaldlega bara af því að “computer says NO”. Við leggjum til viðhorfsbreytingu innan stjórnkerfanna, hætt verði að horfa á einstaklinga sem kostnað milli kerfa. Þar sem kostaður kemur í raun úr sameiginlegum vasa og er ætlaður til fjárfestingar í mannauð og þannig útbúnar leiðir til öflugs velferðakerfis. Að horft verði heildrænt á endurhæfingar ferlið, þar sem litið er á einstaklinginn sem verðmæti fyrir samfélagið. Einstaklings verðmæti verða þar með höfð að leiðarljósi og eitt af vonandi mörgum framtíðar skrefum, stigið í því að fjárfesta í fólki eins og nýr stjórnarsáttmáli kemst svo vel að orði. Höfundar eru iðjuþjálfar hjá Janus endurhæfingu. Hlekkir Janus endurhæfing Nýtt kerfi starfsendurhæfingar og mats á starfsgetu Sáttmáli um ríksistjórnarsamstarfs Framsóknarflokks, Sjálfstæðisflokka og vinstrihreyfingar- græns framboðs Endurhæfing, Tillögur að endurhæfingastefnu Lög um atvinnutengda starfsendurhæfingu og starfsemi starfsendurhæfingarsjóða Staða ungs fólks með örorku -eða endurhæfingalífeyri Þróun Örorku , KPMG
Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun
Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun
Skoðun Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson skrifar
Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun
Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun