„Við veljum alltaf að bólusetja börnin til þess að verja þau“ Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 7. janúar 2022 18:17 Valtýr Stefánsson Thors barnasmitsjúkdómalæknir og Ingileif Jónsdóttir prófessor í læknisfræði við HÍ sátu fyrir svörum í Pallborðinu í dag þar sem bólusetningar barna voru ræddar. Vísir/Vilhelm Barnasmitsjúkdómalæknir segir bólusetningu barna á aldrinum 5-11 ára gegn kórónuveirunni snúast um að verja börnin en ekki að stoppa smitið úti í samfélaginu. Átta börn hafi þegar lagst inn á sjúkrahús með veiruna hér á landi en ekkert þeirra hafi verið með undirliggjandi sjúkdóm. Bólusetningar barna á aldrinum 5-11 ára gegn kórónuveirunni voru ræddar í Pallborðinu í Vísi í dag. Horfa má á Pallborð dagsins í heild sinni í spilaranum hér að neðan: Byrjað er að bólusetja börn á þessum aldri en bólusetningarnar hefjast af fullum krafti í Laugardalshöll eftir helgina. Ingileif Jónsdóttir prófessor við læknadeild Háskóla Íslands sagði eitt af því sem mælti með því að bólusetja þennan aldurshóp vera það að á annað hundrað tilvik séu enn að greinast á hverjum degi af deltaafbrigði veirunnar. „Fyrst og fremst þá veldur það miklu meira af alvarlegum sjúkdómum í yngri aldurshópum heldur en fyrri afbrigði gerðu. Þannig að verndin gegn því, við þurfum að byggja hana upp og við vitum að þegar það fór vaxandi tíðni delta í heiminum þá jókst verulega tíðni innlagna barna á sjúkrahús og til dæmis stór bandarísk rannsókn sýndi fram á verulega aukningu á gjörgæsluinnlögnum sem sagt hjá ungum börnum, mörg sem þurftu súrefni og mörg sem urðu alvarlega veik og við þurfum að hugsa ekki bara um ómíkron heldur líka um delta.“ Þá gætu síðar komið fram önnur afbrigði en ómögulegt sé að segja til um hvort þau komi til með að spretta úr ómíkron, delta eða öðrum fyrri afbrigðum. „Við vitum núna að bóluefnið sem við höfum, það verndar minna gegn ómíkron heldur en fyrri afbrigðum en það verndar samt og það er vernd sem ég held að börnin eigi jafnmikinn rétt á að fá eins og fullorðnir og þeir eldri sem hafa kosið að verja sjálfa sig fyrir alvarlegum veikindum af völdum þessarar veiru sama hvaða afbrigði við erum að tala um.“ Búast má við að 25 til 30 börn þurfi að leggjast inn á sjúkrahús Valtýr Stefánsson Thors barnasmitsjúkdómalæknir tók undir með Ingileif. Hann segir sjaldgæft að börn verði mjög veik og leggist inn á sjúkrahús en það gerist samt. Átta börn hafi lagst inn á sjúkrahús á Íslandi með veiruna þar af tvö á gjörgæslu en ekkert þeirra hafi verið með undirliggjandi sjúkdóm. Hann segir spár gera ráð fyrir að þróun faraldursins verði á þá leið að bæði delta og ómíkron afbrigðið muni verða nokkuð útbreidd hér á landi næstu vikur og mánuði. Búast megi við að í febrúar hafi áttatíu þúsund greinst með veiruna frá miðjum desember. „Hingað til hefur þetta verið þannig að þriðjungur þeirra eru börn. Það segir okkur að í lok febrúar eru þetta kannski tuttugu og fimm eða þrjátíu þúsund börn sem hafa smitast á þessum stutta tíma og við vitum að það mun leiða til þess að það munu börn þurfa að leggjast inn.“ Valtýr segir að út frá þessum tölum megi gera ráð fyrir að 25 til 30 börn muni leggjast inn á sjúkrahús með veiruna næstu mánuðina. Mikilvægt sé að bólusetja börnin til að verja þau. „Það eru margir einmitt sem hafa svolítið verið að halda því fram að þessi ákvörðun sé tekin til að stoppa smitið út í samfélaginu en það er ekki þannig. Við veljum alltaf að bólusetja börnin til þess að verja þau og þann aldurshóp fyrir smitunum.“ Hann telji að bólusetning barnanna verði ekki til þess að stöðva dreifingu veirunnar í samfélaginu þar sem ungt fólk haldi faraldrinum nú að mestu uppi en bólusetningin muni auka líkur á eðlilegu lífi hjá börnunum. „Það mun líka auðvelda okkur að viðhalda eðlilegu skólastarfi eða eins eðlilegu og hægt er. Eðlilegu frístundastarfi. Fækka þeim tilvikum þar sem börn þurfa að fara í sóttkví og einangrun.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Heilsugæsla Pallborðið Tengdar fréttir Bólusetningar barna ræddar í Pallborðinu Bólusetningar barna á aldrinum 5-11 ára við Covid-19 er hafin hér á landi og má reikna með að stór hluti barna á þessum aldri fá sprautu í næstu viku. Bólusetningarnar eru á vörum margra þessa dagana og foreldrar margir hverjir á báðum áttum með hvaða skref skuli stíga. 7. janúar 2022 12:59 Hvetur foreldra til að mæta með börnin í Laugardalshöllina Bólusetningar barna á aldrinum 5-11 ára gegn kórónuveirunni verða í Laugardalshöll en ekki skólum líkt og til stóð. Þegar hafa 250 börn verið bólusett á þessum aldri. Nú eru 17.200 manns í einangrun eða sóttkví með eða næstum því fimm prósent landsmanna. 5. janúar 2022 18:30 Skipta um kúrs og bólusetja börn í Laugardalshöll eftir helgi Börn á aldrinum fimm til ellefu ára á höfuðborgarsvæðinu verða bólusett í Laugardalshöll í næstu viku. Ákvörðun var tekin um þetta í dag en upphaflega stóð til að bólusetja börn í skólum. Mannekla hjá heilsugæslunni leiddi til þess að ákveðið var að grípa í varaáætlanir. 5. janúar 2022 15:58 Margir foreldrar uggandi vegna fyrirhugaðs skólahalds Ljóst er að uggur er í foreldrum margra grunnskólabarna vegna skólahalds sem hefst nú í vikunni. Bólusetning barna á aldrinum fimm til ellefu ára hefst 10. janúar, viku eftir að skólahald hefst. 2. janúar 2022 22:30 Spítalainnlögnum barna fjölgar ört í Bandaríkjunum Spítalainnlögnum barna með Covid fjölgar nú ört í Bandaríkjunum. Innlagnir barna í Bandaríkjunum hafa nær aldrei verið fleiri í kórónuveirufaraldrinum en faraldurinn er í miklum vexti þar í landi. 30. desember 2021 20:18 Mest lesið Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Færeyingar fagna tvennum göngum Erlent Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar Innlent Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Erlent Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Innlent Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi Innlent Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Innlent Fleiri fréttir Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Ætla að fjölga lögreglumönnum verulega Vilja ekki plast eða vír á leiðisskreytingar í kirkjugörðum Þetta eru ráðherrar nýrrar ríkisstjórnar Allir punktar stefnuyfirlýsingar ríkisstjórnarinnar Kallar eftir stillingu: „Menn eru saklausir uns sekt er sönnuð!“ Full tilhlökkunar að taka við nýju ráðuneyti „Það verður unnið fyrir heimilin í landinu“ Ný ríkisstjórn og áfall í Magdeburg „Ég held að þetta sé góður dagur fyrir þjóðina“ Áslaug Arna bjargaði kafnandi konu á veitingastað Tveir ungir á 140 kílómetra hraða Vaktin: Ný ríkisstjórn kynnt fyrir landanum Í eðli Sólveigar að vera með hnefann á lofti Hvetja Íslendinga á svæðinu til að láta vita af sér „Maður mun sakna þess mjög“ Engin breyting á hvalveiðileyfi því það sé glænýtt Ríkisstjórn sem þarfnist mikillar samhæfingar milli formannanna Sjá meira
