Samfélagið og fötlunarfordómar Sunna Dögg Ágústsdóttir skrifar 8. janúar 2022 09:01 Fötlunarfordómar hafa verið til í mörg þúsund ár, líklega frá byrjun mannkynssögu, en það þýðir ekki að þeir séu eðlilegir eða réttlætanlegir. Þvert á móti, þessir fordómar eru það sem hefur haldið niðri milljörðum manneskja (ég er ekki að ýkja, tölur fatlaðs fólk í heiminum eru a.m.k einn milljarður og í þessari grein tel ég einnig með fatlað fólk sem ekki er lifandi í dag) og skaðað þeirra tækifæri. Fötlun er ekki líkamlegt ástand, heldur samfélagslegt ástand. Ef samfélagið virti þarfir fatlaðs einstaklings væri sá einstaklingur ekki lengur fatlaður. Því miður leggur samfélagið áherslu á að það sé fatlaði einstaklingurinn sem þarfnast lækningar, en ekki á það að samfélagið sjálft sé sem þarf að breytast, læknast af fordómum. Þetta leiðir til óæskilegra viðhorfa, jafnvel haturs gagnvart fötluðu fólki og hindrar oft að litið sé á fatlað fólk sem manneskjur með réttindi. Þetta getur einnig leitt til þess að ófatlað fólk vorkenni fötluðu fólki. Ég get ekki talað fyrir allt fatlað fólk, en mig grunar að flest okkar viljum ekki vorkun. Það sem við viljum eru aðgerðir sem skila okkur þeim réttindum sem stolið var af okkur við fæðingu. Við viljum ekki að ófötluðu fólk líði eins og að það sé bjargvættar okkar fyrir að skila okkur einhverju sem við eigum nú þegar rétt á. Við viljum að samfélagið byrji loksins að hlusta á það sem við höfum verið að segja frá upphafi mannkynssögu, að við erum manneskjur og því að vera manneskja fylgja réttindi, að við séum sterk og það að samfélagið líti niður á okkur fyrir að vera til er ekki okkur að kenna, heldur er það sök samfélags sem kann ekki að gera ráð fyrir hollum fjölbreytileika. Þetta samfélag skapar þjáningu fyrir alla, fatlað fólk og ófatlað fólk. Við verðum að taka höndum saman og breyta því í samfélag án aðgreiningar, samfélag þar sem gert er ráð fyrir öllum. Viljið þið standa með okkur? Höfundur er verkefnisstjóri ungmennaráðs Þroskahjálpar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Málefni fatlaðs fólks Sunna Dögg Ágústsdóttir Mest lesið Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Hugsjónir ójafnaðarmanns - svar við bréfi Kára Snorri Másson Skoðun Viðreisn er Samfylkingin Júlíus Viggó Ólafsson Skoðun „Ég hefði nú ekkert á móti því að taka aðeins í tæjuna“ Eva Pandora Baldursdóttir Skoðun Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir Skoðun Mun forseti Íslands fremja landráð? Ástþór Magnússon Skoðun Er skynsemi Sigmundar Davíðs o.fl. skynsamleg? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Sjálfskaparvíti Samfylkingar og Viðreisnar Birta Karen Tryggvadóttir Skoðun Þarf Ábyrg framtíð 14,1% til að komast í kappræður Heimildarinnar? Jóhannes Loftsson Skoðun Skoðun Skoðun Hlustum á hvert annað og breytum þessu Aðalsteinn Leifsson skrifar Skoðun Kæru landsmenn – þetta er ekki lengur boðlegt Ágústa Árnadóttir skrifar Skoðun XL niðurskurður – hugsum stórt! Arnar Þór Jónsson,Kári Allansson skrifar Skoðun Blórabögglar og gylliboð frá vinstri Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Hvað kjósa foreldrar ósýnilegra barna? Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Heimskasta þjóð í heimi Sverrir Björnsson skrifar Skoðun Jöfnum leikinn á laugardaginn Björgvin G. Sigurðsson skrifar Skoðun ADHD, fjórir stafir og hvað svo? Jóna Kristín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skattagleði á kostnað ferðaþjónustunnar Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Börnin heim Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Mun forseti Íslands fremja landráð? Ástþór Magnússon skrifar Skoðun Ég býð mig fram fyrir framtíðarkynslóðir Finnur Ricart Andrason skrifar Skoðun Rödd mannréttinda, jöfnuðar og jafnréttis þarf að hljóma á Alþingi Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gera þarf skurk í búsetumálum eldri borgara Ólafur Ísleifsson skrifar Skoðun „Ég hefði nú ekkert á móti því að taka aðeins í tæjuna“ Eva Pandora Baldursdóttir skrifar Skoðun Vilt þú breytingu á stjórn landsins? Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Hugsjónir ójafnaðarmanns - svar við bréfi Kára Snorri Másson skrifar Skoðun Af hverju er nauðsyn að fá Sósíalista inn á þing og í næstu ríkisstjórn? Ólafur H. Ólafsson skrifar Skoðun Búsetufrelsi og lögheimilisskráning Heiðbrá Ólafsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur og aðrar villur í umræðunni um Evrópusambandið Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Geðveikir frasar – en það þarf að vera plan! Ragna Sigurðardóttir,Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Þarf Ábyrg framtíð 14,1% til að komast í kappræður Heimildarinnar? Jóhannes Loftsson skrifar Skoðun Þess vegna er ég á lista VG í Suðurkjördæmi Þorsteinn Ólafsson skrifar Skoðun Svínsleg mismunun gagnvart eldra fólki Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Hverjir myrða konur? Auður Önnu Magnúsdóttir skrifar Skoðun „Það sé ykkur til fæðu“ - hugleiðing um jólamat Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Ferðafrelsið er dýrmætt Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn er Samfylkingin Júlíus Viggó Ólafsson skrifar Skoðun Mannúðleg innflytjendastefna Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Hvað er vandamálið á húsnæðismarkaðinum og hvernig leysum við það Ómar Ingþórsson skrifar Sjá meira
Fötlunarfordómar hafa verið til í mörg þúsund ár, líklega frá byrjun mannkynssögu, en það þýðir ekki að þeir séu eðlilegir eða réttlætanlegir. Þvert á móti, þessir fordómar eru það sem hefur haldið niðri milljörðum manneskja (ég er ekki að ýkja, tölur fatlaðs fólk í heiminum eru a.m.k einn milljarður og í þessari grein tel ég einnig með fatlað fólk sem ekki er lifandi í dag) og skaðað þeirra tækifæri. Fötlun er ekki líkamlegt ástand, heldur samfélagslegt ástand. Ef samfélagið virti þarfir fatlaðs einstaklings væri sá einstaklingur ekki lengur fatlaður. Því miður leggur samfélagið áherslu á að það sé fatlaði einstaklingurinn sem þarfnast lækningar, en ekki á það að samfélagið sjálft sé sem þarf að breytast, læknast af fordómum. Þetta leiðir til óæskilegra viðhorfa, jafnvel haturs gagnvart fötluðu fólki og hindrar oft að litið sé á fatlað fólk sem manneskjur með réttindi. Þetta getur einnig leitt til þess að ófatlað fólk vorkenni fötluðu fólki. Ég get ekki talað fyrir allt fatlað fólk, en mig grunar að flest okkar viljum ekki vorkun. Það sem við viljum eru aðgerðir sem skila okkur þeim réttindum sem stolið var af okkur við fæðingu. Við viljum ekki að ófötluðu fólk líði eins og að það sé bjargvættar okkar fyrir að skila okkur einhverju sem við eigum nú þegar rétt á. Við viljum að samfélagið byrji loksins að hlusta á það sem við höfum verið að segja frá upphafi mannkynssögu, að við erum manneskjur og því að vera manneskja fylgja réttindi, að við séum sterk og það að samfélagið líti niður á okkur fyrir að vera til er ekki okkur að kenna, heldur er það sök samfélags sem kann ekki að gera ráð fyrir hollum fjölbreytileika. Þetta samfélag skapar þjáningu fyrir alla, fatlað fólk og ófatlað fólk. Við verðum að taka höndum saman og breyta því í samfélag án aðgreiningar, samfélag þar sem gert er ráð fyrir öllum. Viljið þið standa með okkur? Höfundur er verkefnisstjóri ungmennaráðs Þroskahjálpar.
Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Rödd mannréttinda, jöfnuðar og jafnréttis þarf að hljóma á Alþingi Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Af hverju er nauðsyn að fá Sósíalista inn á þing og í næstu ríkisstjórn? Ólafur H. Ólafsson skrifar
Skoðun Geðveikir frasar – en það þarf að vera plan! Ragna Sigurðardóttir,Sigurþóra Bergsdóttir skrifar
Skoðun Þarf Ábyrg framtíð 14,1% til að komast í kappræður Heimildarinnar? Jóhannes Loftsson skrifar
Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir Skoðun