„Það er enn á ný staðfest að ljósmæður eru englar í mannsmynd. Nú virðist tíminn standa í stað og allt sett til hliðar til þess að umvefja, næra og elska litla ósjálfbjarga mannveru. Ég bara veit ekkert betra,“ segir Védís í tilkynningu sem hún birti á Facebook. Fréttablaðið sagði fyrst frá.
Þetta er þriðja barn Védísar en fyrir átti hún tvo drengi.
„Litla systir á víst sama afmælisdag og Tiger Woods og Lebron James þannig að það er kannski einhver von um íþróttaferil þó hún eigi afmæli kortér í áramót.“
Með færslunni birti hún myndir af fjölskyldunni og fallegan texta eftir sjálfa sig.
Elsku barn
Elsku barn, þú ert elskunnar barn
- ástar sem hér spratt um árið.
Allt sem var virðist æ óralangt,
líkt og þú hafir ætíð verið.
Undur lífs, leiðandi ljós.
Þú græðir hjartað heilt.
Bernskubrek, æskunnar blóm
- rósa sem hér spruttu um árið.
Nóttin dimm kemur deginum frá,
allt á einn veginn endar.
En augu þín vekja von,
vorsins vindar fylgja þér.
Undur lífs, leiðandi ljós.
Þú græðir hjartað heilt.
-VHÁ