Bólusetningar barna á aldrinum 5-11 ára gegn kórónuveirunni voru ræddar í Pallborðinu í Vísi í dag. Horfa má á Pallborð dagsins í heild sinni í spilaranum hér að neðan: Byrjað er að bólusetja börn á þessum aldri en bólusetningarnar hefjast af fullum krafti í Laugardalshöll eftir helgina. Ingileif Jónsdóttir prófessor við læknadeild Háskóla Íslands sagði eitt af því sem mælti með því að bólusetja þennan aldurshóp vera það að á annað hundrað tilvik séu enn að greinast á hverjum degi af deltaafbrigði veirunnar. „Fyrst og fremst þá veldur það miklu meira af alvarlegum sjúkdómum í yngri aldurshópum heldur en fyrri afbrigði gerðu. Þannig að verndin gegn því, við þurfum að byggja hana upp og við vitum að þegar það fór vaxandi tíðni delta í heiminum þá jókst verulega tíðni innlagna barna á sjúkrahús og til dæmis stór bandarísk rannsókn sýndi fram á verulega aukningu á gjörgæsluinnlögnum sem sagt hjá ungum börnum, mörg sem þurftu súrefni og mörg sem urðu alvarlega veik og við þurfum að hugsa ekki bara um ómíkron heldur líka um delta.“ Þá gætu síðar komið fram önnur afbrigði en ómögulegt sé að segja til um hvort þau komi til með að spretta úr ómíkron, delta eða öðrum fyrri afbrigðum. „Við vitum núna að bóluefnið sem við höfum, það verndar minna gegn ómíkron heldur en fyrri afbrigðum en það verndar samt og það er vernd sem ég held að börnin eigi jafnmikinn rétt á að fá eins og fullorðnir og þeir eldri sem hafa kosið að verja sjálfa sig fyrir alvarlegum veikindum af völdum þessarar veiru sama hvaða afbrigði við erum að tala um.“ Búast má við að 25 til 30 börn þurfi að leggjast inn á sjúkrahús Valtýr Stefánsson Thors barnasmitsjúkdómalæknir tók undir með Ingileif. Hann segir sjaldgæft að börn verði mjög veik og leggist inn á sjúkrahús en það gerist samt. Átta börn hafi lagst inn á sjúkrahús á Íslandi með veiruna þar af tvö á gjörgæslu en ekkert þeirra hafi verið með undirliggjandi sjúkdóm. Hann segir spár gera ráð fyrir að þróun faraldursins verði á þá leið að bæði delta og ómíkron afbrigðið muni verða nokkuð útbreidd hér á landi næstu vikur og mánuði. Búast megi við að í febrúar hafi áttatíu þúsund greinst með veiruna frá miðjum desember. „Hingað til hefur þetta verið þannig að þriðjungur þeirra eru börn. Það segir okkur að í lok febrúar eru þetta kannski tuttugu og fimm eða þrjátíu þúsund börn sem hafa smitast á þessum stutta tíma og við vitum að það mun leiða til þess að það munu börn þurfa að leggjast inn.“ Valtýr segir að út frá þessum tölum megi gera ráð fyrir að 25 til 30 börn muni leggjast inn á sjúkrahús með veiruna næstu mánuðina. Mikilvægt sé að bólusetja börnin til að verja þau. „Það eru margir einmitt sem hafa svolítið verið að halda því fram að þessi ákvörðun sé tekin til að stoppa smitið út í samfélaginu en það er ekki þannig. Við veljum alltaf að bólusetja börnin til þess að verja þau og þann aldurshóp fyrir smitunum.“ Hann telji að bólusetning barnanna verði ekki til þess að stöðva dreifingu veirunnar í samfélaginu þar sem ungt fólk haldi faraldrinum nú að mestu uppi en bólusetningin muni auka líkur á eðlilegu lífi hjá börnunum. „Það mun líka auðvelda okkur að viðhalda eðlilegu skólastarfi eða eins eðlilegu og hægt er. Eðlilegu frístundastarfi. Fækka þeim tilvikum þar sem börn þurfa að fara í sóttkví og einangrun.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Heilsugæsla Pallborðið Tengdar fréttir Bólusetningar barna ræddar í Pallborðinu Bólusetningar barna á aldrinum 5-11 ára við Covid-19 er hafin hér á landi og má reikna með að stór hluti barna á þessum aldri fá sprautu í næstu viku. Bólusetningarnar eru á vörum margra þessa dagana og foreldrar margir hverjir á báðum áttum með hvaða skref skuli stíga. 7. janúar 2022 12:59 Hvetur foreldra til að mæta með börnin í Laugardalshöllina Bólusetningar barna á aldrinum 5-11 ára gegn kórónuveirunni verða í Laugardalshöll en ekki skólum líkt og til stóð. Þegar hafa 250 börn verið bólusett á þessum aldri. Nú eru 17.200 manns í einangrun eða sóttkví með eða næstum því fimm prósent landsmanna. 