„Kölluðum þetta bara líkamsrækt dagsins“ Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 8. janúar 2022 12:07 Frá vettvangi í gær. Engan sakaði alvarlega. Aðsend Björgunarsveitarfólk þurfti að handlanga gríðarlegt magn af frosnum fiski úr flutningabíl sem valt á hliðina norður af Leirvogstunguhverfi í Mosfellsbæ seint í gærkvöld, þar sem ekki var hægt að afferma bílinn með eðlilegum hætti. Aðgerðir stóðu yfir frá klukkan 23 í gærkvöld til um sjö í morgun, í myrkri og óveðri. „Það var gríðarlega mikill fiskur í bílnum og aðstæður ekki þær bestu. Það var hálka til að byrja með en svo var saltað á svæðinu. Það þurfti að koma verðmætunum úr bílnum, sem var þarna á hlið fyrir utan veginn, og koma þeim á bretti og í kör. Það tók tíma en gekk mjög vel, við vorum bara í röð og réttum á milli en höfðum gaman að og kölluðum þetta bara líkamsrækt dagsins,” segir Sigurbjörg Metta Sigurjónsdóttir, björgunarsveitarmaður hjá Hjálparsveit skáta í Kópavogi. Flutningabíllinn valt á hliðina eftir að hafa rekist utan í fólksbíl vegna hálku. Bílstjórinn var fluttur með minniháttar áverka á slysadeild en ökumann fólksbílsins sakaði ekki. Sigurbjörg segir að aðgerðirnar hafi vissulega reynst þolraun en að þær hafi gengið vel. Allar björgunarsveitir á höfuðborgarsvæðinu voru kallaðar til og þegar mest lét voru um þrjátíu manns að störfum. „Þetta fór að taka í eftir smá tíma enda voru margir sem stóðu þarna í nokkra klukkutíma, og voru komnir þarna á færibandið eins og þeir hefðu einhvern tímann unnið við slíkt,“ segir hún. „Stemningin við að koma heim eftir útkallið var svolítið svoleiðis, að taka öll fötin og setja í þvottavél til að losna við fiskilyktina. Það var allavega þannig fyrir mig, að rifja upp þá tíma sem maður vann í fiskvinnslu sjálfur.“ Allt kapp var lagt á að bjarga því sem bjarga var en óljóst er hversu mikill fiskur skemmdist. „Það var eitthvað sem fór á hliðina og úr þessum kössum, en það sem við sáum var tiltölulega lítið miðað við það sem maður hefði búst við, þannig að það var mjög mikil verðmætabjörgun í þessari aðgerð,” segir Sigurbjörg. Björgunarsveitir Mosfellsbær Tengdar fréttir Flutningabíll fullur af fiski valt á hliðina Flutningabíll fullur af fiski endaði utan vegar eftir árekstur í Mosfellsbæ í gærkvöldi. Ökumaður flutningabílsins var fluttur á sjúkrahús til aðhlynningar. 8. janúar 2022 07:50 Árekstur flutningabíls og fólksbíls í Mosfellsbæ Flutningabíll og fólksbíll skullu saman í Mosfellsbæ rétt í þessu með þeim afleiðingum að flutningabíllinn endaði á hliðinni utan vegar. 7. janúar 2022 20:08 Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Fleiri fréttir Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Sjá meira
„Það var gríðarlega mikill fiskur í bílnum og aðstæður ekki þær bestu. Það var hálka til að byrja með en svo var saltað á svæðinu. Það þurfti að koma verðmætunum úr bílnum, sem var þarna á hlið fyrir utan veginn, og koma þeim á bretti og í kör. Það tók tíma en gekk mjög vel, við vorum bara í röð og réttum á milli en höfðum gaman að og kölluðum þetta bara líkamsrækt dagsins,” segir Sigurbjörg Metta Sigurjónsdóttir, björgunarsveitarmaður hjá Hjálparsveit skáta í Kópavogi. Flutningabíllinn valt á hliðina eftir að hafa rekist utan í fólksbíl vegna hálku. Bílstjórinn var fluttur með minniháttar áverka á slysadeild en ökumann fólksbílsins sakaði ekki. Sigurbjörg segir að aðgerðirnar hafi vissulega reynst þolraun en að þær hafi gengið vel. Allar björgunarsveitir á höfuðborgarsvæðinu voru kallaðar til og þegar mest lét voru um þrjátíu manns að störfum. „Þetta fór að taka í eftir smá tíma enda voru margir sem stóðu þarna í nokkra klukkutíma, og voru komnir þarna á færibandið eins og þeir hefðu einhvern tímann unnið við slíkt,“ segir hún. „Stemningin við að koma heim eftir útkallið var svolítið svoleiðis, að taka öll fötin og setja í þvottavél til að losna við fiskilyktina. Það var allavega þannig fyrir mig, að rifja upp þá tíma sem maður vann í fiskvinnslu sjálfur.“ Allt kapp var lagt á að bjarga því sem bjarga var en óljóst er hversu mikill fiskur skemmdist. „Það var eitthvað sem fór á hliðina og úr þessum kössum, en það sem við sáum var tiltölulega lítið miðað við það sem maður hefði búst við, þannig að það var mjög mikil verðmætabjörgun í þessari aðgerð,” segir Sigurbjörg.
Björgunarsveitir Mosfellsbær Tengdar fréttir Flutningabíll fullur af fiski valt á hliðina Flutningabíll fullur af fiski endaði utan vegar eftir árekstur í Mosfellsbæ í gærkvöldi. Ökumaður flutningabílsins var fluttur á sjúkrahús til aðhlynningar. 8. janúar 2022 07:50 Árekstur flutningabíls og fólksbíls í Mosfellsbæ Flutningabíll og fólksbíll skullu saman í Mosfellsbæ rétt í þessu með þeim afleiðingum að flutningabíllinn endaði á hliðinni utan vegar. 7. janúar 2022 20:08 Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Fleiri fréttir Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Sjá meira
Flutningabíll fullur af fiski valt á hliðina Flutningabíll fullur af fiski endaði utan vegar eftir árekstur í Mosfellsbæ í gærkvöldi. Ökumaður flutningabílsins var fluttur á sjúkrahús til aðhlynningar. 8. janúar 2022 07:50
Árekstur flutningabíls og fólksbíls í Mosfellsbæ Flutningabíll og fólksbíll skullu saman í Mosfellsbæ rétt í þessu með þeim afleiðingum að flutningabíllinn endaði á hliðinni utan vegar. 7. janúar 2022 20:08