Í gær tók reglugerð heilbrigðisráðherra um breyttar reglur um sóttkví þeirra sem þegið hafa örvunarskammt bóluefnis. Nú mega þeir sækja skóla eða vinnu og sækja sér nauðsynlega þjónustu þrátt fyrir að hafa verið útsettir fyrir smiti.
Í nýjum pistli á Covid.is segir Þórólfur faglegar ástæður vera fyrir þessum breytingum. Hann segir nýbirta rannsókn í New England Journal of Medicine sýna fram á að tvíbólusettir séu bæði ólíklegri til að taka smit og smita aðra.
„Hér var um að ræða smit af völdum alfa og delta afbrigðis kórónaveirunnar en líklegt að það sama gildi um ómícron afbrigðið sérstaklega hjá þríbólusettum,“ segir sóttvarnalæknir.
Þá segir hann að allir sem eru útsettir fyrir smiti muni fá skilaboð frá rakningarteymi almannavarna með þessum nýju reglum. Þannig ber fólk sjálft ábyrgð á því að fylgja réttum reglum um sóttkví.