5. janúar 2022 18:30 Skipta um kúrs og bólusetja börn í Laugardalshöll eftir helgi Börn á aldrinum fimm til ellefu ára á höfuðborgarsvæðinu verða bólusett í Laugardalshöll í næstu viku. Ákvörðun var tekin um þetta í dag en upphaflega stóð til að bólusetja börn í skólum. Mannekla hjá heilsugæslunni leiddi til þess að ákveðið var að grípa í varaáætlanir. 5. janúar 2022 15:58 Margir foreldrar uggandi vegna fyrirhugaðs skólahalds Ljóst er að uggur er í foreldrum margra grunnskólabarna vegna skólahalds sem hefst nú í vikunni. Bólusetning barna á aldrinum fimm til ellefu ára hefst 10. janúar, viku eftir að skólahald hefst. 2. janúar 2022 22:30 Spítalainnlögnum barna fjölgar ört í Bandaríkjunum Spítalainnlögnum barna með Covid fjölgar nú ört í Bandaríkjunum. Innlagnir barna í Bandaríkjunum hafa nær aldrei verið fleiri í kórónuveirufaraldrinum en faraldurinn er í miklum vexti þar í landi. 30. desember 2021 20:18 Mest lesið Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Færeyingar fagna tvennum göngum Erlent Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar Innlent Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Erlent Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Innlent Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi Innlent Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Innlent Fleiri fréttir Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Ætla að fjölga lögreglumönnum verulega Vilja ekki plast eða vír á leiðisskreytingar í kirkjugörðum Þetta eru ráðherrar nýrrar ríkisstjórnar Allir punktar stefnuyfirlýsingar ríkisstjórnarinnar Kallar eftir stillingu: „Menn eru saklausir uns sekt er sönnuð!“ Full tilhlökkunar að taka við nýju ráðuneyti „Það verður unnið fyrir heimilin í landinu“ Ný ríkisstjórn og áfall í Magdeburg „Ég held að þetta sé góður dagur fyrir þjóðina“ Áslaug Arna bjargaði kafnandi konu á veitingastað Tveir ungir á 140 kílómetra hraða Vaktin: Ný ríkisstjórn kynnt fyrir landanum Í eðli Sólveigar að vera með hnefann á lofti Hvetja Íslendinga á svæðinu til að láta vita af sér „Maður mun sakna þess mjög“ Engin breyting á hvalveiðileyfi því það sé glænýtt Ríkisstjórn sem þarfnist mikillar samhæfingar milli formannanna Sjá meira
Bólusetningar barna ræddar í Pallborðinu Bólusetningar barna á aldrinum 5-11 ára við Covid-19 er hafin hér á landi og má reikna með að stór hluti barna á þessum aldri fá sprautu í næstu viku. Bólusetningarnar eru á vörum margra þessa dagana og foreldrar margir hverjir á báðum áttum með hvaða skref skuli stíga. 7. janúar 2022 12:59
Hvetur foreldra til að mæta með börnin í Laugardalshöllina Bólusetningar barna á aldrinum 5-11 ára gegn kórónuveirunni verða í Laugardalshöll en ekki skólum líkt og til stóð. Þegar hafa 250 börn verið bólusett á þessum aldri. Nú eru 17.200 manns í einangrun eða sóttkví með eða næstum því fimm prósent landsmanna. 5. janúar 2022 18:30
Skipta um kúrs og bólusetja börn í Laugardalshöll eftir helgi Börn á aldrinum fimm til ellefu ára á höfuðborgarsvæðinu verða bólusett í Laugardalshöll í næstu viku. Ákvörðun var tekin um þetta í dag en upphaflega stóð til að bólusetja börn í skólum. Mannekla hjá heilsugæslunni leiddi til þess að ákveðið var að grípa í varaáætlanir. 5. janúar 2022 15:58
Margir foreldrar uggandi vegna fyrirhugaðs skólahalds Ljóst er að uggur er í foreldrum margra grunnskólabarna vegna skólahalds sem hefst nú í vikunni. Bólusetning barna á aldrinum fimm til ellefu ára hefst 10. janúar, viku eftir að skólahald hefst. 2. janúar 2022 22:30
Spítalainnlögnum barna fjölgar ört í Bandaríkjunum Spítalainnlögnum barna með Covid fjölgar nú ört í Bandaríkjunum. Innlagnir barna í Bandaríkjunum hafa nær aldrei verið fleiri í kórónuveirufaraldrinum en faraldurinn er í miklum vexti þar í landi. 30. desember 2021 20:18